Fréttablaðið - 27.06.2015, Side 42

Fréttablaðið - 27.06.2015, Side 42
FÓLK|HELGIN Þeir sem fara upp á Esju Reykjavíkur-megin um helgina þurfa að hugsa sig vel um áður en þeir ákveða hvora leiðina þeir fara niður. Í sumar- bústað við Meðalfellsvatn í Kjós verður nefnilega hægt að fá girnilegan varning, ómótstæðilega súpu og frábæran félags- skap á markaði sem félagsskapurinn Tau frá Tógó stendur fyrir. Það er Kristín Jónsdóttir, ein forsvarskvenna Taus í Tógó, sem verður fyrir svörum. „Mark- miðið með Taui frá Tógó er að selja alls konar vörur sem framleiddar eru á heimili fyrir munaðarlaus börn í Aneho í Tógó sem Íslendingar hafa komið að því að styrkja með ýmsum hætti. Ég dróst inn í þetta í gegnum vinkonu mína sem ættleiddi dreng frá heimilinu fyrir nokkrum árum og ég fór með henni að sækja hann. Þessi heimsókn hafði djúp áhrif á okkur og úr varð að stofna Tau frá Tógó til að styrkja saumastofu sem rekin er samhliða heimilinu. Mörg börn sem koma á heimilið fara út af því aftur og til fjölskyldna en því miður ekki öll og þau börn alast upp á heimilinu fram á fullorðinsár. Það er mikilvægt að mennta þessa krakka og hluti þeirra fer í iðnnám á saumastofuna. Tau frá Tógó styrkir þennan hluta starfseminnar.“ Tau í Tógó hefur fengið inni á ýmsum sölustöðum gegnum tíðina en allt starf fer fram í sjálfboðavinnu. „Við borgum aldrei fyrir neina vinnu en það er öllum heimilt að leggja okkur lið. Við höfum lánað poka með varningi í saumaklúbba og á Lionsfundi en fólk fær ekkert án þess að borga, hvorki söluaðilar né aðrir. Börnin í Tógó eiga þetta, hverja einustu krónu.“ Ný sending verður tekin upp úr kössum á föstudaginn og Kristín lofar spennandi varningi. „Þetta eru til dæmis rosalega flottar og voldugar svuntur sem eru tilvaldar til að grilla með, litríkar og fallegar og passa á alla. Svo erum við með margnota innkaupapoka sem hægt er að snúa við eftir því hvernig skapi við erum í þann daginn, litlar buddur og stærri veski, æðislega skokka á litlar stelpur og ýmislegt fleira.“ Markaðurinn verður, eins og áður sagði, við Meðal- fellsvatn. „Þar sem hávaðinn verður,“ segir Kristín og bætir við: „Við ætlum að syngja, spila og leika okkur, verðum með grænmetissúpu úr gámagrænmeti og svo verður grill ef einhverjir vilja koma með eitthvað á það. Svo mega allir koma og selja sitt handverk, og geta þá ýmist hirt ágóðann sjálfir eða gefið til Tógó. Þetta er tilraun og ef þetta gengur vel verður þetta örugglega bara árlegt.“ Það er ýmsu að fagna hjá Taui frá Tógó um þessar mundir en samtökin fengu nýverið styrk frá AlheimsAuði upp á 500.000 krónur. Peningarnir verða notað- ir til að kaupa nýjar saumavélar á sauma- stofuna en langtímamarkmið Taus frá Tógó er að styrkja saumastofuna þannig að hún geti tekið við stærri verkefnum og að heimilið geti þannig nýtt saumastof- una sem áreiðanlega tekjulind en einnig er markmiðið að efla menntunarsjóð heimilisins. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook á síðunni Tau frá Tógó. FALLEGIR SKOKKAR Á LITLAR HNÁTUR Þessir passa á eins til þriggja ára. MARGNOTA INNKAUPAPOKAR Og ekki verra að hægt er að snúa þeim við og nota á báða vegu. SVUNTUR Á ALLA Þessar litríku svuntur passa á háa sem lága, mjóa sem breiða og að sjálfsögðu bæði kynin. TÓGÓ Í KJÓS GOTT MÁLEFNI Tau frá Tógó verður miðpunkturinn á markaði við Meðalfellsvatn í dag en Íslendingar hafa styrkt börn þaðan í nokkur ár. MIKIÐ FJÖR „Við ætlum að syngja, spila og leika okkur, verð- um með græn- metissúpu úr gámagrænmeti og svo verður grill ef einhverjir vilja koma með eitt- hvað á það.“ ÓKEYPIS Ritsmiðjan er opin börnum á aldrinum 8 til 12 ára. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin og þátttaka er ókeypis en gott er að mæta tímalega. Smiðjan hefst klukkan 13 og stendur til 16. Í september, október og nóvem- ber verða haldn- ar fleiri ritsmiðjur undir stjórn Markúsar Más. Ritsmiðja fyrir börn verður haldin í Hug- myndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum í dag. Smiðjan verður unnin í tengslum við Kjarvals- sýninguna Út á spássíuna. „Kjarval málaði margar myndir af vinum sínum og setti þá gjarnan í ævintýralegt um- hverfi og í smiðjunni munu börnin fá tækifæri til að skrifa sögur um vini sína eða fjölskyldur innan ramma töfraraunsæis og glæða hvers- dagsleikann ævintýrablæ.“ Leiðbeinandi ritsmiðjunnar er Markús Már Efraím. Markús stýrði einnig ritsmiðjunni Eitt- hvað illt á leiðinni er… sem fram fór í vetur í samstarfi við nemendur í 3. og 4. bekk á frí- stundaheimilunum Draumalandi, Eldflauginni og Halastjörnunni. Verkefnið gat af sér drauga- og hryllings- sögusafn sem gefið var út undir sama nafni og inniheldur sögur 19 ungra höfunda. Ritsmiðjan er opin börnum á aldrinum 8 til 12 ára. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin og þátttaka er ókeypis en gott er að mæta tíman- lega. Smiðjan hefst klukkan 13 og stendur til 16. RITSMIÐJA FYRIR BÖRN Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum stendur fyrir skapandi ritsmiðju fyrir krakka í dag. SKAPANDI SKRIF Ókeypis ritsmiðja fyrir börn fer fram á Kjarvalsstöðum í dag. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -9 0 8 C 1 6 2 B -8 F 5 0 1 6 2 B -8 E 1 4 1 6 2 B -8 C D 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.