Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Ferill rammaáætl- unar nær ein 15 ár aft- ur í tímann. Fyr- irmyndin er norsk, hún heitir „Samlet plan for Vassdrag“ og er frá níunda áratugn- um. Þar sáu for- ustumenn bæði virkj- unarmanna og náttúruverndarmanna leið til sátta sem forð- að gæti þeim hat- römmu deilum sem verið höfðu víða og birtust hér í andstöðunni við virkjanir og stóriðju. Því miður hef- ur sáttin sú látið bíða eftir sér og er ekki komin enn. Sú tilfinning sem enn er almenn meðal andstæðinga virkjanaframkvæmda, að virkjanir eyðileggi náttúruna, hefur haft mik- ið að segja. Í rammaáætlun sjá þeir tækifæri til að stöðva virkj- unarsinnana. Hin pólitíska náttúruvernd er þó líklega áhrifaríkust. Vinstri grænir berjast gegn vatnsaflinu, það rímar við fortíðina hér á Íslandi, áliðn- aðurinn lifir á vatnsaflinu og þar sjá vinstri menn helstu tengingu Ís- lands við alheimskapítalismann. Þá mengaði áliðnaðurinn talsvert í upp- hafi síns ferils, en það var um næst síðustu aldamót. Núna, meira en 100 árum síðar hefur þetta komist í lag að mestu og áliðnaður mengar mjög lítið í dag. En víkjum aftur að Rammaáætl- un, verkefnisstjórnin skal raða virkjunarkostum í þrjá flokka, nýt- ingu, bið og verndun. Í verkefn- isstjórn Rammaáætlunar eru ýmsir faghópar, sá númer eitt hefur það hlutverk að meta verndargildi virkjunarkosta. Skemmst er frá því að segja, að hópurinn finnur vernd- argildi í hverjum einasta virkj- unarkosti, nokkuð óháð því hvernig landið er. Á eftir koma svo aðgerð- arsinnar sem láta eins og sá blettur sem virkja á hverju sinni sé sú verð- mætasta náttúruperla sem landið á. Þessi saga er búin að endurtaka sig í Blöndu og við Kárahnjúka og stendur nú yfir varðandi Neðri- Þjórsá. Þá er grátbroslegur farsi í gangi með Hagavatns- virkjun sem lýst er í Mbl. 12. þ.m. á bls. 12. Landgræðslumenn vilja stífla upp vatnið til að hefta sandfok, en vinstri grænn um- hverfisráðherra tafði málið eins og hann gat með stuðningi frá Rammáætlunarliðinu, sem ekki má heyra á það minnst að hægt sé að virkja í nátt- úruverndarskyni. Spyrja má hvort virkjunarand- úðin sé ekki réttlætanleg vegna þess hve vatnsvirkjanir valda mikl- um náttúruspjöllum, en það er af og frá. Ísland á nú sjö vatnsvirkjanir sem kallaðar eru stórvirkjanir þó í reynd séu þær smáar í sniðum á er- lendan mælikvarða. Í raun hafa engar af þessum virkjunum valdið alvarlegum náttúruspjöllum, friðunarsinnar hafa engin dæmi um slíkt til að færa fram í sínum mál- flutningi. Allt sem þeir geta tínt til er vatnsrof í bökkum hér og þar og breytt fiskgengd, en slíkt er alltaf að gerast hvort eð er. Aðal- umkvörtun friðunarsinna, sú að vatnsbotn lónanna sé svo verðmætt land að alls ekki megi færa það í kaf, heldur engan veginn. Þvert á móti, Ísland er fátækt af stöðuvötn- um og þau bæta mynd náttúrunnar fremur en hitt. Það er löngu ljóst að faghópur eitt hjá Rammaáætlun hefur alltof frjálsar hendur til að skilgreina verndargildi lands. Rammaáætlun er ætlað að hindra alvarleg nátt- úruspjöll af völdum virkjunar, henni var aldrei ætlað að láta fræðimenn raða vatnasvæðum í verndarflokk vegna einhverra eiginleika sem virkjun kemur ekki til með að skaða. Alvarlegast er þó, að í starfi þessa faghóps eru öll umhverfis- áhrif virkjunar talin ill og ekki horft til þess, að langflestar