Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 101
GAMANBRÉF TIL GÓÐKUNNINGJA MÍNS margra afritara okkar fornu bóka, stílsnilld Snorra vex að sögn, því fjær sem dregur frá frumritinu í tíma. Þetta er vond kenning, segja aðrir, tungan á að vera fögur, vel ættuð, göfug og hrein. Helst fornleg og kryddlaus. Hún á að vera sem ósnortin jómffú. Engir útlendir orðaleppar skulu fá leyfi til að kássast upp á hana! Jómfrúin hafði nú reyndar misst meydóminn áður en henni var fleytt til landsins á haffæranda knörrum. Og hún er ekki aft urbatapíka, og verður það seint sem betur fer, því ekki er hægt að vera í senn kona frjósöm og skírlíf. öll erum við sammála um frjósemi tungunnar, maður lifandi! Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur tónlist og það sem henni heyrir, næstum ein mannlegra viðfangsefna, sloppið framhjá íslensku hrein- tungulögreglunni. Og það hefur, að því ég best veit, ekki skaðað íslenskt tónlistarlíf. Við syngjum sálma í moll og dúr, sungum þá meira að segja á grallara áður fyrr, í dag leikum við sónötur og rapsódíur á píanó og orgel, við förum á symfóníutónleika og hlustum á óbókonsert, föllum í væran blund í adasjókaflanum, hrökkvum upp þegar prestókaflinn brestur á, við spilum á harmóníku og dönsum menúett, masúrka, polka, vals og ræl þegar vel liggur á okkur, rokkum jafnvel, tjúttum eða tvistum, við reynum að blása laglínu á saxófón og klarínett, básúnu, fagott og trompet, sörgum á selló, glömrum á gítar eða förum einfaldlega í óperuna að hlusta á heimsfræga sópran- alt- tenór- fcassa-söngvara frekar en að hlusta á grammófóninnl Æ, kæri Ólafur, hverju værum við bættari, þótt hreintungulögreglan hefði gert öll þessi hljóðfæri upptæk í flæðarmálinu og skilað þeim aftur sem slaghörpu, blásturshörpu, knéfiðlu, tónbaulu (saxófónn), háviði (óbó), fágæti (fagott) eða strengleik (gítarfi?? Ég hef hvergi séð á prenti fræði þau og forskriftir sem hljóta að liggja til grundvallar nýyrðasmíði og tungulöggæslu, nema það sem áður er umrætt, að orð eigi ekki að vera illa œttuð, þá líklega ekki úr dönsku, ensku og þýsku. Og líklega engin sorablanda tveggja eða fleiri ættsmárra tungna. Sjálfur hef ég stundum verið að reyna að flokka nýyrði, einkum þau sem mér virðast afstyrmi. Og það eru þau nú reyndar flest. Þar hef ég einkum látið fjölda atkvæða og orðstofna stjórna flokkun, og reyndar líka gæðamati mínu. Hrúgur kalla ég að gamni mínu þrístofna nýyrði, eins og „hrein-tungu- stefna,“ hrauka kalla ég fjórstofna nýyrði, eins og „hrein-tungu-stefnu-mað- ur,“ og hröngl allt sem er umfram það, eins og „hrein-tungu-lög-reglu-stöð,“ sem sumir kalla svo. Þegar fjöldi orðstofna riðlar hver á öðrum eins og lamb- hrútar í haga og atkvæðafjöldi orðsins nálgast tug, þá þykir mér nefnilega miður. Og ég er alveg sammála gömlu, góðu kenningunni um að fækkun atkvæða frá frumgermönsku til nútímamáls sé eðlileg þróun tungumáls til einföldunar og aukinnar nákvæmni. Ég er meira að segja svo óforskammað- TMM 1997:3 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.