Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 18

Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 18
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 „Ég hef undanfarin ár glímt við andlega erfiðleika og vandamál og hef því ekki stundað vinnu. Ég hef reynt að stunda fjarnám, og það hefur gengið misvel. Undan- farna fjóra mánuði hef ég verið í svokallaðri Listasmiðju í Hlut- verkasetri og þetta er afrakst- urinn, sem við opnum nú hér um helgina í Gerðubergi,“ segir Þórey Svana Þórisdóttir en hún er ein tuttugu og fjögurra lista- manna sem unnið hafa verk á sýninguna Sanna ásjónu sem opn- aði í Gerðubergi í gær og stendur til 28. ágúst næstkomandi. Þórey segir Listasmiðjuna hafa gjörbreytt sínum aðstæð- um. „Ég er búin að vera í fjóra mánuði í Hlutverkasetri. Ég upplifi miklar breytingar á lífi mínu. Félagsleg einangrun, sem hér áður var algjör í mínu til- viki, er ekki lengur og svo hef ég fengið þetta tækifæri til þess að læra að nýta sköpunarkraft minn í listinni. Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á listum, en ég hef átt erfitt með að koma mér af stað og þora. En starf Hlutverkaset- urs snýst að miklu leyti um þetta – að kenna manni að stíga skref- ið. Það er ekkert hættulegt.“ Á sýningunni eru fjölbreytt myndverk eftir tuttugu og fjóra listamenn, eins og áður segir, unnin í Hlutverkasetri. Við opn- unina flutti leiklistarhópur Hlut- verkaseturs gjörning. Stjórnandi þess hóps er Edna Lupita. Myndlistarkennararnir Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir hafa leitt vinnu- stofurnar síðastliðin fimm ár. Þær hafa það að markmiði að ýta undir listræna hæfileika með markvissri hvatningu og er sýningin afrakstur þannig verk- efnis. „Ég ætla mér að halda áfram að mæta í Hlutverkasetur og halda áfram í listinni. Mér finnst þetta rosalega skemmti- legt. Svo verður bara tíminn að leiða í ljós hvert stefnan verður tekin,“ segir Þórey að lokum og hlær. Hvar? Gerðuberg Hverjir? Listamenn á vegum Hlut- verkasetursins Hvenær? Virka daga 8-18 Hversu mikið? Ókeypis Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Þetta er ekkert hættulegt Þórey Þórisdóttir er ein tuttugu og fjögurra listamanna sem opna Sanna ásjónu í Gerðubergi. HLUTVERKASETUR BREYTIR LÍFUM Þórey ásamt fleiri listamönnum og kennurum Listasmiðjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Antoine Hrannar Fons, flugþjónn og einkaþjálfari Losar sig við fl ugþreytuna Ég var að koma heim úr sólinni í Seattle og ætla að losa mig við flug- þreytuna. Svo er ég búinn að lofa mér í grill og smá sólarsamba um helgina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Stór helgi í Eyjum Allar helgar eru stórar helgar í Vestmannaeyjum. Nú stendur Orkumótið sem hæst og bærinn iðar af lífi. Í dag, laugardag, er svo Jónsmessugleði. Sunnudeg- inum ver ég í uppbyggjandi heilsurækt og fjölskyldu- samveru enda þá ekki nema 3 dagar í að við störtum Goslokahelginni. Eins og allir vita er mikil- vægt að hlaða batteríin vel fyrir það fjör. Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts Veisluhöld og litabækur Mig langar að halda garðveislu, með vinum og nágrönnum, enda spáin unaðsleg. Annars kvíði ég ekki dauðum stundum þessa dagana, ég á 70 myndir eftir í litabókinni minni. HELGIN 27. júní 2015 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Berjaostakaka 140 g Digestive-kexkökur 50 g Lu Bastogne-kexkökur 120 g smjör, brætt 1 msk. púðursykur 25 g flórsykur 200 g Philadelphia-rjómaostur/vanilluskyr 120 g rjómi 120 g dökkt súkkulaði, brætt Fræ úr ½ vanillustöng 1 tsk. vanilluextrakt Fersk ber að eigin vali, til dæmis hindber, bláber eða jarðarber Hvítt súkkulaði til skreytingar Kex, púðursykur og smjör sett í matvinnsluvél þar til það er orðið að fínni blöndu sem minnir á sand. Þeytið rjóma, bætið flórsykrinum, vanillufræjum og vanilluextrakt saman við. Látið rjómablönduna í aðra skál á meðan rjómaosturinn er hrærður í hrærivélinni í stutta stund. Blandið rjómablöndunni saman við rjómaostinn í hrærivél í um það bil tvær mínútur. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Finnið til litlar skálar eða falleg glös. Kexblandan fer fyrst í glasið, vel af ostablöndunni, ein skeið af bræddu súkkulaði, smá kex ofan á, aðeins meiri ostablanda, aftur smá súkkul- aði og að lokum fersk ber. Rífið niður hvítt súkkulaði á toppinn. Það er hægt að bera kökuna strax fram en gott er að geyma í kæli í 2-3 klukkutíma áður en þið berið hana fram. Uppskrift fengin af evalaufeykjaran.com Einföld ostakaka með ferskum berjum Fallegt og sniðugt er að útbúa kökuna í glas eða skál fyrir hvern og einn. Ostakakan er bæði einföld og falleg. Á PLÖNTUMARKAÐINN á Bernhöftstorfu, horni Bankastrætis og Lækjargötu, í dag, laugardag, klukkan 1. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour Nýtt blað og sólbað Ég er að skila af mér glimrandi fersku og fjölbreyttu sumarblaði Glamour og þess á milli ætla ég að sleikja sólina með fjölskyldu minni! Á ÞRIÐJU SERÍU AF OR- ANGE IS THE NEW BLACK. Sem sýnd er meðal annars á Stöð 2. HINA GEYSIVINSÆLU BÓK MEÐVIRKNI EFTIR PIU MELLODY. Fjallað er um einkennin, ræturnar og lesandinn leiddur í átt að bata. Á WHITE RAVENS, nýjasta lag Þórunnar Antoníu sem kom út á föstudag á glamour.is. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -3 C 9 C 1 6 2 B -3 B 6 0 1 6 2 B -3 A 2 4 1 6 2 B -3 8 E 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.