Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 94

Fréttablaðið - 27.06.2015, Page 94
27. júní 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 50 Mörkin: 1-0 Ásgeir Örn Arnþórsson (90+1). FYLKIR (4-3-3): *Ólafur Íshólm Ólafsson 8 - Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 (77. Hákon Ingi Jónsson -), Tonci Radovnikovic 7, Ásgeir Eyþórsson 7, Tómas Joð Þorsteinsson 5 - Jóhannes Karl Guð- jónsson 6, Oddur Ingi Guðmundsson 5, Andrés Már Jóhannesson 6 - Ragnar Bragi Sveinsson 6 (89. Kjartan Ágúst Breiðdal -), Ingimundur Níels Óskarsson 4 (58. Ásgeir Örn Arnþórsson 6), Albert Brynjar Ingason 6.. VÍKINGUR (4-3-3): Thomas Nielsen 7 - Dofri Snorrason 7, Milos Zivkovic 7, Alan Lowing 6, Ívar Örn Jónsson 6 - Finnur Ólafsson 5, Igor Taskovic 7, Rolf Toft 6 - Davíð Örn Atlason 6 (46. Hallgrímur Mar Steingrímsson 5), Haukur Baldvinsson 6 (71. Agnar Darri Sverrisson -), Andri Rúnar Bjarnason (85. Viktor Bjarki Arnarsson -). Skot (á mark): 11-11 (3-5) Horn: 6-4 Varin skot: Ólafur Íshólm 3 - Nielsen 2. 1-0 Fylkisvöllur Áhorf: 812 Þóroddur Hjaltalín (7) PEPSI DEILDIN 2015 STAÐAN FH 9 6 2 1 20-9 20 Breiðablik 9 5 4 0 16-6 19 KR 9 5 2 2 15-10 17 Fjölnir 9 5 2 2 14-9 17 Valur 9 4 3 2 16-11 15 Fylkir 10 3 4 3 11-12 13 Stjarnan 9 3 3 3 10-11 12 Leiknir R. 9 2 3 4 11-14 9 Víkingur R. 10 2 3 5 13-17 9 ÍA 9 2 3 4 8-12 9 ÍBV 9 1 2 6 8-19 5 Keflavík 9 1 1 7 9-21 4 SIGURMARK Á SÍÐUSTU STUNDU Albert Brynjar Ingason var með fyr- irliðabandið hjá Fylkismönnum í gær og lagði upp sigurmarkið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GOLF Landsliðin í golfi etja í dag kappi við úrvalslið atvinnu- og áhugamanna á KPMG-mótinu sem haldið verður á Grafarholtsvelli. Keppnisfyrirkomulaginu svipar til Ryder-keppninnar og því um liðakeppni að ræða á milli landsliðanna annars vegar og úrvalsliðsins hins vegar. Margir af bestu atvinnukylfingum landsins taka þátt í dag, þeirra á meðal Birkir Leifur Hafþórsson (á mynd), Ólafur Björn Loftsson og Valdís Þóra Jónsdóttir. Spilað verður fyrir gott málefni en fyrir hvern fugl í dag mun ákveðin upphæð renna til styrktar sumarbúðum í Reykjadal en þar gefst börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar tækifæri til að komast í sumarbúðir. Fyrsti hópur verður ræstur út klukkan 11.00 í dag en auk þess að fylgjast með spennandi viðureignum verður hægt að taka þátt í púttkeppni og fá golf- kennslu. Nánari upplýsingar á golf.is. - esá Spilað fyrir gott málefni í Grafarholti HANDBOLTI Fannar Þór Friðgeirsson, atvinnumaður í handbolta, gekk í gær frá samningi við þýska B-deildar- liðið Eintracht Hagen sem verður nýliði í deildinni í vetur. Fannar hefur spilað undanfarin tvö ár með Gross- wallstadt en það félag fór í greiðslu- stöðvun á dögunum og þarf að byrja upp á nýtt í C-deildinni. „Staðan er þannig hjá mér núna að ég á von á mínu fyrsta barni með konunni minni í ágúst. Gjaldþrotið kom auðvitað á slæmum tíma þar sem 70-80 prósent af liðunum í efstu og næstefstu deild eru búin að ganga frá sínum leikmanna- málum. Það voru lið sem spurðust fyrir um mig en þau höfðu minni peninga milli handanna,“ segir Fannar Þór við Fréttablaðið. Hagen hefur fengið tvo liðsfélaga Fannars frá Grosswallstadt til sín og fleiri ágæta leikmenn, en liðið ætlar sér stærri hluti á næstu árum en bara að berjast fyrir sæti sínu í B-deild. „Þetta er alveg óskrifað blað fyrir mig. Ég veit bara að félagið hefur fengið góða leikmenn og kynnti fyrir mér framtíðarplanið sem hljómaði vel. Ég er með svipaðan samning og hjá Grosswallstadt þannig að ég er bara sáttur,“ segir Fannar Þór. - tom Fannar rennir blint í sjóinn hjá Hagen NÝR STAÐUR Fannar Þór Friðgeirsson færir sig um set. