Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 56
19. júní 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 40 Úr sumu verður ekkert en stundum fáum við leikmenn eins og Andreu og Kim. Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 BORGUNARBIKAR 16 LIÐA ÚRSLIT Í GÆR ÞRÓTTUR R. - ÍBV 0-2 0-1 Jonathan Glenn (35.), 0-2 Víðir Þorvarðarson (75.). Þróttarar hvíldu marga lykilmenn í gær. FJARÐABYGGÐ - VALUR 0-4 0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson (15.), 0-2 Daði Bergsson (40.), 0-3 Patrick Pedersen (51.), 0-4 Haukur Ásberg Hilmarsson (90.+2). KV - KR 1-7 0-1 Óskar Örn Hauksson (13.), 0-2 Pálmi Rafn Pálmason (26.), 0-3 Almarr Ormarsson (33.), 0-4 Jacob Schoop (35.), 0-5 Pálmi Rafn Pálmason (45.), 0-6 Óskar Örn Hauksson (54.), 0-7 Pálmi Rafn Pálmason (64.), 1-7 Jón Kári Ívars- son (84.). STJARNAN - FYLKIR 0-3 0-1 Tómas Joð Þorsteinsson (26.), 0-2 Albert Brynjar Ingason (77.), 0-3 Ragnar Bragi Sveins- son (87.). FH - GRINDAVÍK 2-1 1-0 Steven Lennon, víti (7.), 2-0 Steven Lennon, víti (31.), 2-1 Hákon Ívar Ólafsson (85.). VÍKINGUR R. - AFTURELDING 1-0 1-0 Atli Fannar Jónsson (1.). FJÖLNIR - VÍKINGUR Ó. 4-0 1-0 Þórir Guðjónsson (17.), 2-0 Gunnar Már Guð- mundsson (19.), 3-0 Aron Sigurðarson (53.), 4-0 Þórir Guðjónsson (64.). BREIÐABLIK - KA 1-0 (0-0) 1-0 Ævar Ingi Jóhannesson (98.). Dregið verður í átta liða úrslit Borgunarbikars karla í dag klukkan tólf á hádegi í höfuð- stöðvum KSÍ í Laugardalnum. Í pottinum verða sjö Pepsi-deildarlið (ÍBV, Valur, KR, Fylkir, FH, Víkingur og Fjölnir) og eitt 1. deildarlið (KA). FÓTBOLTI Stúlkurnar í U17 ára landsliði kvenna komu saman í gær og æfðu við Kórinn í Kópa- vogi, en á mánudaginn hefja þær leik í úrslitakeppni Evrópumótsins sem haldið er á Íslandi að þessu sinni. Ísland er í virkilega erfið- um riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Spánar og Englands. Það verður því við ramman reip að draga, en íslenska liðið hefur feng- ið „liðsstyrk“, ef þannig má að orði komast, fyrir mótið. Í hópnum er stúlka að nafni Kim Olafsson Gunnlaugsson sem á íslenskan föður og móður frá Lúx- emborg. Hún spilar með gríðar- lega sterku unglingaliði Evrópu- meistara Frankfurt. Markahæst í Þýskalandi „Hún er íslenskur ríkisborgari en búsett í Lúxemborg. pabbi hennar hafði samband síðasta sumar og lét vita af henni og þá kom í ljós að stelpan var bara virkilega spræk í fótbolta. Ég hef ekki tekið hana með í landsleik enn þá en ákvað að taka hana inn í þennan hóp,“ segir Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið. Kim býr nú í Frankfurt þar sem hún stundar nám og spilar fótbolta með yngri liðum FFC Frankfurt. Hún er mikill markaskorari og er markahæst í norðurdeild U17 deild Þýskalands. „Ég hef horft á DVD af henni og svo æfði hún með Stjörnunni síð- asta sumar,“ segir Úlfar, en von- andi er þarna kominn framtíðar- markaskorari A-landsliðsins. Sum símtöl skila sér Kim er ekki eina stúlkan í hópnum sem gæti reynst falinn fjársjóð- ur til framtíðar. Andrea Celeste Thorisson, leikmaður Svíþjóðar- meistara FC Rosengård, sem er liðið sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með, fær einnig tækifæri til að láta ljós sitt skína á stóra sviðinu. „Hún er allt öðruvísi leikmað- ur en þær íslensku og hefur t.a.m. gríðarlega mikla stjórn með bolt- ann við fæturna. Þetta er stelpa sem Þóra Björg og Sara Björk vís- uðu á sem og Hlynur Birgisson,“ segir Úlfar, en Andrea á íslenskan föður en móður frá Perú. Andrea hefur verið viðloðandi U17 ára liðið í eitt ár og spilað ell- efu leiki. Hún skoraði þrennu gegn Færeyjum í apríl í fyrra. „KSÍ fær svona fyrirspurnir út um allt og ég er beðinn um að fylgja þeim eftir. Úr sumu verður ekkert en stundum fáum við leik- menn eins og Andreu og Kim,“ segir Úlfar. Margar fá séns Fleiri dæmi eru um slíkar stúlk- ur sem hafa ekki búið hérlendis, ýmist aldrei eða ekki í fjölda ára, sem fá tækifæri með U17. „Eftir því sem íslenska útrás- in eykst erlendis fjölgar þessum stúlkum. Hanna Hannesdóttir, sem spilar með KR í Pepsi-deild- inni, er búsett í Bandaríkjunum og svo er Elma Mekkín Dervic að fara með okkur á Norðurlandamót- ið. Hún býr í Noregi“ segir Úlfar,. „Við æfum svo lítið að við vilj- um taka þessar stelpur blint með í verkefni bara eins og Dagbjörtu Ínu, dóttur Guðjóns Vals, sem var með okkur á dögunum,“ segir Úlfar, sem vill gefa sem flestum tækifæri í U17 ára liðinu. „Við erum að nota 21-30 leik- menn á ári. Við reyndum að halda kjarnanum af þessum bestu leik- mönnum en annars hrærum við mikið til og leyfum mörgum að spila. Þessir afburðaleikmenn eins og Margrét Lára, sem var farin að spila með A-landsliðinu á þessum aldri, eru