Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 ✝ Sigríður Svein-björnsdóttir fæddist á Álftá, Hraunhreppi, Mýrasýslu 10.10. 1915. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 28.1. 2015. Foreldrar henn- ar voru Sveinbjörn Sveinsson bóndi á Laxárbakka, Mikla- holtshreppi, Hnapp., f. 16.12. 1891, d. 17.6. 1916, og kona hans María Guð- mundsdóttir, f. 25.3. 1890, d. 9.5. 1987. Fimm ára gömul fór Sig- ríður ásamt móður sinni að Lækjarbug á Mýrum, þar sem María gerðist bústýra hjá Guð- jóni Öfjörð Þórarinssyni bónda þar, f. 17.9. 1890, d. 30.1. 1980. Uppeldissystkini Sigríðar, börn Guðjóns, voru: Valtýr, f. 8.5. 1910, d. 25.5. 1998, Guðrún, f. 13.12. 1913, d. 29.5. 2000, og Guðríður Gyða, f. 8.10. 1916, d. 23.9. 2014. Hinn 5.10. 1946 giftist Sigríð- ur Eiríki Magnússyni, f. 6.1. 1921, d. 5.8. 2006. Foreldrar hans voru Magnús Matthíasson, f. 3.4. 1888, d. 7.10. 1963, og Ingi- björg Lilja Ólafsdóttir, f. 24.4. jónsson, f. 24.12. 1971. Sonur þeirra er Steingrímur Geir, f. 20.3. 2008. Dóttir Steingríms og fyrrverandi sambýliskonu hans, Önnu Dagnýjar Halldórsdóttur, f. 22.12. 1959, er c) María Ellen, f. 16.10. 1995. 3) Stúlka, f. 20.2. 1953, d. 20.2. 1953. Sigríður ólst upp í Lækjarbug. Eftir tveggja vetra nám við hér- aðsskólann í Reykholti hélt hún utan til Kaupmannahafnar 1935. Þar var hún fyrst í vist á nokkr- um stöðum, en 1939 fór hún í Testrup-lýðháskólann á Jótlandi og hóf síðan hjúkrunarnám við Bispebjerg-sjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn í árslok 1939. Hún lauk hjúkrunarprófi 1943 en hélt áfram námi og lærði skurðstofu- hjúkrun. Sigríður dvaldi öll ár seinni heimsstyrjaldarinnar í hernumdri Danmörku og kynnt- ist hörmungum stríðsins af eigin raun í starfi sínu. Heim til Ís- lands kom Sigríður með Lag- arfossi í september 1945 eftir 10 ára útivist. Fyrstu árin vann hún með hléum á Hvítabandinu, en 1968 réðst hún í fullt starf á Borgarspítalanum þar sem hún starfaði á deild A-3 fram í árs- byrjun 1994 er hún lét af störfum 78 ára gömul. Sigríður og Eirík- ur fluttu 1954 í hús sem þau byggðu í Skeiðarvogi 159 og þar bjó Sigríður til 2010 er hún flutti á Hjúkrunarheimilið Eir. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 9. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 1889, d. 30.6. 1933. Sigríður og Eiríkur skildu. Börn þeirra eru: 1) Lilja, f. 18.3. 1947. Hennar mað- ur er Bragi Líndal Ólafsson, f. 11.2. 1945. Þeirra synir eru: a) Birkir Þór, f. 10.2. 1972, kvæntur Jónínu Þórunni Er- lendsdóttur, f. 22.4. 1968. Þeirra börn eru Svanborg Lilja, f. 12.9. 2005, Hákon Bragi, f. 26.4. 2007, og Ásgerður Þóra, f. 27.8. 2009. b) Reynir Freyr, f. 17.9. 1978, kvæntur Elvu Rakel Jónsdóttur, f. 27.9. 1979. Þeirra börn eru Freydís Edda, f. 14.3. 2005, og Heimir Snorri, f. 7.1. 2009. 2) Steingrímur Sveinbjörn, f. 8.2. 1951. Hann var kvæntur Bjarn- heiði Magnúsdóttur, f. 31.1. 1951. Þau skildu. Þeirra dætur eru: a) Harpa Sigríður, f. 4.12. 1979. Hennar sambýlismaður er Ólafur Karel Jónsson, f. 1.8. 1963. Synir Hörpu og Ingvars J. Snæbjörnssonar, f. 16.7. 1975, eru Arnar Óli, f. 6.6. 2005, og Steinar Ingi, f. 8.4. 2008. b) Helga Ína, f. 15.6. 