Morgunblaðið - 09.02.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.02.2015, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið/Golli Egill Ólafsson hafði yfirgripsmikla þekkingu á íslenskum stjórnmálum. Þegar Ögmundur Jónasson sagði af sér sem ráðherra haustið 2009 var Egill mættur, ásamt öðrum fjölmiðla- mönnum, á tröppur stjórnarráðsins til að fá viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráð- herra. Egill var skarpur fréttaskýrandi og eftir hann liggja margar ítarlegar fréttaskýringar um pólitískt landslag á Íslandi. Egil má sjá á myndinni lengst til vinstri. Við stjórnarráðið unum. Hann var því í okkar huga mikilvægur og ómiss- andi hlekkur í teyminu. Svo kom þar að Egill bað um tímabundið leyfi frá störf- um til að skrifa sögu Borg- arness. Við gátum ekki annað en samglaðst honum með það verkefni enda augljóst að hann hafði ástríðu fyrir því, líkt og blaðamennskunni. Hann hélt þó tengslunum með því að vinna á mbl.is eina helgi í mánuði. Skrifin við sögu Borgarness gengu vel og við létum okkur dreyma um að við fengjum hann kannski fyrr til baka en til stóð. Egill var einstaklega góður samstarfsfélagi og traustur vinur. Teymið á mbl.is verður aldrei samt. Enginn fyllir skarð Egils Ólafssonar. F.h. samstarfsmanna á mbl.is, Jón Pétur, Guðrún og Sunna. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, orti borgarskáldið Tómas Guðmundsson. Það eru orð að sönnu. Þegar við Egill kvöddumst í strætó í Borgarnesi skömmu fyrir síðustu áramót óraði mig ekki fyrir því að ferðalag okkar úr borginni yrði okkar síðasta samverustund. Þetta var skemmtilegur klukkutími sem leið hratt. Margs var að spyrja þar sem Egill hafði verið sjaldséður á vinnustað okkar undanfarna mánuði vegna skrifa sinna á sögu Borgarness. Eftir á að hyggja var samtal okkar á leiðinni ágætlega lýsandi fyr- ir Egil. Hann ræddi sögurit- unina, hvernig hún gengi og fræddi mig um eitt og annað sem hann hafði komist að um Borgarnes. Hann forvitnaðist um mína hagi og spurði frétta af vinnustaðnum í Hádeg- ismóum. Helstu fréttamál líð- andi stundar voru að sjálf- sögðu rædd og af nógu að taka þar. Hann sagði söguritunina ganga mjög vel, eiginlega langt á undan áætlun, og við göntuðumst með að hann ætti að útvíkka verkið og skrifa sögu alls Borgarfjarðar. Hann myndi fara létt með það og slá Akurnesingum við, bæði í tíma og krónum talið. Fyrr en varði vorum við komnir á áfangastað í Borg- arnesi. Leiðir okkar skildi og ég hélt áfram norðurför. Eg- ils beið áframhaldandi vinna í Borgarnesi en þar lauk skyndilega hans lífsgöngu, aðeins fáum vikum síðar. Það sló þögn á vinnustað- inn er dánarfregnin barst okkur. Þetta var frétt sem við vildum ekki trúa og gátum ekki skilið. Þung skref voru stigin til starfa næstu daga á eftir. Egill var frábær blaðamað- ur og einstaklega ljúfur og góður samstarfsfélagi og leið- beinandi, fróður og skemmti- legur, með hlýja nærveru. Honum var annt um hags- muni okkar blaðamanna, sat í stjórn Blaðamannafélagsins og var í mörg ár í stjórn höf- undarréttarsamtaka blaða- manna á Morgunblaðinu. Vann þau störf af miklum heilindum. Hans er sárt saknað á vinnustaðnum og votta ég fjölskyldu hans innilega sam- úð. Björn Jóhann Björnsson. Egill Ólafsson hafði sem eðliskosti margt sem blaða- manni er mikilvægt. Hann var skipulagður, málefnaleg- ur og sanngjarn. Fljótur að átta sig á aðalatriðum flók- inna mála og snöggur að skrifa skiljanlegar fréttir á góðu máli. Hafði líka þá stað- festu að láta ekki hagsmuna- verði og frekjukarla rugla sig í ríminu eða afvegaleiða. Bráðum aldarfjórðungur er liðinn síðan leiðir okkar Egils Ólafssonar sköruðust fyrst, þá á ritstjórn Tímans. Hann varð mér, nýliðanum, góð fyr- irmynd, því mikið mátti af Agli læra. Við héldum fljót- lega hvor í sína áttina en sam- bandið hélst. Margt bar á góma þegar við hittumst á förnum vegi; fréttir, fjölmiðla, fólkið, landið og söguna. Þar lá áhugi beggja. Það var vorið 2009 sem ég munstraðist á Morgunblaðið. Þar átti Egill, þá fréttastjóri, hlut að máli. „Getur þú byrjað strax?