Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 115
við absúrdisma. Það sem einkennirbók- ina einna mest er ímyndunaraflið, fant- asían. Hér er á ferðinni skáld með mikla sköpunargáfú, mikið næmi á mannlegar tilfinningar og ekki spillir fyrir að víða glittir í auðuga kímnigáfu, þótt yrkis- efnin séu einatt grafalvarleg. Elísabet sýnir á sér margar hliðar í Galdrabók sinni, slær á strengi viðkvæmni og hjartahlýju eina stundina, en á strengi háðs og jafhvel kaldhæðni hina stund- ina. Þetta leiðir til þess að bókin er hvergi væmin og sögumaður heldur sig í hæfi- legri fjarlægð ffá lesanda m.a. með því að nota dæmisöguformið eða nota gömlu þjóðsagna- eða ævintýraform- úluna „Einu sinni var . . Samt sem áður dylst engum að skáldið gengur víða nærri sér eins og reyndar alfir listamenn sem gefa eitthvað af sjálfúm sér. Undir- titillinn Hjartasögur er því réttnefni og bókin hefst reyndar á tilvitnun í Litla prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry „ . . . maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“ Þessi orð eru lýsandi fyrir margar sögur í Galdrabók Ellu Stínu, persónurnar hlýða kalli hjartans þótt þær botni ekkert í sjálfúm sér. Gott dæmi er sagan „Saxófónleikarinn" sem segir frá stúlku er varð ástfangin af saxó- fónleikara vegna þess að: „Augu hans lýstu sturlaðri þrá og sorg og ást og það sást langar leiðir. Hann var með svört sólgleraugu af því hann lék frá hjart- anu.“ (bls. 11) Ást stúlkunnar leiðir til þess að hún stelur ljósmynd af saxófón- leikaranum á kaffihúsi „alveg út í bláinn og beint frá hjartanu“. Eitt af þeim stílbrögðum sem Elísabet beitir af listfengi er fjarstæðan. í mörg- um sögum eiga fjarstæðukenndir at- burðir sér stað eins og ekkert sé sjálfsagðara og eðlilegra enda fer vel á því í Galdrabók að töfrum sé beitt. Það er off erfitt að koma með einhlíta túlkun á sögum sem kenna má við „fúrðuraun- sæi“. Og etv. felst styrkur þeirra einmitt í margræðninni. „Stelpa sem faðmaði tré“ nefnist ein slík saga. Þar er sagt frá stelpu sem var alltaf að faðma tré en aldrei fólk. Hún sást í görðum á kvöldin þar sem hún lagði vangann að berki trjánna og bærði varirnar. En svo gerist það kvöld eitt að tré teygði „greinar sínar utan um stelpuna, það hefúr ekki tekist að losa hana þaðan enn og hún er á svipinn eins og hún hafi sigrað heiminn. Þetta tré stendur á horni Suðurgötu og Vonarstrætis og búið er að friða þetta tré.“ (bls. 10) Þessa sögu er hægt að túlka sem dæmisögu um firringu eða ein- trjáningshátt en einnig er hægt að líta jákvætt á þennan samruna stúlkunnar og trésins enda er hún á svipinn eins og hún hafi sigrað heiminn. Og ekki er laust við að mörg skáld megi öfunda stúlku- kornið því ekki ómerkari menn en Hannes Pétursson og Snorri Hjartarson hafa óskað sér þess í kvæði að verða tré og tengjast þannig náttúrunni órjúfan- legum böndum. Af öðrum toga er furðusagan „Stúlka sem eyðilagði sig“. Þar segir frá hrotta- legri sjálfstortímingu stúlku sem m.a. gekk í veg fyrir flugvélarhreyfil „og rúst- aði höfðinu . . . en samt gat hún ekki hætt að hugsa og það var eitthvað um fullkominn endi.“ (bls. 42) f þessari sögu sýnir skáldið að það á stríða tóna í hörpu sinni, að veruleikinn getur verið vægðarlaus og grimmur. En þjáningin getur einnig snúist upp í andstæðu sína og gott dæmi um slíkt er sagan „Kær- leiksfuglarnir“. Þar er áhrifum eldingar lýst á eftirfarandi hátt: Eldingu laust niður í höfuð hjartastelp- unnar og það klofnaði frá ennisrótum og aftur í hnakka að banakringlu. Og út flugu fuglar, þúsund milljón fuglar. Þetta voru kaerleiksfuglar og kærleiksfuglarnir flugu þöndum vængjum um stofuna, TMM 1994:1 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.