Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.10.2007, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 Hildur Árnadóttir, frkvstj. fjármála hjá Bakkavör: formaður frænkufélagsins Hildur Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Bakkavör Group hf., og Ásgeir eru systkinabörn. Hildur er fimm árum yngri en Ásgeir og segir hún hann ætíð hafa verið trausta stóra frændann sem hægt er að leita til ef eitthvað bjátar á, en í gegnum árin hafi samband þeirra þróast yfir í vináttu sem síðan hafi breiðst yfir til þeirra eigin fjölskyldna. „Það er alltaf gott að leita ráða hjá honum og ræða um lífið og tilveruna, hvort sem það tengist einkalífi eða starfi. Það hefur alla tíð verið mikill samgangur í fjölskyldunni og Ásgeir hefur þar sérstöku hlutverki að gegna sem formaður Frænkufélagsins. Það felur fyrst og fremst í sér að sjá til þess að systkinabörnin hittist reglulega auk þess sem hann er duglegur að halda ræður í afmælum og veislum fyrir okkar hönd. Það er mjög gott að hafa ábyrgan aðila til slíkra verka og sinnir hann formannsstarfinu með stakri prýði. Ásgeir er hress og skemmtilegur og það fer ekki fram hjá manni ef hann er á svæðinu. Eins er hann metnaðarfullur sem sést best á því hve langt hann hefur náði í starfi auk þess sem hann heldur áfram að sinna sínu aðaláhugamáli hestamennskunni af fullum krafti. Veigar Margeirsson, tónskáld: Tvö met í Kaliforníu „Ég er langyngstur í systkinahópnum, en Ásgeir er ellefu árum eldri en ég og man ég fyrst eftir honum sem kraftmiklum unglingi og stóra bróður,“ segir Veigar Margeirsson tónlistarmaður. „Ásgeir flutti að heiman þegar ég var sjö ára. Hann og Árni bróðir okkar heitinn voru saman í jeppamennsku og tóku mig oft með í ferðir víða um land. Ásgeir var einnig mjög duglegur að bjóða mér með sér á skíði um helgar og virtist hafa ótrúlega gaman af að stússast með litla bróður í hinu og þessu. Þótt ég hafi búið erlendis í 14 ár er samband okkar mjög náið. Hann heimsækir mig og mína fjölskyldu mjög oft og það vill svo heppilega til að hluti af vinnuferðum hans liggja til Los Angeles þar sem við búum. Við segjum oft í gamni að hann eigi tvö met heima hjá okkur í Kaliforníu; hann kemur oftast og stoppar styst! Einu sinni flaug hann t.d. til okkar í þrjá klukkutíma frá idaho bara til að borða með okkur kvöldverð. Það er sannarlega ekki ónýtt að eiga svona góðan stóra bróður! Við bræðurnir og fjölskyldur okkar gefum okkur líka góðan tíma til samverustunda þegar ég heimsæki Ísland ásamt fjölskyldu minni. n æ r m y n d a f á s g e i r i m a r g e i r s s y n i S A G T U M Á S G Ei R : áralangt samstarf við Kínverja verið merkileg reynsla, þeir hugsi ólíkt Íslendingum og meti forsendur fyrir ákvörðunum öðruvísi. Dálítinn tíma taki að átta sig á slíku, en með tímanum og auknum þroska verði það ljósara. einn í Geysi Nú í byrjun árs tók Ásgeir við starfi forstjóra Geysis Green Energy og segir það hafa verið viðbrigði að starfa skyndilega einn eftir að hafa verið næstráðandi í 600 manna fyrirtæki. Hann hafi þó verið í dyggu samstarfi við eigendur sem hafi stutt vel við bakið á sér og í dag séu starfsmennirnir orðnir átta. Starf sitt í fyrirtækinu sé mótunarstarf þar sem byrjað sé á upphafsreit að skilgreina fyrirtækið og markaðsstefnuna, setja markmið og keppast við að ná þeim. Markmiðunum hafi fyrirtækið náð að fylgja og sjái eigendur gríðarleg tækifæri í þessari starfsemi. Fjölskyldan Ásgeir er kvæntur Sveinbjörgu Einarsdóttur, hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, og búa hjónin í Setbergshverfinu í Hafnarfirði ásamt sonum sínum þremur, þeim Margeiri, sem er 21 árs og stundar nám í rekstrarverkfræði við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.