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Blikar voru aðeins nokkr- um mínútum í uppbótartíma frá því að vinna toppslaginn við FH í Kapla- krika á mánudagskvöldið og komast um leið upp í toppsæti Pepsi-deild- arinnar. FH-ingar jöfnuðu í lokin og héldu toppsætinu en Blikar eru enn taplausir eftir níu umferðir. Blikar fá samt örugglega stjörn- ur í augun þegar þeir skoða stöðu liðsins aðeins nánar. Eftir óvænt tap Blika á móti 1. deildarliði KA í framlengdum bikarleik í vikunni á undan er nefnilega mjög fróðlegt að bera saman Íslandsmeistaraævin- týri Stjörnumanna í fyrra og byrjun Blika í sumar. Íslandsmeistaraár Stjörnunnar Stjörnumenn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í fyrra eftir dramatíska titilbaráttu við FH fram á lokasek- úndur Íslandsmótsins. FH-ingar eru á sama stað en að þessu sinni hefur mesta samkeppnin komið úr Kópa- voginum en ekki Grafarvoginum. Stjörnuliðið var með sama stiga- fjölda og Blikar á sama tíma í fyrra og líkt og Stjörnumenn fyrir ári þá eru Blikar enn taplausir eftir fyrstu átta vikur sumarsins. Hér til hlið- ar smá sjá fullt af hlutum sem eru nákvæmlega eins hjá Stjörnunni 2014 og Breiðabliki 2015. Úrslitin í leik Blika bikarkeppn- inni eru kveikjan að þessum saman- burði. Líkindin með örlögum þess- ara tveggja liða eru ótrúleg. Bæði liðin voru taplaus á tímabilinu þegar þau fengu 1. deildarlið í heimsókn. Stjarnan tók á móti Þrótti en Blikar fengu KA-menn í heimsókn á Kópa- vogsvöllinn. Lið Þróttar og KA voru ekki meðal efstu liða í sinni deild en bitu samt óvænt frá sér. Líkt og hjá Stjörnunni í fyrra þá var ekkert skorað í venju- legum leiktíma en eina mark leiks- ins skoruðu gestirnir úr b-deildinni á upphafsmínútum fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Smitandi meistarataktar Meistarataktarnir voru það smitandi í Garðabænum í fyrra að bæði karla- og kvennaliðið vann Íslandsmeist- aratitilinn. Svo gæti einnig farið nú enda eru Blikakonur eins og er með fjögurra stiga forskot á toppi Pepsi- deildar kvenna. Þjálfararnir eiga sér svipaða sögu fyrir utan að byrja mjög vel á sínu fyrsta ári með liðið. Rúnar Páll Sigmundsson er þannig upp- alinn Stjörnumaður og lék lang- stærstan hluta ferils síns á Íslandi með uppeldisfélagi sínu í Garða- bænum. Arnar Grétarsson er upp- alinn Bliki og lék 96 prósent leikja sinna í efstu deild með æskufélagi sínu en auð vitað hefur Arnar mun meiri reynslu sem leikmaður eftir yfir áratuga dvöl í atvinnumennsku erlendis. Arnar er líka þremur árum eldri en Rúnar var þegar hann tók við Stjörnunni. Ekkert Evrópuævintýri Það er líka ljóst að Blikar munu ekki upplifa Evrópudrauma eins og Stjörnumenn gerðu í fyrra þar sem Breiðabliksliðið náði ekki að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á síðasta tímabili. Það var velgengni Stjörn- unnar utan landsteinanna sem gerði tímamótaár