1983. Sam- býlismaður hennar er Geir Guð- Langri og farsælli ævi Siggu tengdamóður minnar er lokið. Margar hugsanir vakna þegar maður kveður konu sem hefur ver- ið sjálfsagður hluti af daglegu lífi manns í 45 ár. Árið 1935 tekur sveitastelpa af Mýrunum þá ör- lagaríku ákvörðun að halda út í heim. Eftir nám í héraðsskóla fer hún til Kaupmannahafnar til að vera í vist. Í upphafi ætlaði hún að vera tvö ár, en að þeim loknum seg- ir hún í bréfi til móður sinnar að sig langi svo til að einhver árangur verði af þessari ferð sinni. Hún fer í lýðháskóla og hóf síðan hjúkrunar- nám. Þar með var grunnurinn að ævistarfi hennar lagður. Hún lauk hjúkrunarprófi 1943 og lærði síðan skurðstofuhjúkrun. Á þessum ár- um var Danmörk hersetin af Þjóð- verjum. Á Bispebjerg-spítalanum var hún í návígi við hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Þar unnu margir úr fremstu víglínu dönsku andspyrnuhreyfingarinn- ar. Sært fólk var meðhöndlað og falið á spítalanum og einnig ofsóttir gyðingar þar til hægt var að koma þeim úr landi. Þetta markaði hana fyrir lífstíð. En þessi ár höfðu líka sínar björtu hliðar. Hún kynnist mannsefninu sínu og þau áttu sitt tilhugalíf í skugga stríðsins. Það voru mikil umskipti að koma heim frá stríðshrjáðri Danmörku til Ís- lands. Þau hjónin byrjuðu með tvær hendur tómar, en með vinnu- semi og sparnaði tókst þeim að koma undir sig fótunum. Þau byggðu hús og fluttu inn 1954 ásamt börnunum tveimur. Sigga vann á Hvítabandinu með hléum meðan það var starfrækt. Hún hóf störf á Borgarspítalanum við opn- un hans 1968 og vann þar samfleytt í 26 ár til 78 ára aldurs. Það hlýtur að vera einsdæmi að svo öldruð kona haldi fullri starfsorku til að vinna á jafn krefjandi deild og A-3 var, þar sem illa slasað fólk var oft meðal sjúklinga. Fyrir Siggu voru sjúklingarnir alltaf í fyrirrúmi, um- burðarlyndi og umhyggja fyrir þeim voru hennar leiðarljós í starfi. Ennþá muna margir sjúklingar og starfsfólk eftir Siggu, ekki kannski með nafni en eftir hjúkkunni með kappann. Hún fékk kappann, auð- kenni hjúkrunarkvenna, 1940 og bar hann ætíð við störf í 54 ár. Sigga var einstaklega eljusöm kona. Hún var greiðvikin og þeir voru ófáir sem leituðu til hennar til að fá sprautur, skipt á sárum eða bara aðra hjálp ef á bjátaði. Þetta fólk og margir sjúklinga hennar urðu vinir hennar til æviloka. Sigga var glæsileg kona, kvik í hreyfing- um, glaðlynd og ákveðin og lét fátt aftra sér. Hún var orðvör og talaði lítið um fólk. Henni tókst að skilja á milli starfs og heimilislífs. Sigga lifði fyrir fjölskyldu sína, börnin og barnabörnin og hún fylgdist með barnabarnabörnunum þegar þau fóru að fæðast þó hún væri orðin háöldruð. Við hjónin eigum henni mikið að þakka. Þegar við vorum að byrja búskap var hún alltaf til staðar og seinna er við byggðum hús eins og margir Íslendingar þá bjuggum við hjá henni í Skeiðar- voginum í tvö ár. Þá bjuggu undir sama þaki fjórar kynslóðir því María móðir Siggu bjó hjá henni síðustu æviárin. Við kveðjum Sigríði Svein- björnsdóttur með trega og söknuði. Hún mun lifa áfram í hjörtum okk- ar. Blessuð sé minning hennar. Bragi Líndal Ólafsson. Það var sólríkur vetrardagur þegar Sigríður Sveinbjörnsdóttir, eða amma Sigga eins og hún var alltaf kölluð, kvaddi þennan heim rúmlega 99 ára gömul. Þegar ég kynntist Steingrími syni hennar tók þessi mæta kona mér og mín- um eldri dætrum, þeim Elínu og Elsu, af alúð og umhyggju sem henni var svo eðlislæg. Sigríður var skarpgreind, hörkudugleg, fjölhæf og raungóð, en umfram allt ein- staklega umhyggjusöm mann- eskja. Hún fór ekki varhluta af sorg í lífinu, en aldrei heyrði maður hana kvarta og aldrei bar hún harm sinn á torg. Einhvern