Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 72

Fréttablaðið - 27.06.2015, Síða 72
Farsímar og fylgihlutir LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 20156 Snjallsíminn hefur gjörbreytt mörgum þáttum daglegs lífs okkar á undanförnum árum, ekki síst með tilkomu fjölbreyttra smáforrita (app). Í dag geta sím- notendur valið úr fjölda smáfor- rita fyrir allt milli himins og jarð- ar, til skemmtunar en ekki síður til fjölmargra gagnlegra hluta. Ein þeirra sem nýta símann vel til dag- legra verkefna og skemmtunar er Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- nörd hjá Markaðsmálum á manna- máli, sem segir símnotendur ein- ungis hafa séð upphafið og margt spennandi eigi eftir að koma í ljós á næstu árum. „Flestir sem taka líkamsræktina alvarlega eru farn- ir að nota smáforrit, til dæmis til að mæla hversu langt þeir hlaupa, skrá hreyfingu og matardagbækur og fá upplýsingar um hitaeiningar o.fl. Margir sem ég þekki eru líka löngu hættir að prenta út uppskriftir held- ur eru þær geymdar á ýmsu formi og hægt er að sækja gegnum sím- ann, t.d. á Pinterest. Ég er með fullt af uppskriftum þar og finn þær í símanum þegar ég ætla að nota þær. Til hvers að prenta þær út, ég er allt- af með símann við höndina?“ Fínar ljósmyndir Hún nefnir einnig til sögunnar ljósmyndun sem netið hefur held- ur betur haft áhrif á; mörgum til mikillar gleði en fagljósmyndur- um kannski síður. „Nú eru símarn- ir með mjög góðar myndavélar en auk þeirra er auðvelt að finna forrit sem gera þér kleift að láta myndirn- ar líta enn betur út með alls konar filterum og fíneríi. Ljósmyndun með iPhone er hreinlega að verða listgrein í sjálfu sér. Fyrir okkur al- mennu borgarana er þetta skemmti- leg þróun en þetta hefur klárlega áhrif á atvinnutækifæri þeirra sem hafa lifibrauð af ljósmyndun.“ Instagram í símanum Hún segir ekki hægt að tala um snjallsíma öðruvísi en að tala líka um samfélagsmiðlana sem eru mikið notaðir þar. „Instagram er fyrst og fremst símamiðill og hefur blásið út síðustu tvö ár. Twitter er líka mikið til símamiðill og mjög mikið notaður í tengslum við sjón- varpsþætti, viðburði og annað þess háttar. Fólk er farið að horfa á þætti eða viðburði og „tvíta“ um þá í raun- tíma. Það er svolítið eins og að horfa á sjónvarp með öllum heiminum. Það er ansi magnað og ég verð að viðurkenna að mér finnst t.d. mun skemmtilegra að horfa á Eurovision og fylgjast með „hashtagginu“ fyrir það í leiðinni heldur en að horfa á keppnina eina og sér.“ Þróunin verður áfram Þrátt fyrir örar breytingar síðustu árin eiga snjallsímar eftir að þró- ast enn meira. „Ég er spenntust að fylgjast með hvernig þessi mál þró- ast í tengslum við gervigreind. Ég held að smátt og smátt þurfum við að gera minna og minna og forritin og tækin geti meira og meira lesið okkur og hvað við viljum. Þetta minnkar pikkeríið og þessu verð- ur meira stýrt með röddinni eða kannski bara hugsunum einhvern tímann.“ „Þetta er orðið tæki sem fólk er alltaf með við höndina og nánast samgróið mörgum. Möguleikarnir eru óendanlegir. Svo er líka spurn- ing hvort þetta fer ekki að hætta að vera ferkantaður sími eins og við þekkjum hann. Það er ekkert sem segir að svo þurfi að vera til eilífðar. Þótt það séu skiptar skoðanir núna með hluti eins og Google Glass og Apple Watch þá er þessi þróun ekk- ert að fara að stoppa og þeir detta pottþétt niður á eitthvað sem fólk fílar áður en of langt um líður.“ Alltaf með símann við höndina Snjallsíminn hefur breytt lífi margra. Hann er bæði hægt að nýta til fjölmargra gagnlegra hluta, sem sparar tíma og fyrirhöfn, auk þess sem hann er nýttur til skemmtunar og í samskiptum við annað fólk. Enn frekari þróunar má vænta á næstu árum. Þóranna K. Jóns- dóttir segir símnotendur einungis hafa séð upphafið og að margt spennandi eigi eftir að koma í ljós á næstu árum. MYND/VILHELM iStoreKringlunni 103 Reykjavik Sími 566 8000 istore.is Sérverslun með Apple vörur Kringlunni Við gerum vel í að þjónusta viðskiptavini okkar með skjótum og sveigjanlegum vinnubrögðum. Þegar þú kemur með tölvu, síma eða iPad í ábyrgðarþjónustu þá lánum við þér sambærilegt tæki á meðan þjónustu stendur, endurgjaldslaust. Catalyst Stealth Nýju Catalyst iPhone hulstrin eru vatns-, högg- og veðurhelt. Fullkomin vörn fyrir alla þína afþreyingu og uppátæki. Örþunn hönnunin fórnar hvorki útliti né stíl símans. Fyrir iPhone 5, 5s, 6 og 6 plus 11.900 kr. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -7 C C C 1 6 2 B -7 B 9 0 1 6 2 B -7 A 5 4 1 6 2 B -7 9 1 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.