Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 24
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir var form- lega opnað þann 19. júní árið 1967. Sögu hússins má þó rekja til ársins 1925 en þá hófst söfnun til byggingar kvennaheimilis. Frá upphafi átti stofnunin alltaf að vera miðstöð þar sem allar konur væru velkomnar. Þar áttu þær að geta fengið upplýsingar um nám og atvinnu, aðgang að bókum og blöðum og þær áttu einnig að geta leigt herbergi gegn sanngjörnu verði. Miklar hindranir urðu í vegi fyrir bygg- ingu hússins. Söfnunin gekk ekki eins og vonir stóðu til meðal annars vegna kreppu og stríðs. Yfirvöld samþykktu ekki teikningar af þeim Hallveigarstöðum sem upphaflega áttu að rísa svo að grípa þurfti til þess að grafa samkomu- og fyrirlestrarsal í jörðina. Ríkisstjórnin gaf kvennasamtökunum lóðina undir húsið, en það stendur við Túngötu 14. Árið 1967 voru Hallveigarstaðir loksins vígðir og teknir í notkun. Húsið var nefnt í minningu Hallveigar Fróðadóttur. Kven- félagasamband Íslands og Kvenréttinda- félag Íslands eru meðal þeirra samtaka sem hafa aðstöðu í húsinu en hluti þess er leigður út, meðal annars til kanadíska sendiráðsins. ÞETTA GERÐIST: 19. JÚNÍ 1967 Hallveigarstaðir formlega teknir í notkun Auður Styrkársdóttir er formaður framkvæmdanefndar 100 ára afmæl- is kosningaréttar kvenna ásamt því að vera forstöðukona Kvennasögusafnsins sem starfar sem sérstök eining innan Landsbókasafnsins. Hún hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi þessara tímamóta. „Nefndin var skipuð í september árið 2013 og okkur var falið að koma með tillögur til Alþingis sem þau gætu ráð- ist í til þess að minnast þessa merka dags,“ segir Auður. Meðal tillagana sem Alþingi samþykkti voru sýning- ar í höfuðsöfnum landsins, ráðstefna í Hörpunni í október á þessu ári, hátíð- arhöld á Austurvelli í dag og rit sem gefið verður út árið 2020 sem verður helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þá verða einnig komin 100 ár frá því að konur og karlar fengu sömu kosningaréttindi, en þau lög voru sam- þykkt í stjórnarskránni árið 1920. Þessi dagur markar merkileg kafla- skil í sögu Íslands. „Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar íslenskar konur, ungar sem aldnar. Þennan dag minnumst við sögunnar, við minn- umst þess mikla starfs sem forverar okkur lögðu á sig. Það er full ástæða til að þakka þeim fyrir,“ segir Auður. „Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur.“ Framkvæmdanefndin vegna aldar- afmælisins var kjörin á fundi sem for- seti Alþingis boðaði til með fulltrúum samtaka kvenna og jafnréttismála um land allt. Í nefndinni sitja Siv Friðleifs- dóttir, Drífa Hjartardóttir, Erla Karls- dóttir, Ingimar Karl Helgason, Ólafía B. Rafnsdóttir og Steinunn Stefáns- dóttir. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er framkvæmdastjóri nefndarinnar. gunnhildur@frettabladid.is Dagurinn hefur mikla þýðingu fyrir allar konur Auður Styrkársdóttir hefur unnið hörðum höndum ásamt framkvæmdanefnd 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna frá árinu 2013. Dagurinn er merkileg kafl askil í sögunni. FORMAÐUR FRAMKVÆMDANEFNDARINNAR Auður starfar sem forstöðukona á Kvennasögusafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ef ung kona frá 1915 fengi að upplifa Ísland í dag þá mundi hún ekki þekkja til. Réttindin hafa breyst mikið og tækifærin sem bjóðast konum eru allt önnur. Hjartans þakkir fyrir samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför HARÐAR ZÓPHANÍASSONAR sem var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 29. maí síðastliðinn. Sérstakar alúðarþakkir fær starfsfólk Sólvangs í Hafnarfirði. Ásthildur Ólafsdóttir Ólafur Þ. Harðarson Hjördís Smith Sigrún Á. Harðardóttir Tryggvi Harðarson Edda S. Árnadóttir Elín Soffía Harðardóttir Sigurjón Gunnarsson Kristín Bessa Harðardóttir Bjarni Sigurðsson Guðrún Harðardóttir Tryggvi Jóhannsson Elskulegur sambýlismaður og faðir, HALLDÓR HALLDÓRSSON blaðamaður, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 23. júní kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Ingibjörg Tómasdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR Melabraut 9, Seltjarnarnesi, lést á Elliheimilinu Grund þann 14. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Jóhannesson Bergljót Helga Jósepsdóttir Alexander Jóhannesson Helga Hafsteinsdóttir Anna Birna Jóhannesdóttir Steingrímur Ellingsen Guðlaug Ingibjörg Hecker Gary Hecker barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð, kveðjur og hlýhug sem okkur fjölskyldunni hefur verið sýnd við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR Markarvegi 15. Ásgeir Hjörleifsson Sigurður Þór Ásgeirsson Fríða Kristín Gísladóttir Hjörleifur Ásgeirsson Maria Purificacion Luque Jimenez Kristinn Ingi Ásgeirsson Linda Hrönn Einarsdóttir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir Svanlaug Rós Ásgeirsdóttir Xavier Rodriguez barnabörn og barnabarn. Bróðir okkar og frændi, HARALDUR JÓNSSON frá Fremra-Hálsi í Kjós, lést þann 3. júní síðastliðinn á hjúkrunar- heimilinu Grund við Hringbraut. Útförin fer fram frá Áskirkju 19. júní nk. kl. 13.00. Ósk Jónsdóttir Jenný Jónsdóttir Ása Jónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Jón Þorgilsson Eyvindur Þorgilsson Birna Grímsdóttir Ingi Valtýsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS LINNET EINARSSONAR frá Vatnsholti. Margrét Rögnvaldsdóttir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir Albert Þór Magnússon Heiðdís Helga Antonsdóttir Kristján Páll Hrafnkelsson Drífa Björk Kristjánsdóttir Haraldur Logi Hrafnkelsson Ingibjörg Katrín Kristjánsdóttir Kjartan Ásbjörnsson Einar Víglundur Kristjánsson og barnabörn. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 2 -5 A 8 C 1 6 3 2 -5 9 5 0 1 6 3 2 -5 8 1 4 1 6 3 2 -5 6 D 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.