Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 38
Ættartalan er sú skilningsgrind og sá frá- sagnarrammi sem höfundamir fella efnið í. Innan þeirra marka er æviþráður helstu þátttakenda í atburðum sagnanna rakinn í réttri tímaröð, hversu margar ættir og ætt- liði sem um er að ræða. Það er því unnt að gera ráð fyrir því, líkt og Gabrielle M. Spi- egel hefur gert varðandi franska miðalda sagnaritun, að ættartölur hafi verið tjáning- arform þeirra minninga sem samfélagið deildi. Þess vegna tengist þær sögulegri hugsun fólksins náið og hafi haft áhrif á samfélagsskilning sagnameistara þeirra sem varðveittu komandi kynslóðum lýs- ingu á mannfélaginu í frásögnum sínum (Spiegel 47). Hér á eftir er ætlunin að gera nokkra grein fyrir ættartölum í Sturlungu og færa rök að því að ættrakningar í samsteypunni beri vitni um þær breytingar sem voru að verða á valdakerfinu í íslensku þjóðfélagi á 12. og 13. öld. R. Howard Bloch hefur gerst máls- svari svokallaðrar bókmenntalegrar mann- fræði. Hann lítur svo á að það einkenni miðaldarit sérstaklega að þau bæði endur- spegli menningarumhverfi það sem þau eru sprottin úr og auðveldi þannig mannfræði- lega lýsingu á því og séu aðalfarvegur breytinga á samfélaginu sem þau fjalla um. Miðaldatextar hafi skapað almannavitund sem segja megi að hafi lifað á þeim rétt eins og samfélag lifi fyrir tilstuðlan tungumáls (Bloch 15-16). Sá sem þetta ritar hefur á öðrum vettvangi gagnrýnt fræðimenn fyrir að nota Sturlungu sem heimild án þess að gera sér fyrst grein fyrir frásagnarlögmál- um samtíðarsagna, efnisafmörkun þeirra, samsetningu, frásagnarhætti og stíl (Úlfar Bragason, 1986). Frásögnin er ekki bein eftirmynd atburðanna þótt hún látist vera það. Sögurnar eru ritverk sem lúta ákveðn- um reglum. En jafnframt því sem takmark- anir Sturlungu sem heimildar um einstaka atburði ættu að vera ljósar er víst að sam- steypan getur gefið innsýn í tíma sinn, ekki síst hugsunarhátt manna og aldarbrag. Höf- undar miðaldarita leituðust ekki við að vera frumlegir heldur heyjuðu sér efni bæði úr munnlegri geymd og af bókum. Þeir lifðu og hrærðust meðal áheyrenda sinna eða lesenda og textinn varð til í samspili við þá. Minnugir þessa geta menn lesið úr Sturl- ungu, rétt eins og öðrum fomritum, nokkuð haldgóðar upplýsingar um samfélagið sem hún spratt úr. Fræðimenn em sammála um að Sturl- unga sé sagnfræðilegt verk sem reist sé á tímatalsþekkingu höfundanna, ekki síst höfundar samsteypunnar. Atburðum sé rað- að í tímaröð, oft þannig að frásögnin verði sem lifandi eftirmynd raunvemleikans (Björn M. Ólsen 508; Jón Jóhannesson xii- xiii, xvii; Ólafía Einarsdóttir 253-275, 293-326). Hins vegar hafa Sturlunguhöf- undur og höfundar einstakra sagna í sam- steypunni verið gagnrýndir fyrir skort á heimildarýni. Þeir fylgi því sem aðrir segi þeim eða þeir hafa lesið á bók. Orsakasam- hengi vanti einatt í frásögnina, þar sé öllu hrúgað saman (Finnur Jónsson 721; Pétur Sigurðsson 5-11). Fræðimenn hafa einnig fjallað um ættarvitundina og ættarmetnað- inn í samsteypuritinu en varla að því marki sem rétt væri (Finnur Jónsson 723-724; Jón Jóhannesson xxi-xxii, xxv-xxvi). Enda eru ættrakningamar ekki aðeins viðauki heldur hluti af kjama verksins. Gabrielle M. Spi- egel hefur sagt um franskar miðaldakrönik- ur að á yfirborðinu virðist þær ruglings- legar, lauslega samsettar úr þáttum sem ekki sé sýnilegt orsakasamhengi á milli, en að baki búi hugmyndin um að hver atburður 28 TMM i 993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.