Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1969, Síða 104
Tímarit Máls og menningar Berger er einmitt einn þeirra, sem gagn- rýnir þessa stefnu, og hikar ekki við að segja kollegum sínum til syndanna. Annars er aðalmarkmið höfundarins að kynna hinum almenna lesanda nokkur grundvallaratriði félagsfræðinnar. Á bók- arkápu segir, að höfundur taki jöfnum höndum mið af kenningum hinna sígildu félagsfræðinga 19. aldarinnar, s. s. Webers, Durkheims og Veblens, og landvinningum greinarinnar á síðustu áratugum. Enda þótt þessi yfirlýsing geti í fljótu bragði fengið einhverja til að álykta sem svo, að hér hljóti að vera um að ræða torskilið efni og þunglamalegan rithátt, þá fer því fjarri, að slík ályktun sé rétt. í formálsorðum leggur höfundur áherzlu á, að hann hafi með tilliti til hins stóra lesendahóps ,dorð- azt þá sérfræðimállýzku, sem unnið hefur félagsfræðingum vafasaman orðstír“. Ekki verður annað sagt við lestur bókarinnar en að honum hafi tekizt það. En jafnframt má í þessari tilvitnun greina skopskyn höf- undar, sem hann beitir óspart, ef honum býður svo við að horfa og gefur stíl hans hressilegan og gamansaman blæ. Vera má, að hinum „hátíðlegu" þyki skammturinn sums staðar full stór. Þeim myndi Berger vafalaust ráðleggja að „taka niður grím- una“. Inngangur að félagsfræði skiptist í átta kafla auk formála. Aftan við aðaltextann eru athugasemdir um bækur þær og höf- unda, sem vitnað er í. Þá er ennfremur eft- irmáli við íslenzku útgáfuna tekinn saman af Lofti Guttormssyni. Er þar í stuttu á- gripi fjallað um þróun bandarískrar félags- fræði á þessari öld. Að lokum er svo skrá yfir nöfn og atriðisorð. I fyrsta kafla bókarinnar er gerð grein fyrir hugtakinu félagsfræði og sérstök á- herzla lögð á að leiðrétta villandi hugmynd- ir fólks um störf og viðfangsefni félags- fræðinga. Það er ekki ófyrirsynju, að höf. leitast við að útskýra mismun á félagsfræði og félagslegu starfi, því að almennt gerir fólk ekki greinarmun á þessu tvennu, þó að ólíkt sé. Á bls. 23 segir: „Félagsfræð- ingur er sá, sem leitast við að skilja þjóð- félagið á fræðilegan og skipulegan hátt. Fræðigrein þessi er vísindaleg í eðli sínu. { því felst, að það sem félagsfræðingurinn kemst að og segir um félagsleg fyrirbæri, er hann rannsakar, er gert innan nákvæm- lega skýrgreinds viðmiðunarramma. Eitt megineinkenni þessa vísindalega viðmiðun- arramma er, að rannsóknir eru hundnar á- kveðnum sönnunarreglum". Samkvæmt þessu er markmið félagsfræðingsins að skilja þjóðfélagið og leggja á það hlutlaust, fræðilegt mat. „Félagslegt starf er ákveðin starfsemi í þjóðfélaginu". Þar á höf. við þá aðila, sem vinna að félagslegum störfum á ýmsum sviðum og hafa annað markmið í huga en félagsfræðingurinn. í þessu sam- bandi víkur höfundur að félagsráðgjöfum, og gerir að nokkru grein fyrir stétt þeirra. Telur hann, að geðlæknirinn hafi orðið fyr- irmynd félagsráðgjafa í starfi og kenning- ar þeirra séu útþynntur Freudismi. Vera má, að þetta eigi að einhverju leyti við um hina barnalegu sálfræðidýrkun, sem víða tíðkast í Bandaríkjunum, að því er hermt er, hæði meðal félagsráðgjafa og annarra stétta, en ómaklegur er dómurinn vissulega um evrópska félagsráðgjafa. Og bregzt höf- undi hér hlutleysi félagsfræðingsins. Yfir- leitt virðist honum vera einkennilega mikið í nöp við sálkönnun. Hann reynir að strika yfir allt sem heitir sálarfræði í útskýring- um á mannlegum vandamálum. Þau eru að hans dómi félagsleg vegna þess að þau eru til orðin í félagslegum samskiptum manna. „Sérhver heimsskoðun er reist á félagsleg- um grunni“ (bls. 69). í þessu efni er höf- undur vissulega barn síns tíma, þegar al- gengt er, að sérfræðingar í skyldum grein- um bítist á um sama eplið og reyni að 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.