Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 74

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 74
LífsstíllBÍóFrÉttir Blóð mun renna Daniel Day Lewis hefur aðeins leikið í þremur kvikmyndum frá því hann lék í The Boxer, árið 1997, en þá lét hann þau orð falla að hann væri hættur að leika í kvikmyndum. Martin Scorsese gat breytt ákvörðun hans þegar hann fékk Day-Lewis til að leika í Gangs of New York (2002) og eiginkona hans, rebecca Miller (dóttir leikritaskáldsins Arthur Millers), gat fengið hann til að leika í The Ballad of Jack and Rose (2005), sem hún leikstýrði og skrifaði handritið. Þessum árangri hefur einnig náð sá ágæti leikstjóri Paul thomas Anderson (Boogie Nights, Magnolia), en Daniel Day- Lewis leikur aðalhlutverkið í There Will Be Blood, sem gerð er eftir skáldsögu Uptons Sinclair. There Will Be Blood gerist rétt eftir aldamótin 1900 og segir frá fjölskyldu þar sem græðgi, trú og olía ráða ferðinni. Áætlað er að frumsýna myndina hér á landi 18. janúar. Shanghai John Cusack átti að leika aðalhlutverkið í stórmyndinni Stopping Power, sem Jan De Bont (Speed, Twister) var fenginn til að leikstýra. Allt var klárt fyrir tökur og búið að ráða okkar fremsta kvikmyndatökumann, óttar Guðnason, þegar fjármagn var dregið til baka og hætt við allt saman, alla vega í einhverja mánuði. John Cusack er eftirsóttur leikari og þegar losnaði um hjá honum tók hann tilboði um að leika aðalhlutverkið í Shanghai, sem Mikael Hafstrom leikstýrir. En þeir gerðu saman 1408 eftir sögu Stephen Kings sem frumsýnd var fyrr á árinu og fékk góðar viðtökur. Shanghai er sakamálamynd og gerist, eins og nafnið segir til um, í Shanghai. tökur eru að hefjast og er mótleikkona Cusacks fremsta kvikmyndaleikkona Kínverja, Gong Li. Julia Roberts og Tom Hanks í hlutverkum sínum í Charlie Wilson’s War. Stríð Charlie Wilsons Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í efstu hæðum í Hollywood. Nýjasta dæmið um það er Lions For Lambs, þar sem robert redford, Meryl Streep og tom Cruise létu ljós sitt skína en náðu aldrei tökum á persónunum sem þau léku. Eins gæti farið fyrir Charlie Wilson’s War. Þar eru í aðalhlutverkum tom Hanks, Julia roberts og Philip Seymour Hoffman. Hún er ekki ólík Lions For Lambs sögulega séð. Fjallar um bandarískan þingmann sem aðstoðar Afgana í stríðinu við rússa og afleiðingar aðstoðarinnar. Leikstjóri er Mike Nichols, sem á marga sigra að baki og gerði síðast hina ágætu Closer (2004) er öllum hnútum kunnur og hefur alltaf verið leikstjóri leikaranna svo ekki er öll von úti. Áætlað er að frumsýna Charlie Wilson’s War hér á landi 25. janúar. 74 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 7 Margrét Sanders, framkvæmdstjóri hjá Deloitte, býr í reykjanesbæ og tekur keyrslan í og úr vinnu á virkum dögum um einn og hálfan tíma. Hún bendir á að ef reiknað er með 250 virkum dögum á ári – fyrir utan sumarfrísdaga – þá séu þetta um 330 klukkustundir á ári. „Á leið til vinnu fer ég yfir skipulag og verkefni dagsins og í lok dags fer ég yfir daginn og það sem er fram undan. Fjöldi góðra hugmynda hefur kviknað og mikilvægar lausnir orðið til í hjólförunum á reykjanesbrautinni, enda nægur tími og næði til þess að hugsa um ýmis mál. Bíllinn, sem Margrét dvelur svona mikið í, er grár, þriggja ára gamall Land Cruiser. ,,Þetta er frábær bíll. Þetta er kannski ímyndun í mér en mér finnst ég svo örugg í bílnum.“ Þá bendir hún á að fínt sé að vera í háum jeppanum þegar skafrenningur gerir vart við sig. Bíllinn kemur ekki bara að góðum notum til að aka í og úr vinnu. Gráa jeppann notar Margrét líka í frístundum og er gott að fara í honum í veiðiferðir og golf. Margrét fær bráðum nýjan bíl – annan Land Cruiser. Nýi bíllinn, sem hún á eftir að dvelja í á reykjanesbrautinni um 330 klukkustundir á ári, er hvítur og á stærri dekkjum. Margrét Sanders. „Fjöldi góðra hugmynda hefur kviknað og mikilvægar lausnir orðið til í hjólförunum á Reykjanesbrautinni, enda nægur tími og næði til þess að hugsa um ýmis mál.“ Bíllinn: Um 330 KlUKKUsTUndIR á áRI

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.