Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 28
lýtur að því, að seiðskrattar leituðu eitthvað afsíðis til að stunda iðju sína; sumir dvöld- ust lengi á fáfömum slóðum til þess að verða vísari, sátu úti. Heiður merkir líka hin bjarta og getur þannig vísað til gullsins. Hún magnar seið hvar sem hún kemur, og sá seiður er af hinu illa: æ var hún angan / illrar brúðar. Brúður merkir hér líklega kona, og ritari Konungsbókar sýnir athygl- isverðan rithátt milli lína: illrar þjóðar stendur þar. Heiður er angan hinna ill- gjömu, eftirlæti, því að með seið má koma illu til leiðar.14 Hvaðan komu þær Gullveig og Heiður, persónugervingar ágirndar og seiðs, til þess fallnar að sá fræjum illsku meðal guða og manna? Ekki er annað líklegra en jötnar hafi magnað þær til þess að koma goðum á kné (Gullveig) og sá illu meðal manna (Heiður). Hins vegar verður ekki annað ráðið af kvæðinu en afleiðingin verði sú, að æsir hefji stríð við vani, og er orsakasam- hengið harla óljóst, nema ráð sé gert fyrir því, að vanir séu jötnakyns og valdir að spillingunni. Heiður er persónugervingur seiðsins fremur en Gullveig afturgengin. Hún notar kunnáttu sína til ills, þess vegna er hún hættuleg þeirri heimsskipan, sem æsir hafa fest í sessi; þess vegna er hún eftirlæti illrar brúðar, vondra seiðkvenna. Ef hinn leshátt- urinn er valinn, þjóðar, er nærtækt að sjá jötnakyn bak við orðið. Hins vegar var hægt að nota seiðinn til góðs, en fremur var hann notaður til að koma illu áleiðis. Seiður varð hluti af trúnni og Óðinn meistari hans. Hins vegar var seiður litinn homauga, því að iðkun hans var með þeim hætti, að ekki var sæmandi nokkmm karlmanni vegna ergi og skrípiláta, sem honum tengdust. Gullþorsti og seiður em hvort tveggja þættir í fasi Freyju, eins og hún birtist í heimildum. Freyja er dóttir Njarðar og syst- ir Freys, þau em persónugervingar ár- gæzku, friðar og frjósemi. Þau eru vanir, og því verður helzt ráðið, að vanir hafi tengzt jötnum náið, jafnvel verið jötnakyns eins og raunar æsir. Freyr og Njörður sækja kvonfang til jötna, Freyr af girnd, Njörður óvart. I Lokasennu kemur fram, að Freyja hefur verið vergjöm og lagt lag sitt við æsi og álfa og í Þrymskviðu segir Freyja við Loka þegar hún er beðin að aka í Jötun- heima að sækja hamar Þórs: ,,Mig veiztu verða / vergjamasta, / ef eg ek með þér / í Jötunheima. “ ítarlegast er greint frá stríði ása og vana í Ynglinga sögu, en aðdragandi er ekki rak- inn þar fremur en í VÖluspá. Æsir hefja stríðið og það var ennfólkvíg /fyrst í heimi. Orrustan hefst með þeim táknræna hætti, að Óðinn kastar spjóti sínu að vönum. Það var enn fólkvíg... segir í vísunni. Áður höfðu goð reynt að drepa Gullveigu, það var hið fyrsta fólkvíg, orrnsta eða dráp. Samkvæmt Y nglinga sögu var stríðsgæfan hvorugum í vil, en vönum tókst að rjúfa virkisgarð ása og ryðjast inn á velli þeirra með vígspá, og verður að ætla, að þeir hafi framið seið. Um síðir var samið um frið. Samkvæmt Ynglinga sögu kemur Njörður sem gísl frá vönum með börn sín, Frey og Freyju, æsir láta Mími og Hæni af höndum í staðinn. I Eddu segir Snorri hins vegar, að goðin hafí skipt á Nirði og Hæni, síðan hafi Njörður kvænzt Skaði. „Njörður í Nóatúnum gat síðan tvö böm,“ segir Snorri í Eddu. Það eru þau Freyr og Freyja. Freyja og Óðinn em lík að nokkru leyti. Freyja á hálfan val móti Óðni. Óðinn er upp á kvenhöndina, Freyja er vergjörn; oft er Óðinn þó að geta böm til vamar ríkjandi 18 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.