Garðbæinga enn ævin- týralegra en það verður ekkert auka- álag á Blikum út sumarið enda getur liðið einbeitt sér að Pepsi-deildinni í síðustu þrettán umferðunum. Það eiga enn eftir að fara fram 77 leikir í Pepsi-deildinni í sumar og því á margt eftir að breytast þar til síðasti leikurinn verður flautaður af laugardaginn 3. október. Blikar vinna heldur ekki Íslands- meistaratitilinn vegna þess hversu vel þeir byrja mótið heldur dugar ekkert nema fyrsta flokks seinni hluti til að halda í við svart-hvítu ris- ana úr Kaplakrika og Vesturbænum. Það er samt ekki hægt að líta fram hjá því að það er ótrúlega margt líkt með Íslandsmeisturum Stjörnunnar 2014 og Breiðabliksliðinu 2015. Unnu síðast með Arnar í búningi Blikar mæta ÍBV í Vestmannaeyjum klukkan fimm á morgun, sunnudag, en þá fara einnig fram leikir KR og Leiknis á Alvogen-vellinum í Vest- urbænum, leikur Vals og ÍA á Voda- fone-vellinum á Hlíðarenda og leik- ur Fjölnis og FH á Fjölnisvellinum í Grafarvogi. Stjörnumenn töpuðu ekki stigi á móti Eyjamönnum í fyrrasumar en Arnar Grétarsson, núverandi þjálf- ari Blika, var í byrjunarliði Breiða- bliksliðsins þegar Blikar fögnuðu síðast sigri á Hásteinsvellinum fyrir sex árum. ooj@frettabladid.is Blikar með stjörnur í augum Það er mjög margt líkt með Breiðabliksliðinu í Pepsi-deildinni í ár og Stjörnuliðinu sem kom svo mörgum á óvart með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn tímabilið á undan. Gæti annað ævintýri verið í uppsiglingu? STIG EFTIR 9 UMFERÐIR Stjarnan 2014: 19 Breiðablik 2015: 19 SÆTI EFTIR 9 UMFERÐIR Stjarnan 2014: 2. sæti Breiðablik 2015: 2. sæti TÖP EFTIR 9 LEIKI Stjarnan 2014: Ekkert Breiðablik 2015: Ekkert OPINBERA SPÁIN FYRIR MÓT Stjarnan 2014: 4. sæti Breiðablik 2015: 4. sæti LEIKUR VIÐ FH Í FYRRI UMFERÐ: Stjarnan 2014: Jafntefli Breiðablik 2015: Jafntefli BIKARKEPPNIN: Stjarnan 2014: 0-1 tap fyrir 1. deildarliði Þróttar á heimavelli í framlengdum leik á heimavelli Breiðablik 2015: 0-1 tap fyrir 1. deildar- liði KA á heimavelli í framlengdum leik á heimavelli GENGI KVENNALIÐSINS Á SAMA TÍMA Stjarnan 2014: Á toppnum Breiðablik 2015: Á toppnum ÞJÁLFARINN: Stjarnan 2014: Rúnar Páll Sigmundsson á sínu fyrsta ári Breiðablik 2015: Arnar Grétarsson á sínu fyrsta ári RÆTUR ÞJÁLFARANS: Stjarnan 2014: Uppalinn Stjörnumaður Breiðablik 2015: Uppalinn Bliki ➜ Tilviljun eða fyrirboði? NÝTT ÆVINTÝRI? Stjörnumenn urðu Íslands- meistarar síðasta haust og fagna hér titlinum fyrir ofan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ LÍTUR VEL ÚT Blikar hafa spilað vel í sumar og liðsmenn Breiðabliks fagna hér til hægri einu marka sinna í Pepsi-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SUMARIÐ 2014 SUMARIÐ 2015 ÍSLANDSMEISTARI ? Viðureign ÍA og Vals á Akranesi 1992 er mörgum enn í fersku minni. Leikmenn beggja liða létu Braga Bergmann dómara heyra það og gott betur. Sigurður Jónsson og Sævar Jónsson fóru þá fyrir sínum liðum. Þora þeir að mæta? VERÐUR ALLT VITLAUST, AFTUR? Vodafone-vellinum sunnudaginn 28. júní kl. 19:15 SPORT 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -5 A 3 C 1 6 2 B -5 9 0 0 1 6 2 B -5 7 C 4 1 6 2 B -5 6 8 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 0 4 s _ 2 6 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.