“ sagði hann þegar ráðning var í höfn. Teningn- um var kastað. Samstarfið varð gott enda viðhorf okkar svipuð, það er að fréttir væru sagðar af sjónarhóli almenn- ings en ekki valdabaróna eða frægðarfólks. Egill Ólafsson hélt vel á sínu og vann marga leiki með útsjónarsemi. Sýndi þó fáum hvað var á hendi. Ég þóttist þó vita að þar væru bæði mannspil og ásar. Satt að segja þekktumst við lítið per- sónulega, því fyrst og síðast var Egill maður fjölskyldu sinnar, fólksins sem ég votta samúð mína á kveðjustundu. Sigurður Bogi Sævarsson. Mér er minnisstætt fyrsta samtal okkar Egils Ólafsson- ar. Haraldur Sveinsson, bóndi á Álftanesi á Mýrum, sem einnig var framkvæmda- stjóri Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins, og síðar stjórnarformaður fé- lagsins, hafði beðið mig að tala við hann með ráðningu í huga en þeir voru nágrannar á Mýrum. Það fór vel á með okkur Agli í því samtali enda báðir áhugasamir um heima- hérað hans og störfin í sveit- inni. Egill reyndist dugmikill og vandvirkur blaðamaður. Hann var þeim eiginleika gæddur sem er mikilvægur á ritstjórnum að vera óhrædd- ur við að standa uppi í hárinu á ritstjórum. Skoðanir eru skiptar um áhrifamátt fjölmiðla. Svo vill til að eitt af verkum Egils á Morgunblaðinu er skýrt dæmi um að dagblað getur haft bein áhrif á þá stefnu sem mál taka. Raunar skóla- bókardæmi. Sunnudaginn 1. október ár- ið 2000 birti Morgunblaðið ít- arlega fréttaskýringu, sem Egill hafði lagt mikla vinnu í, sem sýndi fram á hvernig breytingar á skattalögum, sem Alþingi hafði samþykkt 1996, gerðu mönnum kleift að fresta greiðslu skatts af sölu- hagnaði nánast um aldur og ævi með því að „fjárfesta“ í eigin eignarhaldsfélögum, að- allega í Lúxemborg. Þessi úttekt Egils Ólafs- sonar vakti verulega athygli og strax daginn eftir urðu miklar umræður um málið á Alþingi. Í kjölfarið voru lögð fram þingmál sem fjölluðu um þetta efni og þingið gerði breytingar á lögunum, þótt deilt væri um það eins og gengur hvort þær væru full- nægjandi. Rannsóknarblaðamennska er í hávegum höfð á okkar tímum og stundum er um- fjöllun um hana hávaðasöm. Það var aldrei hávaði í kringum Egil Ólafsson en verk hans standa fyrir sínu eins og ofangreint er skýrt dæmi um. Ég votta fjölskyldu hans samúð við óvænt fráfall hans og þakka samstarf sem stóð á annan áratug. Styrmir Gunnarsson. Æ, mikið er erfitt að setja þessar línur á blað. Ekki það að ég hafi ekkert um Egil að segja, nei þvert á móti, til- efnin eru ótalmörg. Við höf- um verið vinir frá því leiðir okkar lágu saman í sagnfræði fyrir tæpum þrjátíu árum. Við höfðum líkan bakgrunn, vorum báðir sveitastrákar og hallir undir Framsóknar- flokkinn. Við störfuðum sam- an í stjórn Félags sagnfræði- nema við Háskóla Íslands einn vetur, hann var formað- ur og ég gjaldkeri. Síðan hef- ur strengurinn milli okkar Egils aldrei slitnað og fjöl- mörg skiptin sem við höfum hist, skrafað og gert úttekt á tilverunni. Starfsvettvangur okkar varð þó ekki hinn sami, hann varð blaðamaður en ég hóf störf á safni. Ófáar stund- irnar hef ég átt með Agli og Unni og heimsóknir tíðar eða eftir því sem færi gafst á. Það er erfitt að sætta sig við að maður á besta aldri skuli vera kallaður til æðri heima svona í miðju dags- verki. Egill átti svo ótal margt eftir og hann sem fyrir