Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 23
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 23 DAGBÓK I N 24. nóvember bjarn­i út­ úr REi Sviptingarnar í kringum REi og Geysi Green Energy héldu áfram. Enn liggur ekki fyrir hvernig þessu máli verður lent af hálfu nýja meirihlutans í borg- arstjórn en þó er útséð um að REi og Geysir Green sameinast ekki. Hins vegar var sagt frá því þennan dag að náðst hefði samkomulag um að Orkuveitan keypti hluti Bjarna Ármanns- sonar, stjórnarformanns REi, og Jóns Diðriks Jónssonar, fjár- festis í REi. Orkuveitan kaupir hluti þeirra beggja á sama verði og þeir greiddu fyrir hlutina í september sl. - að viðbættum vöxtum. Bjarni lætur af störfum stjórnarformanns REi um ára- mótin. Bjarni sagði við fjölmiðla að hann væri í sjálfu sér sáttur við samkomulagið, þeir Jón Diðrik færu báðir fjárhagslega skaðlausir frá borði. Hann sagði að hann hefði verið beðinn um að koma að verkefninu og þá hefði verið lagt upp með að hugvitið frá Orkuveitunni og fjármagnið frá einkageiranum, Geysi Green, myndu sameinast og leggja upp í sameiginlega vegferð á erlendri grund. 24. nóvember Er Svan­dís vilhjálmur í dulargervi? Þetta er sú spurning sem ýmsir spurðu sig þennan dag þegar sagt var frá „vinnuskjali“ hins nýja meirihluta í borgarstjórn. Ætlar Svandís Svavarsdóttir að lenda málinu meira og minna á sömu nótum og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borg- arstjóri, lagði upp með það og felldi hann síðan sem borgar- stjóra? Þá voru Svandís og sam- herjar Vilhjálms í Sjálfstæð- isflokknum andvíg tillögum Vilhjálms um að sameina REi og Geysi Green undir heiti fyrr- nefnda fyrirtækisins. Svandís og nýi meirihlutinn hafa að vísu gefið það út að þau hafna samruna REi og Geysi Green. Í nýja „vinnuskjal- inu“, sem Morgunblaðið greindi frá, komu fram áhugaverðar upplýsingar um að í stað þess að sameina fyrirtækin muni samstarfið felast í því að REi kaupi stóran hlut í Geysi Green og að sá hlutur yrði aldrei hærri en 25% og ekki lægri en 15%. Og ekki nóg með það, REi myndi greiða fyrir hlut sinn í Geysi Green með hlut Orkuveit- unnar í Hitaveitu Suðurnesja. En mikill styr hefur staðið um það hvort Orkuveitan eigi að láta þennan hlut sinn af hendi til Geysis Green. Þar með ynnu fyrirtækin saman undir heitinu Geysir Green í stað REi áður. Hlutur Orkuveitunnar í Hitaveitu Suð- urnesja færi inn í Geysi Green. Fólk kemur og fer. En mannabreyting- arnar hjá Straumi að undanförnu hafa vakið talsverða athygli. Líklegast vegur þar þungt að tvær konur hafa hætt sem framkvæmdastjórar og að verið er að setja reynda útlenda bankamenn inn á völlinn í stað Íslendinganna. Konurnar tvær eru þær Margit Robertet, sem var framkvæmdastjóri lánasviðs, og Svanhildur Nanna Vig- fúsdóttir, sem var framkvæmdastjóri fjármálastýringar. Eftir að þær stöllur hættu eru engar konur í 9 manna fram- kvæmdastjórn bankans. Margit Robertet hefur hafið störf hjá Auði Capital sem yfir- maður fyrirtækjaráðgjafar. Andrew Bernhardt tók við starfi fram- kvæmdastjóra lánasviðs Straums í stað Margit Robertet. Andrew hafði gegnt starfi yfirmanns lánasviðs Straums í London frá því í október. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri á sviði skuld- settrar fjármögnunar hjá GE Commercial Finance frá árinu 2005. Þar áður starfaði hann í 27 ár hjá Barclays Bank, síðast sem yfirmaður á sviði skuldsettrar fjár- mögnunar í London. Stephen Jack, sem ráðinn var fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Straums í október, með aðsetur í London, bætti fjárstýringunni við sig og tók við fram- kvæmdastjórastarfi Svanhildar Nönnu. Á árunum 2004 til 2006 gegndi Stephen starfi framkvæmdastjóra fjár- málasviðs hjá Collins Stewart Tullett plc. Áður var hann framkvæmdastjóri fjár- málasviðs Tullett & Tokyo Liberty plc til þriggja ára og í tvö ár hjá iNG Barings. Þar áður gegndi hann ýmsum stjórn- unarstöðum á fjármálasviði Dresdner Kleinwort Benson í 13 ár. Haft var eftir William Fall, forstjóra Straums, að starfsemi Straums hefði breyst mikið á undanförnum tólf mán- uðum og samhæfð stjórnun fjármálasviða bankans væri lykillinn að því að auka hag hluthafa til lengri tíma litið. „Við erum staðráðin í því breikka hlut- hafahóp okkar til alþjóðlegra markaða og koma á föstu sambandi við greining- ardeildir alþjóðlegra verðbréfamiðlana. Stephen hefur þá reynslu og hæfni sem þarf til að ná þessum markmiðum,“ sagði William Fall. 16. nóvember maRGit oG Svan­HilduR n­an­n­a HættaR Hjá StRaumi Margit­ Robert­et­. Svanhildur Nanna Vigfúsdót­t­ir. Bjarni Ármannsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.