Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 51
Hero og Portrait, um aðra fyrirmynd er ekki kunnugt. í Portraiter hún nefnd „agn hinna föllnu engla“. James var enn að falli kominn. I Portrait segir um Stephen: „Hann var ekki fallinn ennþá, en hann átti eftir að falla hljóðlega að stuttri stund liðinni. Að falla ekki var alltof erfitt, alltof erfitt.“ Hann átti samt ekki effir að falla með Mary né öðrum þeim hispursmeyjum sem hann umgekkst. Einsog fyrri daginn féll hann með vændiskonu. Þegar hann lýsti atvikinu í Portrait flutti hann sviðið yfirí Melbournetröð, sennilega til að geta haft í sviðsmyndinni Tolkaána og „upplitað blátt helgískrín heilagrar guðsmóður sem stóð einsog fugl á staur“ og „ísúran fnykinn af rotnuðu káli . . . frá kálgörðunum . . . Hann brosti þegar honum varð hugsað til þess, að það væri þessi óreiða, óstjórnin og ringulreiðin á heimili föður hans og kyrrstaðan í gróðurmold- inni, sem átti að fara með sigur af hólmi í sál hans.“ Þessi reynsla skipti sköpum fyrir lífsferil hans. Hann féll ekki beinlínis frá trúnni, heldur fylgdist með hvernig hún „hvarf smámsaman niðrí sálarfylgsnin" þartil hann fann „fyrsta hljóðlausa viðskilnað síns eigin lífs við líf hinnar guðhræddu móður. Hann var þess albúinn að snúast til nýrrar trúar — trúar á dauðlega fegurð.“ Þessi sinnaskipti áttu sér stað sumarið 1898 þegar James var á vakki á Bolaey undan Clontarfströnd Dyflinnarflóa. Hann kom auga á stúlku sem var að vaða í flæðarmálinu og fýrir sjónum hans umhverfðist hún í líki einkennilegs og undrafagurs vaðfugls. En í rauninni var hún „engill dauð- legrar æsku og fegurðar, boðberi úr blómlegum görðum lífsins“, sendur „til að ljúka upp fýrir honum í andrá algleymis hliðum allrar villu og vegsemd- ar“. Þetta var hin örlagaþrungna andrá endurfæðingar og ummyndunar sem goðsögulegt hugarflug hans hafði séð fyrir. Einsog Stephen í Portrait fannst honum sál sín hafa risið uppúr gröf bernskunnar, og þegar kall lífsins hljómaði í sál hans, svaraði hann: „Já! Já! Já! Hann ætlaði að skapa stoltur úr frelsi og myndugleik sálarinnar ... eitthvað lifandi... óforgengilegt.“ Hann var nýr maður um haustið þegar hann lét skrá sig í University College í Dyflinni, kaþólska háskólann sem skipulagður hafði verið sam- kvæmt hugmyndum Newmans kardínála. James var ekki lengur auðsveipur og ástundunarsamur námsmaður. Jafnvel á síðasta ári sínu í Belvedere hafði hann skilað lélegri árangri á prófum og sótt tíma slælegar en áður. Hann hafði meiraðsegja gengið svo langt að skopstæla skólastjórann, séra Henry, þegar hann lék hlutverk skringilegs kennara í leikritinu Vice Versa eftir Anstey. I háskólanum var hann áhugalaus um fyrirlestra, mætti einatt of seint eða alls ekki. Hann tók uppá allskyns óknyttum og prakkaraskap, hætti að þvo sér og naut þess að vera grálúsugur. Þetta uppreisnarskeið náði hámarki vorið 1899 þegar hann neitaði að skrifa undir almenn mótmæli TMM 1994:1 41 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.