stuttu sagði mér að sagn- fræðiverkefnið Saga Borgar- ness gengi vel. Síðast hitti ég hann í Morgunblaðshúsinu þar sem hann stóð vakt á vefnum yfir helgi í desember. Unnur kom færandi hendi með meðlæti með kaffinu og síðan spjölluðum við Egill um lífið og tilveruna sem oft fyrr. Kransæðastífla sem ekki gerði boð á undan sér hefur nú lagt vin min Egil að velli. Það er sárt á sjá á eftir hon- um. En hugurinn hvarflar til Unnar Bjarkar, Ólafs Lárus- ar og Urðar, sem og foreldra, systkina og tengdaforeldra. Þau hafa misst mest og meira en hægt er að tjá í orðum. Þeim færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur sem og öðr- um vinum og vandamönnum. Þær eru margar minning- arnar um Egil Ólafsson og allar góðar. Minningarnar um þennan öndvegismann mun ég lengi geyma í huga mínum og þakka fyrir að hafa átt hann að vini. Það er sjónar- sviptir að svona traustum og góðum manni sem átti eftir svo margt ógert. Lýður Pálsson. Það var fyrir ári að ráðist var í að skrifa sögu Borgar- ness. Sá sem valdist til verks- ins var Egill Ólafsson, maður sem bæði þekkti og þótti vænt um bæinn. Strax í upp- hafi fékk Egill starfsaðstöðu á okkar fámenna vinnustað, í Safnahúsi Borgarfjarðar. Við fylgdumst með verkinu og gerðum okkur fljótt grein fyr- ir að þar fór einstakur verk- maður sem sinnti viðfangs- efni sínu af áhuga, alúð og virðingu. Hann skipulagði vinnuna vel og lagði áherslu á að ná fram sem flestum munnlegum heimildum. Við- mælenda leitaði hann víða, einnig meðal brottfluttra Borgnesinga. Jafnframt kynnti hann sér allar fáanleg- ar heimildir á skjalasöfnum, þó sérlega á Héraðsskjala- safni Borgarfjarðar í Safna- húsi. Alls staðar var honum vel tekið og Borgnesingar lögðu leið sína til hans til að miðla af þekkingu sinni. Hann vissi alltaf hverja átti að spyrja um hvað og var glögg- ur á aðalatriði í efnistökum. Nándin við samfélagið jók dýpt verksins. Daglega bár- um við saman bækur okkar, sögur voru sagðar og líflegar umræður einkenndu litlu kaffistofuna okkar. Á fimmtu- dögum var farið saman í Landnámssetrið þar sem við borðuðum með góðum fé- lögum. Egill var kærkominn hluti af hópnum. Ekki var hægt annað en dást að því hvernig hann gekk að verki, það var eins og hann væri í kapphlaupi við tímann. Eng- an gat þó grunað að hann yrði svo snögglega kallaður frá störfum á miðjum degi lífs síns. Í Safnahúsi er góðs vinar saknað. En við vitum að Egill hefði ekki viljað að við dveld- um of lengi við það; áfram skal haldið með mikilvæg störf í þágu sögunnar. Hann gekk fram af atorku, en jafn- framt hófsemi og vandvirkni. Það er dýrmætt að hafa feng- ið að kynnast honum. Hugur okkar er hjá fjöl- skyldu Egils sem mest hefur misst. Megi minningin um góðan dreng lýsa þeirra erf- iðu stundir. F.h. starfsfólks í Safnahúsi, Guðrún Jónsdóttir. Kveðja frá ritnefnd Borgarbyggðar Það var í desember 2013 að Egill Ólafsson sagnfræðingur og blaðamaður undirritaði samning við sveitarfélagið Borgarbyggð um ritun sögu Borgarness. Tilefni skrifanna er komandi 150 ára verslun- arafmæli bæjarins árið 2017. Var áskilið að Egill skyldi ljúka verkinu í janúar 2016 en útkoma bókar áætluð í mars 2017. Utan um verkefnið var stofnuð ritnefnd sem hafði það hlutverk að vinna með höfundi, vera með rýni til gagns á öllum stigum verks- ins, leggja lið sem víðast og sjá til þess að verkið kæmi út. Frá upphafi var ljóst að Egill Ólafsson hafði metnað til að verkið yrði vel úr garði gert, höfðaði til sem flestra aldurshópa en sýndi jafn- framt þróun samfélagsins fram til dagsins í dag. Kynnti hann sig vel í Borgarnesi og mætti alls staðar miklum vel- vilja er verið var að afla gagna. Á því ári sem liðið er síðan