veginn var eins og allt sem erfitt var væri til að yfirstíga og sigra. Sigríður var ótrúlega ern og atorkusöm langt fram eftir aldri og stóð sína síðustu vakt á Borgarspítalanum 78 ára gömul. Hún var áttræð þegar hún María mín, yngsta barnabarnið hennar, fæddist en aldrei kom ann- að til greina en að passa hana þeg- ar á þurfti að halda. Ófáir voru þeir dagarnir sem hún bjargaði málum, starfsdagar í leikskóla og skóla, kennaraverkfall og fleira. Alltaf var amma Sigga boðin og búin að að- stoða. Og þvílíkar gæðastundir sem þær tvær áttu saman. Geymd- ar eru dýrmætar minningar um ömmu sem breiddi yfir hana teppi í sófanum, hitaði fyrir hana klein- urnar og las fyrir hana. Þá var al- veg sama á hvaða sviði María þurfti aðstoð, að lesa nótur, læra stærð- fræði, prjóna eða annað, aldrei kom hún að tómum kofunum hjá ömmu Siggu. María var ekki há í loftinu þegar hún sagðist ætla að verða kona eins og amma Sigga þegar hún yrði stór. Og hvernig kona er það, spurði ég. Það er kona sem kann allt og er svo góð. Ekki má gleyma öllu dótinu sem amma Sigga átti, fötum og hlutum frá því að hún sjálf var barn og leikföngum frá því að Lilja og Steingrímur voru börn. Allt voru þetta hlutir sem mátti skoða, heyra sögur um og leika sér að, en var jafnframt kennt að fara vel með. Sigríður fylgdist alltaf vel með þjóðfélagsumræðunni og hafði skoðanir á mönnum og málefnum, enda búin að upplifa og heyra meira en flestir á sinni löngu ævi. Hugur og hönd voru alltaf að og það tók á þegar hún hætti að geta unnið ýmis verk. Hún taldi það leti þegar hún komst ekki til að hirða garðinn sjálf, þá fast að níræðu. Við áttum margar góðar stundir þar sem við ræddum lífið og tilveruna, sumar stundir erfiðari en aðrar, en alltaf skein skynsemin og um- hyggjan í gegnum hennar orð. Ég hef verið svo lánsöm að fá að hafa þessa merku og yndislegu konu í lífi mínu í tæpan aldarfjórð- ung en nú er komið að leiðarlokum. Ég kveð ömmu Siggu með söknuði en minning hennar mun fylgja mér og mínum um ókomna tíð. Hvíldu í friði, kæra vinkona, og hafðu þakkir fyrir allt. Anna Dagný Halldórsdóttir. Elsku amma Sigga. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær stund- ir sem við áttum saman. Þú varst mér svo góð og vildir allt fyrir mig gera og þú sannarlega vildir öllum þínum vel. Við áttum svo margar góðar stundir saman í Skeiðarvoginum. Sólríkir dagar í garðinum þínum eru mér minnisstæðir, en þar var alveg einstök veðursæld undir svöl- unum í góðu veðri. Þar sátum við á ullarteppum í grasinu og þess á milli unnum við í garðinum. Garð- urinn þinn var alltaf svo fallegur enda unnir þú honum og hefur án efa sá metnaður sem þú lagðir í hann skilað sér. Dýrmætar voru stundirnar sem við áttum saman þegar ég kom til þín eftir skóla og var fram eftir degi. Þú hjálpaðir mér með lærdóminn, kenndir mér ljóð og last mikið fyrir mig. Þú kenndir mér einnig að tefla og tók- um við ósjaldan skákir sem ég var óvenju góð í fyrstu skiptin og síðar átti eftir að koma í ljós að þú leyfðir mér nefnilega stundum að vinna. Á þessum árum eyddum við miklum tíma saman og náðum að kynnast vel sem ég er þakklát fyrir í dag. Það var mjög svo fróðlegt að heyra þig segja frá reynslu og upplifun af dvöl þinni í Danmörku, sem voru heil 9 ár, þar sem þú lærðir hjúkr- un og starfaðir. Þá varst þú mjög ung og þú greindir mér frá svo ótal mörgu, bæði reynslu þinni og við- burðum, enda frá mörgu að segja- .Til