Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Qupperneq 85
Ljúflingar og fleira fólk ástin og barnið. í sveitinni verður hún að lúta vilja föður síns, hann velur henni eiginmann, þar er ástlítið hjónaband og barnlaust, a.m.k. er aldrei minnst á að þau eigi börn. Ef við skoðum atburðarásina í fyrri hluta sögunnar og þau öfl sem þar takast á er ljóst að stúlkan er gerandinn eða a.m.k. vill vera það, takmarkið sem hún keppir að er ást og hamingja, lausn undan feðravaldinu. Henni til aðstoðar er frjálsræðið í selinu og huldumaður- inn sem hjálpar henni að leyna hrösun sinni, og hann á einnig að færa henni hamingjuna. En tilraunir hennar til að ráða lífi sínu sjálf rekast á sjálfa samfélagsgerðina. Samkvæmt henni er hún aðeins andlag (objekt), hlutur sem karlmenn ráðskast með, faðir hennar gefur hana öðrum manni. Komin í hjónabandið reynir hún þess vegna aðra leið. Hún er ekki alveg búin að gefast upp, reynir enn að vera gerandinn, en í stað hamingjunnar er takmarkið nú aðeins þolanlegt líf, einhvers konar sátt við hlutskiptið fyrst það er nú einu sinni óhjákvæmilegt. Sér til hjálpar grípur hún nú til bælingarinnar, reynir að tryggja að hún þurfi aldrei að sjá elskhugann framar og hyggst þannig halda tilfinningum sínum í skefjum. En andstæðingurinn, bófinn í sögunni, er enn sem fyrr karl- veldið, nú persónugert í eiginmanninum sem ræður yfir henni, þvingar hana til að hitta huldumanninn, rífur þar með upp gömul sár og neyðir hana til að horfast í augu við tilfinningar sínar og kúgunina um leið. Hann rýfur alla samninga og getur það, því hans er valdið. Báðar þessar leiðir eru henni því lokaðar. Það verður henni óbærilegt, eina lausnin er dauðinn. Ég fæ ekki betur séð en þessir tveir valkostir, bælingin eða dauðinn, séu einmitt þær lausnir sem algengastar eru og hafa verið í öllum sögum af uppreisnarkonum, þar á meðal nútíma kvennabókmenntum. Þær snúast einmitt oft um tilraunir kvenhetjunnar til að finna sjálfa sig og ráða lífi sínu sjálf, meðan flest önnur öfl sögunnar vinna að því að halda henni í hlutverki andlagsins. Selmatseljusöguna er ómögulegt að lesa öðru vísi en sem ákveðna gagnrýni á karlveldið eða a.m.k. tjáningu greinilegrar vitundar um kúgun kvenna. Að andstæðingarnir í sögunni eru karlar og konur, en ekki bara einstaklingar og samfélag, er undirstrikað á ýmsa vegu. Þannig er t.d. aldrei minnst á móður stúlkunnar, oftast virðist hún enga eiga eða a.m.k. á hún engan þátt í átökunum. Það er alltaf faðirinn sem er reiður þegar hún er álitin ólétt, faðirinn sem lætur vakta hana, verður enn 331
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.