Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar eitthvert annað. Oft brýst djúpstæður ótti karla við hið kvenlega fram í lýsingum þeirra á ófreskjunum. Ófreskjurnar í bókmenntum karla eru virkar, þær eru hryllilegar karlkonur. Þær kunna að vera snoppufríðar og villa á sér heimildir en fyrr eða síðar afhjúpa þær sinn illa vilja. Gilbert og Gubar nefna mörg dæmi um hvernig þessar hættulegu konur eða kvengerf- ingar eru tengdar óttablöndnum hryllingi á kynferði og kynfærum kvenna sem kemur fram bæði í myndlist og í myndmáli í bókmenntum; ófreskjurn- ar eru fagrar fyrir ofan mitti en skepnur fyrir neðan, talað er af viðbjóði um blóð, slím, skít, hyldýpi, kaos. Ófreskjurnar eru haldnar af óseðjandi líkamlegri græðgi, skorti á siðgæðisvitund og valdafýsn. Þær eru slægar, virkar og skapandi, enda svífast þær einskis til að ná valdi yfir karlmannin- um og stela frá honum skapandi krafti hans. Simone de Beauvoir sagði að karlmenn yfirfærðu skelfingu sína og ótta við líkamlegar takmarkanir sínar — vanmátt sinn frammi fyrir fæðingu, sjúkdómum og dauða, — yfir á konur, kvenkynið. Og Gilbert og Gubar vitna í sálgreinendurna Karen Horney og Dorothy Dinnerstein (Melanie Klein mætti bæta við) um að tvöfeldni karla í viðhorfum til kvenna eigi rætur í bældum ótta við frummóðurina og vald hennar (34). Hebreska sagan af Lilith, fyrri konu Adams, er magnað dæmi um hina fyrstu ófreskju, uppreisn hennar og þunga refsingu.4 Gilbert og Gubar draga síðan þá ályktun að listakonur á 19. öld hafi varla getað samsamað sig þessum tveimur meginkvengerðum, engli-ófreskju, sem bókmenntahefðin hélt að þeim. Engillinn, góða konan, hefur ekkert sjálf, er óvirk með öllu og getur ekki skapað. Ófreskjan, vonda konan, er svo hryllileg að enginn getur gert hana að sjálfsmynd sinni og virkni hennar er háð slíkum afarkostum, svo grimmilega refsað að það skýtur bæði körlum og konum skelk í bringu. Til að geta skrifað urðu konur að ganga á hólm við engils-ófreskju kvenmyndirnar. Áður en þær gátu búið sér til sjálfsmynd sem skapandi listamenn og sagt: „Hér er ÉG“ urðu þær að spyrja: „Hver er ÉG?“ Þetta þurfa raunar allir skapandi listamenn, karlar og konur, að gera, segja Gilbert og Gubar. „En fyrir kvenkyns listamann er þessi mikilvæga sjálfsskil- greining mun flóknari (en fyrir karla) vegna allra þeirra skilgreininga feðraveldisins sem troða sér á milli sjálfsskilnings hennar og skilningsins á henni.“ (17) Feðitr og synir — ekki mæður og dætur I öðrum og mikilvægasta hluta inngangsins koma Gilbert og Gubar fram með róttækustu hugmyndir sínar og setja þær í samhengi við kenningar um 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.