þín amma mín var alltaf gott að koma. Þú varst alltaf búin að leggja á borð þegar þú vissir að von væri á mér. Það var alltaf gott að borða hjá þér, þú gerðir svo góðan mat en þar stóð hakkabuffið þitt uppúr. Á tilefnisdögum bakaðir þú svo oft rjómapönnukökur en þær voru einnig í miklu uppáhaldi. Elsku amma Sigga, minning þín lifir sterkt í mér og hugsa ég mikið til þín og ég vona að þú haldir áfram að líta eftir okkur og passa upp á þína eins og þú alltaf gerðir. Mig langar að kveðja þig að lok- um með bæn sem þú kenndir mér og þér var svo hugleikin. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guð geymi þig, amma mín. Þín Helga Ína. Í dag kveðjum við elsku Siggu ömmu mína. Ég hef alltaf verið ótrúlega stolt af því að eiga hana fyrir ömmu og duglegri konu var erfitt að finna. Ég man eftir að mér þótti skrítið að amma var alltaf í buxum en ekki kjól eins og hinar ömmurnar en sá fljótt að það gekk ekki að vera í kjól í þeim verkefnum sem hún tók sér fyrir hendur. Amma var alltaf svo ótrúlega góð og þolinmóð við okkur krakk- ana og passaði mikið uppá það að við fengjum nú nóg að borða þegar við vorum hjá henni. Það komust alltaf allir að við eldhúsborðið í Skeiðarvoginum og hún settist ekki sjálf heldur snerist í kringum okk- ur og passaði að allir fengju nóg af öllu. Alltaf var til ís og ekki þótti manni það leiðinlegt að fá ís svona oft. Tíðar voru ferðirnar út á róló með okkur krakkana og amma passaði þá að vera búin að smyrja nesti til að hafa með okkur, alltaf „ömmusiggubrauð“ með smjöri og búið að skera skorpuna af fyrir mig. Það var alltaf mikið sport að hjálpa til í stóra fallega garðinum hennar og tína sér blóm í vönd og fara með heim í lok dags. Amma var 78 ára þegar hún lét af störfum á Borgarspítalanum sökum aldurs en hefði getað unnið mun lengur, svo hress var hún. Það var sko ekki setið auðum höndum á spítalanum þegar minna var að gera heldur fór mín í það að klippa neglurnar á sjúklingunum og spjalla við þá um lífið og tilveruna. Amma var alltaf að. Þegar hún var 90 ára tók hún nokkra sauma úr mér og þótti ekki mikið mál. Amma prjónaði mikið og saum- aði og á ég ófá verk eftir hana sem eru óaðfinnanleg, vandvirknin var alltaf svo mikil. Allir í fjölskyldunni fengu dúnsængur frá ömmu og saumuð ver af henni. Mér fannst amma aldrei vera gömul, hún var alltaf svo hress og virtist geta allt. Það þótti ekki mik- ið að hlaupa niður í Bónus, bank- ann eða Holtagarða og ef það var of langt þá var tekinn strætó. Amma var að verða 90 ára þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt og ég hefði auðveldlega getað beðið hana um að passa fyrir mig. Ég var skírð í höfuðið á henni og hef fengið í gegnum tíðina frá henni ýmislegt sem er merkt nafninu okkar og mun ég varðveita það vel. Fjölskyldan átti alltaf allan hug ömmu og hugsun hennar snerist um að allir hefðu það sem best. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt og við sjáumst seinna. Ég mun aldrei gleyma þér og kveð þig að lokum með miklum söknuði með ljóði eftir Guðrúnu frá Brautar- holti. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim. Við skynjum fátt en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó. Að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (G. Jóh.) Þín nafna, Harpa Sigríður. Í dag kveð ég bestu og yndisleg- ustu konu sem ég hef komist í kynni við, hana elsku ömmu mína. Ég tel mig svo lánsama að hafa haft hana í lífi mínu í rúm 19 ár en það er alls ekki sjálfsagt þar sem hún varð 80 ára í sömu viku og ég fædd- ist. Amma var stórbrotin kona og þegar hugsa til baka og lít á minn- ingarnar sem ég á um hana get ég ekki komist hjá því að fella nokkur tár. Það sem hún gat lesið fyrir mig bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna oft í röð og varð aldrei þreytt. Hún hlustaði á mig glamra á píanóið heillengi og var alltaf tilbúin með nýbakaðar pönnukökur og grjónagraut, sama hversu snemma á morgnana ég kom til hennar. Þegar ég var yngri virtist vera sem það væri ekkert sem amma gæti ekki gert. Hún gat hjálpað mér með bókstaflega allt, alveg sama hvað það var. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og vera hjá henni – ömmuhlutverkið átti svo vel við hana og hún naut sín vel í því starfi. Í mars síðastliðnum var mér falið það verkefni í íslens- kuáfanga í skólanum að taka viðtal við manneskju sem var fædd fyrir miðja síðustu öld og valdi ég hana ömmu. Þetta viðtal leiddi til þess að við amma fórum yfir uppeldið hennar og ævi og var það ekkert lítið sem hægt var að segja frá. Merkilegast þótti mér samt þegar hún sagði mér sögur frá dvöl sinni í Danmörku á stríðsárunum. Jafn- framt gladdi það mig sérstaklega að heyra söguna frá því hvernig hún og afi kynntust á þessum tím- um. Það að hafa tekið þetta viðtal hefur glatt mig mikið síðustu daga eftir að hún fór þar sem ég er svo ánægð með að hafa valið mér hana og náð að taka viðtalið á meðan hún var enn við góða andlega heilsu. Vinnslan úr því var mikil gæða- stund og eyddi ég dágóðum tíma í að setja það saman. Mér fannst ég hafa kynnst ömmu svo mikið meira við þetta. Nú í haust liggur vonandi leið mín til Danmerkur líkt og amma mín eftir menntaskólann. Mér þykir örlítið eins og ég sé að fara á þínar slóðir líkt og hinnar ömmu minnar sem var ættuð frá Danmörku, mér finnst eins og allar mínar rætur liggi þangað. Elsku amma mín, mikið sem það er mér erfitt að kveðja þig. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur verið mér og gefið mér og er það mér ómetanlegt að hafa getað kvatt þig og verið hjá þér síðustu stundir þínar. Sofðu rótt, elsku fal- legasti engillinn minn á himnum. Það verður vel tekið á móti þér, ég veit það. María Ellen Steingrímsdóttir. Amma Sigga er látin, nálægt tí- ræðisaldri. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta sam- vista við hana svo lengi. Minningar rifjast upp hver á fætur annarri og undirstrika hversu einstök amma hún var, sjálfur man ég vart eftir tilverunni án hennar. Við amma fundum upp á ýmsu saman, enda var ég lengi heimagangur hjá henni. Skemmtilegust er sennilega sagan þegar ég plataði hana, smá- pollinn, til að fara með mig á Tommaborgara. Við tókum strætó og náðum aftur heim á skiptimið- anum, þess má geta að amma var ekki mikið fyrir skyndibita. Saman minntumst við oft þessarar ferðar og höfðum gaman af. Það var nefni- lega þannig að það var fátt sem stoppaði ömmu þegar hún tók sig til. Henni var umhugað um að mað- ur kynntist rótum sínum og tæki ekki öllu sem gefnu. Hún hvatti mann líka ötullega við nám og störf og var alltaf til staðar sama hvað á bjátaði. Ég minnist dvalar okkar í sveitinni ásamt heimsóknum á Al- þingi og söfn. Eftir á að hyggja hafði svo margt af því sem við gerð- um saman meira gildi en bara að hafa ofan af fyrir mér. Amma var fyrirmynd, hún hafði lært hjúkrun og sinnti því starfi sínu af lífi