Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar með dogmu í eitt skipti fyrir öll í helgum texta. Heilagur texti er samkvæmt skilgreiningu fullnaður texti og útilokandi. Engu verður við hann bætt. Hann getur ekki átt viðræðu við neinn. Hann er sinn eiginn hátalari. Hann býður fullkomið skjól þeim uggvísu, beigsömu, og þeir geta síðan farið til þess með kenningartextann að höfuðsvörn að bannfæra þá sem setja traust sitt á leitina að sannleikanum. Ég minnist þess að Luis Bunuel sagði iðulega: „Eg gæfi líf mitt fyrir mann sem væri að leita að sannleikanum, en ég dræpi með ánægju þann sem héldi sig hafa fundið hann“. Nú er verið að sviðsetja í raunveruleikanum þetta særi súrealistans Bunuels, en umsnúið. Höfundur sem leitar að sannleikanum hefur verið dæmdur til dauða af klerkavaldi, sem dylur djúpstæðan ugg sinn með því að þykjast halda fast á sannleikanum. Eigi að síður hafa ajatollarnir gert bókmenntum mikinn greiða, greiða sem sannarlega nær ekki til Islamstrúar þeirra sjálfra; þeir hafa auvirt og afskræmt trú sína. En þeir hafa flutt flöktandi athygli heimsins að mætti orðsins, bókmennta og ímyndunar, með þeim hætti að heimspekileg hugsun þeirra hefur alls ekki séð það fyrir. Því að umburðarleysi ajatollanna varpar ekki aðeins ljósi á Salman Rushdie og það hvernig hann beitir ímynduninni í verkum sínum. Með því að láta þessa ímyndun vera svo hættulega, að höfuðmissir skuli liggja við, hafa strangtrúar- mennirnir komið fólki út um allt til að furða sig yfir því hvað það sé sem bók- menntir geti sagt og sé svona kröftugt, og svona hættulegt. I ummælum sem verðskulda frægð sína vel gerði Philip Roth einu sinni greinarmun á viðbrögðum við bókmenntum í austri og vestri. Hann sagði: í einræðisríkjum skiptir allt máli, og ekkert má; í frjálslyndum lýðræðisríkjum skiptir ekkert máli, og hvað sem er má. Bókin um djöfullega kveðskapinn hefur nú allt í einu ýtt „ekkert má“ umburðarleysisins alla leið fram á almannatorg skeytingarleysins. Allt í einu verður okkur öllum ljóst, að hvað sem er skiptir máli, hvort sem það „má“ eða ekki. Eg trúi því varla að til sé sá sæmilega greindur höfundur hvort heldur væri í Evrópu, Ameríkunum, Afríku, Asíu eða í Neðaná, að ekki standi ógn af þeim möguleikum sem herför ajatollanna gegn frelsi ímyndunarinnar hefur sett okk- ur fyrir sjónir á svo æsilegan hátt: Hvort þetta gæti ekki átt sér stað hérna? Ykkur er óhætt að leggja síðasta dollarann ykkar, pesó, franka eða pund að veði um það, að víst gæti það það. Italo Calvino var að segja það sama og Roth þegar hann skrifaði einu sinni að það vissi á illt þegar stjórnmálamenn gæfu bókmenntum fullmikinn gaum, aðallega vegna bókmenntanna. En hann bætti því við að það væri líka ills viti, þegar stjórnmálamenn vilja alls ekkert af bókmenntum vita. Það þýðir að sam- félagið er orðið hrætt við hvers kyns málbeitingu sem véfengir almennu sann- indin sem það hefur í heiðri um sjálft sig. Eg hef alltaf hugsað mér skáldsöguna (a.m.k. þær sem ég hef reynt að skrifa) sem krossgötur forlaga einstaklinga og samfélaga; báðar sem tilraun, hvort 138
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.