vinnan hófst hefur gríð- arlega miklu verið áorkað, vinnusemi og skipulag höf- undar með eindæmum. Búið er að skrifa hátt í þrjú hundr- uð blaðsíður, eiga viðtöl við um fjörutíu einstaklinga, skoða mörg hundruð myndir og skanna sumar þeirra, senda nokkra kafla verksins í yfirlestur og fleira í þeim dúr. Vinna sem vörðuð var brenn- andi áhuga og metnaði fyrir verkefninu. Horft til baka virðist sem Egill hafi vitað að tíminn yrði ekki nægur. Á þessari vegferð hefur rit- nefnd átt reglulega fundi með höfundi og líkað það sem fram hefur verið borið. Síð- asti fundur var á milli hátíða og ekkert annað lá fyrir en halda áfram á sömu braut. Sagt er að maðurinn ákveði en Guð ráði. Ritnefnd Borg- arbyggðar var ekki ætlað að eiga frekari samskipti við Egil Ólafsson en á hennar herðum hvílir enn sú ábyrgð að koma verki hans áfram og fyrir sjónir almennings. Að leiðarlokum minnist ritnefndin Egils með hlýhug og þakkar fyrir ánægjuleg og fagleg samskipti. Aðstand- endum öllum sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Ritnefndar Borgar- byggðar, Birna G. Konráðsdóttir. Kveðja frá Blaðamanna- félagi Íslands Mér hefur varla í annan tíma brugðið jafn mikið og þegar ég frétti andlát Egils Ólafssonar, þessa mikla öð- lings og samstarfsmanns á Morgunblaðinu í tæpa tvo áratugi. Það var sannkallað reiðarslag og áminning um hverfulleika alls sem er. Það eru ekki nema fáeinar vikur síðan við settumst niður eftir stjórnarfund í BÍ, eins og við gerðum oft og iðulega, og hann sagði mér að vinnan við ritun sögu Borgarness gengi framar vonum og að mögu- lega yrði hann á undan áætl- un við að skila af sér verkinu. Þá var hann hinn hressasti og ekki að sjá að hann kenndi sér neins meins. En skjótt skipast veður í lofti. Það er óhætt að segja að Egill hafi verið frábær blaða- maður, enda prýddu hann flestir þeir kostir sem prýða góðan blaðamann. Ég hugs- aði það raunar oft á liðnum árum að ef til þess kæmi ein- hvern tíma að ég þyrfti að ráða fólk á ritstjórn yrði Eg- ill einn af þeim fyrstu sem ég myndi hafa samband við. Hann stóð traustum fótum í íslenskum jarðvegi og þekkti náið íslenskt samfélag en það er forsenda þess að búa yfir þeim eiginleika, sem innan fagsins er kallað að hafa fréttanef. Hann hafði til að bera heilbrigða forvitni blaðamannsins og þá gagn- rýnu hugsun sem nauðsynleg er til þess að spyrja þeirra spurninga sem máli skiptu fyrir fréttina hverju sinni. Hann hafði til að bera for- dómalausa afstöðu til við- fangsefnisins og nálgaðist það með opnum huga og af víðsýni, en þröngsýni og góð blaðamennska fara aldrei saman. Síðast en ekki síst var hann skjótur til verka og átti ótrúlega auðvelt með að orða flókna hluti með einföld- um hætti, eiginleiki sem ég dáðist oft að. Mig grunar að Egill hefði ekki orðið sáttur við þessa lofræðu, jafn hæverskur og hann var alla tíð, en hér er engu orði ofaukið. Það þekki ég af eigin reynslu eftir að hafa verið samstarfsmaður hans í tæpa tvo áratugi á inn- lendri fréttadeild Morgun- blaðsins og oftast skrifandi um svipuð viðfangsefni. Þar að auki var Egill einstaklega góður félagi alla tíð. Það sýndi sig ekki hvað síst þegar nokkur styrr stóð um Blaða- mannafélagið fyrir nokkrum árum síðan. Þá kom hann til starfa í stjórn félagsins og reyndist einstaklega góður liðsmaður, tillögugóður og ráðhollur, hvort sem var í meðbyr eða mótbyr. Hann var síðustu misserin gjald- keri félagsins og sat í fram- kvæmdastjórn þess. Þar er skarð fyrir skildi. Að leiðarlokum eru Agli þökkuð störf í þágu Blaða- mannafélagsins og viðkynni og vinátta alla tíð og ástvin- um hans beðið blessunar á þessum erfiðu tímum. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.