Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 sem gleður Rennibekkir, standborvélar, bandsagir, hjólsagir, bandslípivélar, beygjuvélar, röravalsar, legupressur, fjölklippur, sandblásturstæki og margt fleira. Sýningarvélar á staðnum og rekstrarvörur að auki - fyrir fagfólk í léttum iðnaði og lítil verkstæði IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Eyddu ekki orkunni í það að reyna að snúa við eðlilegu flæði hlutanna. Ekki er víst að það skiljist akkúrat núna, en seinna muntu sjá að þú hafðir áhrif. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. Ef þér tekst það með auðmýkt og góð- mennsku verður útkoman frábær. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er óþarfi að byrgja allt inni þegar þú átt aðgang að góðum sálufélaga. Hlustaðu vel og gefðu af sjálfum þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur unnið skipulega og nú er komið að næsta stigi málsins. Leitaðu þér upplýsinga um hlutina og dragðu þínar eigin ályktanir af þeim. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hlustaðu á stjórnendur, umsjón- armenn og yfirboðara í dag. Stundum eru svörin nefnilega fleiri en eitt og fleiri en tvö eftir eðli máls. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Loks verður einhver til þess að veita starfi þínu athygli. Vertu rólegur þeg- ar þú tekst á við aðra sem eiga hlut að máli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það ætti að vera einfalt að ráðstafa tíma sínum jafnt milli vinnu og tómstunda. Ekki láta þetta slá þig út af laginu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ástamál, skemmtanir, ferða- lög og leikir munu setja svip á næsta mánuðinn hjá þér. Gættu þess bara að sýna öðrum þann trúnað sem þú vilt verða aðnjótandi sjálfur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt hreint ekki skeyta skapi þínu á þeim sem standa þér næst. Skoðaðu hugsjónir þínar, viðbrögð annarra koma þér að gagni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Of miklar upplýsingar gætu flækt málin og komið í veg fyrir að þú finnir réttu lausnina. Láttu það ekki ganga eftir heldur haltu ró þinni og þá fer allt vel. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gefðu þér tíma til að íhuga hvar þú vilt verða eftir fimm og tíu ár. All- ur heimurinn nýtur góðs af ef þú lætur það rætast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur engar efasemdir varðandi markmið þín og átt því auðveldara með að fá fólk til samstarfs við þig. Vertu óragur við að leita þess því þá skipast veður fljótt í lofti. ÍVísnahorni á mánudag vorugamlir húsgangar um Grím, sem hafðir voru eftir Örnólfi Thorlacius. Af því tilefni rifjar Sturla Frið- riksson það upp að til þess að kveða í kútinn, þegar kveðist var á, þurfti sigurvegarinn að fara með þrjár vís- ur, sem byrjuðu á seinasta staf í vísu þess, sem tapaði. Það er nú t.d. N. Þá var gott að kunna til viðbótar vísu Örnólfs: Nú er úti veður vott veikist manna sinni. Á morgun kann að gefa gott Guð í Upphæðinni. Og: Nú er úti veður vott veikist manna hugur. Á morgun kann að gefa gott Guð minn almáttugur. Gústi Mar segir frá því á Leirnum að hann hafi dvalið nokkra daga á höfuðborgarsvæðinu. Eins og svo oft áður fannst honum umferðin og bíla- fjöldinn svolítið yfirþyrmandi og orti eftirfarandi um höfuðborg- arbúana: Iðka hraðan ökustíl sem ekki er vert að kynna. Skyldu allir eiga bíl og enginn þurfa að vinna? Ólafur Stefánsson skemmti sér síðan við þá hugsun að dreif- býlingurinn Gústi Mar færi „suður“: Bæjarleyfi af botnvörpungi fær, Borgin seiðir, laðar, dregur hann. Vélaglamur villir, stillir, slær, vinna sér hann ekki nokkurn mann. Sigrún Haraldsdóttir sagði: „Úff, þetta hefur tekið á … Reykvísku fantarnir skjótast á ská með skrensi og bílflautuöskri, ég dreg ekki í efa að dauðhræddum þá dreifbýlistúttunum blöskri.“ Þess limra Hallmundar Kristins- sonar er í senn skemmtilegur nafna- og orðaleikur en skírskotar um leið til ævisögu séra Árna Þórarinssonar Farðu nú út í fjós, Úa, og flýttu þér, mælti Jósúa. Eftir býsn langa bið bætti hann við: Það gengur nú svona til sjós, Úa! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gamlar vísur og umferðin í Reykjavík Í klípu BJÓRPYNTINGAR 101 eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI GLEYMA AÐ MERKJA ÞETTA SEM EINKABRÉF.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að dreyma um hann í kaffipásunni þinni. VARIST FEIMNA HUNDINN ÞÚ GETUR KOMIÐ ÚR FELUM NÚNA ÉG HEYRI ENNÞÁ Í ÞÉR ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER NOKKUÐ SEINT, HELGA... ... EN ÉG VAR AÐ MUNA NOKKUÐ MIKILVÆGT... TIL HAMINGJU MEÐ BRÚÐKAUPSAFMÆLIÐ! Víkverji rakst á bók eftir breskanhöfund, Michael Booth, um Norðurlöndin. Booth er Breti bú- settur í Danmörku. Dag einn sá hann frétt um að Danir væru ham- ingjusamasta þjóð í heimi og vakti undrun hans. Ef það væri rétt væru Danir mjög flinkir að fela það. x x x Bók Booths nefnist „The AlmostNearly Perfect People“ (Nánast næstum því fullkomna fólkið) og í henni er kafli um Ísland. Þar segir Booth að hann hafi átt von á því að Ísland væri „einhvers konar örmynd af Skandinavíu. Íslendingar líta út eins og Norðmenn og tala forn- norsku. Þeir eru með nútímalegt vel- ferðarríki, hátt stig menntunar, jafnrétti, lýðræði, traustar prjóna- vörur og hafa sömu ósiðina við sölu áfengis þar sem sama tegund af eldri konum fullum vanþóknunar starfar í ríkisreknum áfengisversl- unum og finna má í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi“. Hann segir að Íslend- ingar hafi hins vegar þróast í eitt- hvað allt annað en hina hefðbundnu hugmynd um hvað það sé að vera norrænn. „Þeir hafa verið barðir og lamdir af náttúruöflunum, bældir af landslaginu, undirokaðir af til- tölulega mildu, en þó yfirlætisfullu nýlenduveldi og fengu síðan nasa- sjón af gerólíkum lífsháttum hjá am- erískum gestum sínum, lífsháttum með ókunnuglegum freistingum og við það urðu Íslendingarnir að for- vitnilegri blöndu.“ x x x Hann heldur áfram: „Fyrir vikiðleiddu erfðafræðileg einsleitni og fáir, nátengdir íbúar ekki til traustleika, ábyrgðartilfinningar, opins hugarfars, sterks opins sam- félags, langtímahugsunar, sjálfs- stjórnar – allra þeirra hluta, sem gert hafa að verkum að Norð- urlöndin hafa náð svo miklum ár- angri. Þess í stað bjó erfðafræðileg tilhneiging til að taka mikla áhættu og sögulegur skortur á bælingu mót- mælendatrúarinnar til fullkomnar kringumstæður fyrir spillingu, klíkuskap og andlýðræðislegt efna- hagskerfi þar sem hver var sjálfum sér næstur.“ Víkverji verður að við- urkenna að hann er hvumsa. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóhannesarguðspjall 10:11) Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.