ekki til lengur eða fer allavega fækkandi,“ segir Úlfar. Fá fjölmiðlakennslu Þrátt fyrir að verkefnið sé erfitt á mótinu sjálfu segir Úlfar hug vera í stelpunum að gera vel. „Það verður svo bara að koma í ljós hvort hraðinn hjá þessum þjóðum sem við spilum við verði of mikill eða hvort við náum að aðlagast þessu strax,“ segir hann. Undirbúningurinn er kominn á fullt og snýst hann ekki bara um að æfa sig í fótbolta. „Við fáum starfsmann frá KSÍ sem ætlar að kenna stúlkunum aðeins á það hvernig skal tækla fjölmiðla. Það þarf að búa þær undir athyglina sem þær vonandi fá og þegar þær fá símtöl. Það er bara verið að kenna þeim að hugsa og haga sér eins og atvinnumenn og A-landsliðskonur,“ segir Úlfar Hinriksson. tomas@365.is Gæti reynst falinn fj ársjóður Íslenska U17 ára landslið kvenna hefur leik í úrslitakeppni EM 2017 á heimavelli á mánudagskvöldið. Í liðinu eru tvær stúlkur sem „fundust“ erlendis en æ fl eiri ábendingar berast um íslenska leikmenn ytra. KOMNAR “HEIM” Kim Olafsson Gunnlaugsson og Andrea Celeste Thorisson á æfingu íslenska liðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRJÁLSAR Íslenska landsliðið í frjálsíþrótt- um hefur leik á morgun í 2. deild Evrópu- keppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgar- íu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvenna- flokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþrótta- sambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska lands- liðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karl- ar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru lönd- in sem borga langstærsta hlutann af sjón- varpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugar dalsvöllur er fínn sem slíkur en tart- anið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnis- völl í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egils- son. - tom Ísland verður áfram í annarri deild sama hvernig fer Íslenska frjálsíþróttalandsliðið getur ekki fallið niður í 3. deild í Evrópukeppni landsliða þar sem fj ölgað verður í 2. deild á næsta ári. ÁSKORUN Aníta Hinriksdóttir er vitaskuld í íslenska liðinu og er líkleg til gulls og silfurs í 2. deild Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Búlgaríu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÞRIÐJA ÁRIÐ Í RÖÐ Eyjamenn slógu Þróttara út úr bikarnum þriðja árið í röð í gærkvöldi. Hér fer vel á með þeim nöfn um Aroni Bjarnasyni í ÍBV og Aroni Ými Péturssyni í Þrótti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allir íslensku kylfingarnir eru úr leik á Opna breska áhugamannamótinu sem fer fram á Carnoustie- vellinum í Skotlandi. GR-ingurinn Andri Þór Björnsson komst lengst, en hann datt út í sextán manna úrslitunum eftir 2/1 tap fyrir Frakkanum Daydou Alexandre. Alls komust þrír íslenskir kylfingar í 32 manna úrslit mótsins en Gísli Sveinbergsson úr GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR féllu úr leik í gærmorgun. Andri Þór var sá eini sem komst áfram með öruggum sigri gegn Michel Cea frá Ítalíu 4/3. Gísli tapaði fyrir Skotanum Grant Forrest 3/1 og Guðmundur Ágúst tapaði fyrir Mateusz Gradecki frá Póllandi 1/0. Andri Þór fór lengst á opna breska en féll út í 16 manna úrslitum HANDBOLTI Aron Kristjánsson skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu áfram til ársins 2017. „Við vorum búnir að vera í við- ræðum frá því eftir leikina við Serbíu en þær drógust vegna leikjaverkefna, bæði hjá Kolding og landsliðinu,“ sagði Aron í samtali við Fréttablaðið. Auk þess að sinna þjálfun lands- liðsins mun Aron starfa að öðrum málum fyrir HSÍ: „Ég kem meira að uppbyggingunni og fræðslu- og út- breiðslumálum, auk vinnu við afreks- hópinn. Við ætlum líka að gera átak í líkamlegri þjálfun leikmanna hérna heima,“ sagði Aron sem bindur miklar vonir við afrekshóp HSÍ sem komið var á laggirnar í vor. „Markmiðið er að vinna markvissar með leikmenn á aldrinum 18-23 ára og skila þeim betur tilbúnum inn í A-landsliðið. Við leggjum aðallega áherslu á þrennt; líkam- og andlega þáttinn og leikskilning leikmanna.“ Gunnar Magnússon verður Aroni áfram til aðstoðar auk Ólafs Stefáns- sonar sem hefur verið með lands- liðinu í síðustu fjórum leikjum. Aron segir samstarf þeirra þriggja gott: „Þessi samsetning virkar mjög vel og það er góður taktur í samstarfinu. Það er gott að hafa þá áfram.“ - iþs Aron endurráðinn landsliðsþjálfari í gær ENDURRÁÐNIR Aron og Gunnar verða áfram með landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPORT 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 2 -3 3 0 C 1 6 3 2 -3 1 D 0 1 6 3 2 -3 0 9 4 1 6 3 2 -2 F 5 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.