og sál þannig að maður fylltist stolti. Það er því með þakklæti í hjarta, fyrir allt sem hún gerði fyrir mig, sem ég kveð ömmu Siggu í hinsta sinn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þinn Reynir. Það er erfitt að kveðja í síðasta sinn, en óumflýjanlegt víst, og sá dagur er upp runninn þar sem ég fylgi ömmu Siggu síðasta spölinn. Alla mína tíð hefur hún verið til staðar, fastur punktur í tilverunni, og fjöldi góðra minninga kemur í hugann þegar ég reyni að koma þessum orðum á blað. Ég á henni svo ótalmargt að þakka. Amma var af þeirri kynslóð Íslendinga sem hefur sennilega upplifað mestar samfélagsbreytingar á sinni ævi. Hún var uppalin í sveit, í Lækjar- bug á Mýrum, og sá staður var henni ævinlega hjartfólginn. Henni varð tíðrætt um sveitina sína og horfna búskaparhætti, og umhug- að um að sú þekking gleymdist ekki. Uppi á vegg hjá henni á Eir var gömul ljósmynd af hestalest, sem á var verið að reiða heim hey. Hún ræddi þessa mynd oft og að bráðum myndi ekki nokkur maður lengur hvað klyfberi og klakkur væru. Ung fór amma utan til Dan- merkur að vinna. Það hafa örugg- lega verið mikil umskipti fyrir sveitastúlku á Íslandi að koma í það umhverfi. Árin í Danmörku urðu tíu, og fyrir tilstuðlan góðs fólks komst hún í hjúkrunarnám og út- skrifaðist sem skurðhjúkrunar- fræðingur. Ég hygg að amma hafi alveg lent á réttri hillu þegar hún fór í hjúkrunarfræðina því þar fengu að njóta sín hennar eðlislægu eiginleikar, dugnaðurinn, ósér- hlífnin, hlýjan og náungakærleik- urinn. Í Danmörku kynntist amma líka afa mínum, Eiríki, sem var að læra rafvélavirkjun. Skömmu eftir að hjúkrunarnámið hófst byrjaði síðari heimsstyrjöldin og Danmörk var hernumin. Amma og afi urðu innlyksa. Í gegnum störf sín á Bispebjerg-sjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn varð amma vitni að skelfilegum afleiðingum þess her- náms og andspyrnu Dana gegn því. Stríðinu lauk og amma og afi flutt- ust heim og stofnuðu fjölskyldu. Þótt stríðsárin hafi verið erfið hugsuðu þau ætíð hlýlega til Dan- merkur, höfðu landið í hávegum og áttu þar góða vini. Hér heima byggðu þau sér hús á horni Skeiðarvogs og Njörvasunds og þar bjó amma alla tíð. Það var þá nýtt hverfi og fjölmargar barnafjöl- skyldur, við þær varð vinskapur sem hélst kynslóð eftir kynslóð. Frá því ég var barn hefur Skeið- arvogurinn verið eins og annað heimili fyrir mér. Raunar var það heimili mitt þegar foreldrar mínir voru að byggja, því þá bjuggum við þar ásamt ömmu og langömmu Maríu, fjórar kynslóðir undir sama þaki. Ég sótti alla tíð í að vera í Skeiðarvoginum hjá ömmu; þar var gott að vera. Þegar ég var í Tónlistarskólanum í Reykjavík fór ég stundum heim í Skeiðarvoginn að æfa mig, síðan sátum við amma og spjölluðum um heima og geima yfir kaffibolla. Amma vann á Borg- arspítalanum allt frá stofnun hans, lengst af á deild A3. Mér þótti gam- an að koma þangað í heimsókn sem krakki, og var svolítið montinn af ömmu þar sem hún fór um með kappann á höfðinu, hann hætti hún aldrei að nota meðan hún vann. Ég mun sakna ömmu ætíð og hygg að hennar minningu verði best haldið á lofti með að tileinka sér hennar eiginleika, að vera ósérhlífinn og duglegur og láta samskipti við aðra einkennast af hlýju og náungakær- leik. Blessuð sé minning ömmu. Birkir Þór Bragason. Sigríður Sveinbjörnsdóttir  Fleiri minningargreinar um SigríðiSveinbjörns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.