Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2015, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 27.06.2015, Qupperneq 71
5 rigningunni. Allt án þess að þurfa að pakka honum inn í einhverja vatnsvörn.“ Hleðslutækið fær frí Stutt ending á rafhlöðu er eitthvað sem snjalltækjanotendur þekkja. Sérstaklega í tækjum með stóra og bjarta skjái sem sjúga upp orkuna. Sony hefur tekist að lengja líftíma rafhlöðunnar upp í allt að 2 daga í senn með samvinnu góðs örgjörva og breytingu á því hvernig efnið er sett á skjáinn. En hafa ber þó í huga að ending fer vissulega eftir notkun og aðstæðum hvers og eins. „En á endanum þarf alltaf að hlaða,“ segir Guðni en bætir við að með „quick charge“ eiginleikum rafhlöðunnar í Xperia Z3+ sé hægt að ná hleðslu sem dugar í tæpar sex klukkustund- ir með því að hafa símann í hleðslu í aðeins 10 mínútur. Kvikmyndir, tónlist og tölvuleikir Guðni segir aðgengi Sony-notenda að afþreyingu vera ótrúlegt. „Hvort sem það eru kvikmyndir, tónlist eða tölvuleikir, þegar afþreyingin er komin í snjalltækið fylgir allt efnið með hvort sem farið er upp í sum- arbústað, í útilegu eða á hótel er- lendis. Hægt er að tengja snjalltæk- ið þráðlaust við flatskjáinn og spegla aðgerðir símans í fullum gæðum á bæði hljóð og mynd, streyma efni af minni snjalltækisins eða beint af netinu í næsta flatskjá eða hljóð- kerfi. Einfaldara getur þetta ekki orðið.“ Hann segir það sama vera í boði fyrir spilun á Playstation en með litlum aukahlut er hægt að festa stýripinnann af tölvunni við snjall- tækið og spila yfir netið tölvuleikina sem eru á tölvunni heima. Þunnur og þægilegur „Flestir hafa skoðun á því hvern- ig tækin þeirra líta út,“ segir Guðni og bætir við: „Þetta fer auðvitað ekki fram hjá hönnuðum Sony enda er öll hönnun stílhrein og falleg. Stærð og þyngd snjallsímanna fer eftir týpum en allar eiga þær það sameiginlegt hjá Sony að vera sterklega byggð- ar með gott grip og gefa veglega en þægilega tilfinningu í hendi. Tækin eru sérstaklega meðfærileg, hvort sem er í vasa eða á borði.“ Úrval aukahluta sem styðja við Sony-snjalltækin er gríðarlegt, að sögn Guðna, og hann nefnir sem dæmi Android Wear-snjallúr, Blueto- oth-hátalara og heyrnar tól við öll til- efni, hljóðnema sem breyta snjall- tækjunum í upptökutæki, festingu fyrir Playstation-stýripinna sem gefa fullkomna upplifun við spilum tölvuleikja og svo mætti lengi telja. Snjalltæki frá Sony hafa ekki verið fyrirferðarmikil á markaðnum und- anfarin ár þrátt fyrir að fyrirtæk- ið hafi verið með þeim fyrstu til að setja Android-snjallsíma á markað. Guðni segir fyrirtækið samt hafa farið í gegnum gríðarlega þróun og vinnu sem sé að skila sér í frábæru úrvali fyrir alla sem tileinka sér tæknina. „Það eru spennandi tímar fram undan hjá Sony Mobile og það verður gaman að fylgjast með sterkri innkomu á markaðinn. Enda verð- ugur keppinautur sem verðskuldar alla athygli.“ KYNNING − AUGLÝSING Farsímar og fylgihlutir27. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR Sony hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem leiðandi fyrir-tæki í tækniheiminum og eru dæmin mýmörg. Guðni Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Actus sem er umboðsaðili Sony Mobile á Íslandi, segir hér frá Sony í fortíð, nútíð og framtíð. „Sony ber ábyrgð á því að þróa og kynna tækninýj- ungar sem hreinlega breyttu heim- inum fyrir fólk á ferðinni. Þar má til dæmis nefna Walkman-spilar- ana eða vasadiskóin eins og við Ís- lendingar þekkjum þau, sjónvörp- in frá Sony hafa skarað fram úr og hljóðkerfin sömuleiðis. Tölvu- leikjaheimurinn hefur einnig held- ur betur verið í höndum Sony með Play station-tölvunum.“ Hann segir Sony hafa komið meira og meira inn á snjalltækja- markaðinn frá því fyrirtækið sam- einaðist sænska farsímaframleið- andanum Ericsson. Seinna yfirtók Sony alla framleiðslu og framleið- ir nú öll sín snjalltæki undir nafni Sony Mobile. „Með áratugareynslu og framúrskarandi þekkingu hefur Sony tileinkað sér Android-stýri- kerfið og tekið snjalltækjamark- aðinn með trompi með frábærum snjalltækjum sem uppfylla þarf- ir kröfuhörðustu notenda og gefa samkeppnisaðilum ekki tommu eftir.“ Vatnsheld Android-snjalltæki Snjalltækjafjölskyldan XPERIA er vörulína frá Sony sem hefur að bjóða röð snjallsíma og spjaldtölva sem keyra á Android-stýrikerfinu. „Þessi tæki henta öllum, allt frá þeim sem eru að byrja sína snjalltækjanotkun upp í þá sem hafa reynsluna og vita hvað þeir vilja,“ segir Guðni og bætir við að helstu eiginleikar snjalltækja frá Sony byggi á þekkingu í fram- leiðslu á myndavélum, rafhlöðu- endingu, fágaðri hönnun og að- gengi að yfir gnæfandi miklu magni afþreyingar. „ Svo ekki sé nefnd vatns- og rykheldni sem gerir tækin algjörlega einstök,“ bætir hann við. „Að vera með vel hannaðan og stíl- hreinan snjallsíma sem þú skolar í vaskinum eða smellir af í sundi er eitthvað sem raftækjanotendur hafa ekki getað tileinkað sér áður. Það eru flestir meðvitaðir um hættuna við að fá vökva á símann sinn, bleyta hann í rigningunni, hella óvart yfir hann, missa hann ofan í vaskinn eða bjarga honum eftir að duglega hefur verið slefað á hann úr höndum litlu snillinganna sem eiga það til að leita í snjallsíma foreldra sinna. Þetta vandamál er úr sögunni.“ Bjartar myndir á bólakafi Vatnsheldnin er þó ekki bara tæki- færi til að forða tækinu frá skemmd- um heldur er nú komið tækifæri til að bæta nýrri tegund mynda í al- búmið. „Nú er hægt að taka mynd- ir í aðstæðum sem ekki hefur verið mögulegt áður, jafnvel ofan í vatni,“ segir Guðni en hægt er að fara með Sony Xperia Z3+ símann, sem er nýjasta eintakið í Xperia-línunni, rúmlega metra ofan í vatn. Mynda- vélin er með rúmlega 20 megapixla og tekur einstaklega bjartar og skýr- ar myndir þó birtuskilyrði séu ekki með besta móti. „Hægt er að taka góðar myndir á hjólinu, á skíðum eða bretti, í vatnsrennibrautinni, í átökum við laxinn á árbakkanum, í snjókomunni um jólin eða íslensku Hafðu Sony í hendi þér Sony Mobile farsímar sækja stöðugt í sig veðrið enda afrakstur margra ára metnaðarfullrar þróunarvinnu þessa leiðandi fyrirtækis. Fingraför á súkkulaðikámugum skjáum heyra nú sögunni til. Guðni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Actus sem er umboðsaðili Sony Mobile á Íslandi. MYND/ANDRI MARINÓ Nú er ekkert mál að spila Playstation-leiki í símanum. Með Sony Mobile- vörunum má fá fjölda fallegra fylgihluta. Þessum má gleyma úti í rigningu. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 B -8 1 B C 1 6 2 B -8 0 8 0 1 6 2 B -7 F 4 4 1 6 2 B -7 E 0 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.