virkjanir hafi góð áhrif á náttúruna þegar á heild- ina er litið. Lónin stöðva aurburð og minnka vorflóð og draga þannig stórlega úr eyðingarmætti vatnsins, sem alla tíð hefur verið versti óvin- ur gróðurríkis á Íslandi. Til að sjá góðu áhrifin þurfa menn ekki annað en aka um Langadal og sjá hvernig áreyrarnar eru að gróa upp á fullri ferð eftir að Blanda var virkjuð. Áin sú er líka orðin mjög góð laxveiðiá eftir virkjun, og Jökulsá á Dal er á sömu leið. Ef allt er talið og á heild- ina litið, munu umhverfisáhrif vatnsaflsvirkjana Íslands vera já- kvæð, þó stök neikvæð atriði finnist. Eins og málin standa er það skilningur friðunarsinna að sú virkj- un sem einu sinni sé metin í vernd- arflokk sé komin í glatkistuna um aldur og ævi. Með því væri verið að pakka niður í friðunarkistuna þjóð- hagslegum verðmætum sem örugg- lega nema 3-4 milljörðum banda- ríkjadala, en þar vegur þyngst óvirkjað vatnsafl á Norður- og Austurlandi sem nemur örugglega 600 megavöttum. Þessi kistulagning vatnsorkunnar setti aukinn þrýsting á vinnslu raf- orku með jarðhita. Þar hefur ekki tekist til sem skyldi. Jarðhitasvæðin eru ekki að standa undir þeim vænt- ingum um vinnslugetu sem gerðar voru í upphafi. Á þessum vanda þarf að taka og vonandi finna jarð- hitamenn lausn á honum. Ef ekki, lenda þeir stóriðjusamningar sem gerðir voru um jarðhitarafmagn á vatnsorkukerfi sem enga virkj- unarkosti hefur, með alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir þjóðarbúið. Lagatæknilega séð er hægt að keyra virkjunarlög í gegn- um Alþingi hvað svo sem Ramma- áætlun segir og slíkt hefur verið gert í Noregi. En það er ekki hægt að „redda“ málum með því að byggja vatnsvirkjun í grænum hvelli. Það tekur 5-10 ár. Er Rammaáætlun að setja vatnsafl Íslands í glatkistuna? Eftir Jónas Elíasson »Eins og málin standa er það skilningur friðunarsinna að sú virkjun sem einu sinni sé metin í verndarflokk sé komin í glatkistuna um aldur og ævi. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520 bilajoa.is Samkvæmt ASÍ kostar stakt gjald í sund 573 krónur að meðaltali. Öll sveit- arfélögin hafa hækkað verð á stökum miða nema Árborg en þar kost- ar stakur miði ennþá 600 kr. Mér finnst þetta einfald- lega of há upphæð. Í gegnum tíðina hefur það verið til- tölulega ódýrt að dýfa sér í klórvatn en ekki lengur, hvers eiga t.d. barnmargar fjöl- skyldur að gjalda? Sundgarpur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Dýrt í sund Árbæjarlaug Sannir sundmenn láta ekki veturinn aftra sér frá sundinu. Hugleiðingar í til- efni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíu- félags, 2015. Heyr, Drottinn, ég hrópa hátt, ver mér náðugur og bænheyr mig. Ég minnist þess að þú sagðir: Leitið auglitis míns.“ Ég vil leita auglitis þíns, Drottinn. Hyl eigi auglit þitt fyrir mér ... (Sálm 27. 7-9) Hvítvoðungur í vöggu sinni skim- ar út í veröld sem hann þekkir ekki. Barnið er ekki lengur umlukið skjóli móðurlífsins. Hendur þess fálma stefnulaust og án öryggis. Það þráir nánd og yl og grípur til þeirrar einu tjáningar sem það hef- ur tök á. Það grætur. Yfir vöggunni birtist ásjóna, augu sem leita augna þess, bros sem mætir gráti þess, hendur sem mæta höndum þess. Og innan stundar er það aftur umlukið hlýju, nánd og elsku, við brjóst móðurinnar. Þetta gerist aftur og aftur og aftur. Og