Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Hugleiðsla Hjartað getur brotnað í þúsund mola. Þannig er það nú bara. Tiger-útgáfan er í 200 molum. En það er alltaf hægt að setja hjartað saman aftur ... og aftur og aftur. Púsluspil með kærleik og von í hjarta 600 kr. Sendum í póstkröfu. S: 528 8200 Hakkarahópurinn Anonymous hefur heitið því að halda áfram árásum á samfélagsmiðlasíður sem tengjast Ríki íslams. „Við munum ná ykkur og fletta ofan af ykkur,“ er sagt í myndbandi frá hópnum. Í kjölfar árásarinnar á skrifstofu franska dagblaðsins Charlie Hebdo í síðasta mánuði lýsti Anonymous yfir stríði gegn vefsíðum og samfélags- miðlum Ríkis íslams og segist hafa gert óvirkar nokkrar Twitter- og Facebook-síður notaðar af með- limum samtakanna. The Independ- ent segir frá þessu. Ríki íslams hefur notað sam- félagsmiðla töluvert í áróðri sínum og birt þar myndir af grimmilegum morðum á gíslum. Í lok myndbands- ins sem Anonymous sendi frá sér segir: „Við fyrirgefum ekki, við gleymum ekki. Búist við okkur.“ Hakkarar ráðast gegn vefsíðum Ríkis íslams Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég framdi engan glæp,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og fyrrv. forseta- frambjóðandi í Frakklandi, fyrir dómi í gær þar sem hann er sak- aður um hórmang. Hann sagði að þau „örfáu“ kyn- lífspartí sem hann hefði tekið þátt í hefðu ekki verið „villt“. Þá sagði hann að þessar kynlífsveislur hefðu verið alls tólf talsins, síðustu þrjú ár. The Independent greinir frá þessu. Í réttarhöldunum hefur Strauss-Kahn haldið því fram að hann hafi ekki vitað að kvenmenn- irnir sem hann hefði verið með, væru vændiskonur. Í gær spurði dómarinn hann, hvort hann ætlaði að skipta um skoðun á þeirri stað- hæfingu sinni að hann hefði ekki vitað um starfssvið þeirra, þá neit- aði hann því. Réttarhöldin fara fram í borginni Lille í Frakklandi og reiknað er með að hann muni einnig bera vitni í dag og á morgun. Hann er sakaður um að hafa átt aðild að starfsemi vændishrings ásamt 13 öðrum. Hinir þrettán sak- borningarnir eru allir vel fjáðir og valdamiklir karlmenn. Þetta eru m.a. hóteleigandi, lögfræðingur, fyrrverandi yfirmaður í lögregl- unni, og hórmangari sem gengur undir nafninu „Dodo the Pimp“ eða hórmangarinn Dodo. Aðalstarfsemi vændishringsins er sögð hafa farið fram á hótel Carlton í borginni Lille. Vefsíða BBC greinir frá þessu. Saksóknari í málinu heldur því fram að Strauss-Kahn sé þunga- miðjan í kynlífspartíunum og hon- um er lýst sem „kónginum“ í þeim partíum. Þegar Strauss-Kahn mætti í dómhúsið í gærmorgun létu tveir liðsmenn Femen-hreyfingarinnar til sín taka, klifruðu berbrjósta upp á þak bifreiðar hans og létu hann heyra það. Á brjóst þeirra var ritað: hórmang, kúnnar, sekt. Lögreglan þurfti að fjarlægja þær af staðnum. Áttu notalega kvöldstund Á mánudaginn sagði David Ro- quet, einn af þeim sem skipulögðu kynlífspartíin, að hann hefði tekið þátt vegna starfsins. Hann er for- stjóri byggingafyrirtækisins BTP Eiffage og það væri mikilvægt fyrir fyrirtækið að komast nær Strauss- Kahn. Jafnframt bætti hann við að Strauss-Kahn hefði gert þetta „vegna skemmtunarinnar og við áttum notalega kvöldstund“. Vændi er ekki ólöglegt í Frakk- landi en hórmang er það hins vegar. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi. Strauss-Kahn neitar hórmangi  Tók þátt í örfáum kynlífspartíum en vissi ekki að konurnar stunduðu vændi Fyrirsögn hér Fæddur í París Útskrifast frá vel- metnum skólum með gráður í lögfræði og hagfræði Gengur í Sósíal- istaflokkinn Kosinn á franska þingið Fjármálaráðherra Iðnaðarráðherra Skipaður yfir AGS Sagt frá ástarsambandi við hagfræðing hjá AGS Margir veðja á að Strauss-Kahn verði forseti 2012 Ris og fall Dominique Strauss-Kahn 1986 1991-93 2007 2012 2013 2014 Feb. 201525. apríl,1949 1976 1997-99 2008 2011 2011 Maí Des. 65 64 63 62 59 58 48 42 36 Aldur: 27 Starfar sem ráðgjafi og ræðumaður