barnið lærir að þekkja þessi augu, þetta bros, þessar hendur, þennan yl. Og kallar eftir því þegar því er einhvers vant. Allt frá fyrsta degi lífs okkar er- um við umkringd andlitum. Leitum þeirra sem brosa við okkur. Lítum undan þeim sem okkur fellur ekki. Þegar við fórum að kynnast jafn- öldrum skimuðum við eftir andlitum sem okkur félli við, einhverjum sem svaraði tilliti okkar, við leituðum eftir viðmóti sem sagði okkur: Ég vil vera vinur þinn. Unglingurinn, sem er að vakna til vitundar um sjálfan sig og finna fyrir nýjum kenndum, tekur að skima með nýjum hætti eftir augum sem ekki líta undan þegar þau mæta augum hans eða hennar, skima eftir ásjónu sem brosir öðru- vísi en allar aðrar ásjónur. Leitin veldur eirðarleysi og jafnvel áhyggjum. Hvar eru augun sem ég leita, brosið sem ljómar við mér? Í hvunndeginum skimum við eftir andlitum í þeirri von að mæta brosi, vingjarnlegu tilliti, við- urkennandi augnaráði, hlýju, at- hygli, við viljum gjarnan vera séð, gjarnan skipta máli. Vinur mætir vini, það kemur glampi í augu, bros á vör. Vinir deila hugsunum, tilfinn- ingum, vonum og vonbrigðum. Nánd. Tveir, augliti til auglitis. Samfélag. Allt lífið erum við umkringd and- litum. Hvert þeirra segir sína sögu, sum eru döpur og áhyggjufull, önn- ur opin og brosandi, sum eru hörð og lokuð, önnur rist rúnum langrar ævi þar sem saman eru ofnir drætt- ir sorgar og vonbrigða og gleði og vonar. Og okkar eigin and- lit segja öðrum sitt- hvað um okkur, hver við erum, hvað við vilj- um og hvernig okkur líður. Stundum er tillit okkar vingjarnlegt, hlýtt, viðurkennandi, stundum ásakandi, hafnandi, dæmandi. Og stundum setjum við upp svip sem við notum sem grímu til að fela það sem enginn má sjá. Sakkeus tollheimtumaður skim- aði einmana og útskúfaður eftir vingjarnlegri ásjónu, augum sem vildu horfa í hans. Jesús kom þar að, augu hans mættu augum Sak- keusar og Jesús sagði: „Sakkeus, flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.“ (Lúk. 19.1-10.) Augu Jesú leituðu þeirra sem enginn vildi sjá. … Ég minnist þess að þú sagðir: „Leitið auglitis míns.“ Ég vil leita auglitis þíns, Drott- inn. Hyl eigi auglit þitt fyrir mér … Leit mín að Guði. Eirðarlaus leit að augum hans í þeirri von að þar geti ég lesið elsku og boð um nánd, fyrirgefningu, viðurkenningu. Leit að tilliti Guðs sem lýsir yfir mig svo ég viti að ég er tekinn gildur, sé elskaður, svo ég geti eignast frið. „Hyl eigi auglit þitt fyrir mér,“ hrópa ég með þeirri tjáningu einni sem ég kann. Ásjóna Guðs leitar ásjónu minnar áreitnislaust. Ásjóna Guðs bíður í þolinmæði eftir því að ég líti upp. Hallgrímur Pétursson bað: Ó, Jesú, að mér snú ásjónu þinni. Sjá þú mig særðan nú á sálu minni. Oft lít ég upp til þín augum grátandi, líttu því ljúft til mín að leysist vandi. Það er ekki tilviljun að þau ritn- ingarorð, sem hvað oftast eru höfð yfir þegar kristnir menn koma saman til guðsþjónustuhalds og af ólíkum tilefnum gleði og sorgar, eru hin Drottinlega blessun. Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur, Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið. (4. Mós. 6,25.) Auglit Eftir Sigurð Pálsson » Allt frá fyrsta degi lífs okkar erum við umkringd andlitum. Leitum þeirra sem brosa við okkur. Sigurður Pálsson Höfundur er fv. sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.