LSK, fjárstýringarfyrirtæki og fjárfestingabanki Strauss-Kahn fer í gjaldþrot Réttað yfir Strauss-Kahn v. hórmangs. Á yfir höfði sér 10 ára fangelsi Nær sátt við hótelþernuna Nafissatou Diallo eftir að ákærur eru felldar niður Handtekinn í New York. Sakaður um tilraun til nauðgunar Segir upp starfi sínu hjá AGS Skilur við eiginkonu sína, blaðamanninn Anne Sinclair Með fyrrv. konu sinni Haldið í Frakklandi í tengslum við rannsókn á vændishring Stjórnvöld í Níger hafa samþykkt að senda 750 hermenn til að berjast gegn liðsmönnum hryðjuverka- samtakanna Boko Haram. Þessi ákvörðun var tekin eftir að liðs- menn Boko Haram réðust á borgina Diffa í suðaustuhluta Níger í gær, en borgin er alveg við landamæri Nígeríu. Fyrsta árás samtakanna í Níger var í síðustu viku. Rúmlega 13.000 manns hafa látið lífið í átökunum við hryðjuverka- samtökin í Nígeríu sem hafa staðið yfir í um sex ár. Rúm ein milljón manna er á vergangi. Senda 750 hermenn til að berjast gegn Boko Haram NÍGER Forseti Banda- ríkjanna, Barack Obama, staðfesti í gær að Kayla Jean Mueller væri látin. Hún starfaði við hjálparstörf í Sýrlandi en var í haldi vígasveita Ríkis íslams frá árinu 2013. „Alveg sama hversu langan tíma það tekur þá munum við finna hryðjuverkamennina sem eru ábyrgir fyrir dauða Kaylu,“ sagði Obama. Tóku hjálparstarfs- manninn af lífi Kayla Jean Mueller BANDARÍKIN Hæstiréttur í Malasíu staðfesti í gær dóm yfir stjórnarandstöðu- leiðtoganum Anwar Ibrahim en hann fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir samkynhneigð í mars í fyrra. Ibrahim áfrýjaði dómnum, kveðst saklaus og segir að sak- sóknin sé af pólitískum rótum runnin. Ibrahim er talinn sá eini sem gæti steypt núverandi ríkis- stjórn af stóli. Lagakerfið í Mal- asíu byggist að hluta á íslömskum lögum. Fimm ára fangelsi fyrir samkynhneigð MALASÍA Utanríkisráðherra Grikklands, Ni- kos Kotzias, hittir utanríkisráðherra Rússlands Sergei Lavrov í Moskvu í dag. Stjórnvöld í Aþenu hafa gefið til kynna að þau vilji tengjast Rússlandi betur. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu. Þessi fundur er á sama tíma og leiðtogar, Rússlands, Úkraínu, Frakklands og Þýskalands hittast í Minsk í dag í von um að ná friði í Úkraínu. Þrátt fyrir friðarumleitun sem François Hollande Frakklandsfor- seti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafa farið fyrir undan- farið þá hefur ekki dregið úr átök- unum í Úkraínu. Forseti Úkraínu, Petro Porosj- énkó, tilkynnti þingmönnum að rúss- neskumælandi aðskilnaðarsinnar hefðu gert loftárás á höfuðstöðvar úkraínska hersins í borginni Krama- torsk í gær. Þar hafi að minnsta kosti 6 látið lífið og 21 særst. Borgin er nokkuð langt vestur af átakasvæðunum en hún var á valdi aðskilnaðarsinna í júlí síðastliðinn en þá hörfuðu aðskilnaðarsinnar. thorunn@mbl.is AFP Átök Að minnsta kost sex létu lífið í loftárás í Úkraínu í gær. Átök harðna þrátt fyrir friðarumleitun  Gríski utanríkisráðherrann til Moskvu Um ellefu prósent landdýra Ástralíu hafa dáið út á síðustu 200 árum. Vís- indamenn segja útrýminguna hrikalega. Þeir fullyrða að jafn hátt hlutfall dýra, sem hafa horfið af yfirborði jarðar eða eru í bráðri útrýmingarhættu, þekkist ekki í öðrum löndum. Hnignun margra dýrastofna má rekja til mikillar útbreiðslu katta og rauðrefs (e. red fox) sem komu til álfunnar frá Evrópu. Þá hafi einnig miklir skógar- eldar sett strik í reikninginn. Þar sem Ástralía er tiltölulega auðug og fólks- fjöldi ekki ýkja mikill þá ætti ekki jafn mikil hætta að steðja að dýrategund- unum og raun ber vitni, að sögn vísindamanna. Þeir segja vandamálið yfir- gripsmeira en áður var talið. Frá árinu 1788 hafa 11% af 273 landdýrum dáið út, 21% er í bráðri útrýmingarhættu og 15% eru við það að deyja út. Ástandið var ekki eins slæmt hjá sjávardýrum. Þetta kemur fram á vef BBC. Áströlsk dýr í útrýmingarhættu Svokölluð kanínurotta í hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.