Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 ✝ Guðmunda Daní-ela Vet- urliðadóttir fæddist á Ísafirði 30.6. 1925. Hún lést á Dval- arheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 3.2. 2015. Foreldrar hennar voru Veturliði Guð- bjartsson, f. 26.6. 1883, d. 21.9. 1966, og Guð- rún Halldórsdóttir, f. 3.9. 1889, d. 17.8. 1959. Systkini Guðmundu eru Halldóra Sigurlína Guðrún, f. 1910, látin, Ingibjörg Guðrún, f. 1912, látin, Veturliði Gunnar, f. 1913, látinn, Salvör Kristrún, f. 1914, látin, Veturliði Gunnar, f. 1916, látinn, Rakel Sigríður, f. 1918, látin, Lára Huld Thorarensen, f. 1921, látin, Margrét Salome, f. 1922, látin, Halldór Tryggvi, f. 1922, látinn, Jóhanna Margrét, f. 1923, látin, Sveinbarn, f. 1924, látið, Helga Jóna, f. 1926, látin, Sverrir Guðbjartur, f. 1928, látinn, Eirík- ur Sveinbjörn, f. 1929, látinn, Margrét Pálína, f. 1930, Vilhelm- ína Erla, f. 1932, Júlíus Magnús Hólm, f. 1933, látinn, og Svala Sverrey, 1936. Guðmunda giftist Kristjáni Þórðarsyni, 16.6. 1951. Foreldrar hans voru Þórður Kristjánsson, f. 17.10. 1889, d. 31.1. 1969 og Ingi- björg Guðmundsdóttir, f. 16.5. 1893, d. 3.9. 1975. Börn Guð- mundu og Kristjáns eru 1) Þórður f. 11.3 1953, sambýliskona er Ásta maður er Arnar Þorsteinsson. Fyrri maður var Skúli Haukur Skúlason. Synir þeirra eru Krist- ján Skúli og Jökull Máni. 5) Ingi- björg Kristjánsdóttir, f. 29.1. 1962, gift Ólafi Ólafssyni. Börn þeirra eru Anna Rakel, Birta og Ólafur Orri. Sambýlismaður Önnu Rakelar er Ómar Berg Torfason. Dóttir Önnu frá fyrra sambandi er Clara Hrönn og dótt- ir Önnu og Ómars er Isabel. Guðmunda ólst upp á Ísafirði. Hún stundaði nám í Barnaskóla Ísafjarðar og síðar Húsmæðra- skólanum Ósk á Ísafirði. Hún vann við ýmis störf frá unga aldri, við barnapössun og heimilisstörf auk þess sem hún vann við fisk- verkun. Guðmunda flutti til Reykjavíkur eftir að hún kláraði nám í Húsmæðraskólanum. Þar vann hún m.a. við verslunar- og þjónustustörf. Árið 1950 fór Guð- munda að vinna á Vegamótum á Snæfellsnesi og kynntist þar verðandi eiginmanni sínum Krist- jáni Þórðarsyni, bónda á Mið- hrauni þar í sveit. Guðmunda og Kristján giftu sig árið 1951 og bjuggu á Miðhrauni til ársins 1976 er þau hættu búskap og fluttu til Borgarness. Guðmunda tók fullan þátt í bústörfum með manni sínum, auk þess að sinna börnum og mannmörgu heimili. Í Borgarnesi vann Guðmunda á Saumastofunni Hetti og síðan á Leikskóla Borgarness. Hún vann síðustu árin á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi. Árið 1998 fluttu Guðmunda og Kristján í Garðabæ og bjuggu þar síðustu árin. Útör Guðmundu fer fram frá Garðakirkju í dag, 11. febrúar 2015, kl. 15. Einarsdóttir. Fyrri kona var Agnes Hansen. Synir þeirra eru Kristján og Heið- ar. Eiginkona Kristjáns var Brynja Krist- insdóttir. Dætur þeirra eru Katla Björt, Hekla Sól, Ingibjörg og Lára Daníela. Sam- býliskona Heiðars er Klara Hjart- ardóttir. Dóttir þeirra er Vaka. 2) Veturliði Rúnar, f. 2.8. 1957, gift- ur Ragnheiði Haraldsdóttur. Börn þeirra eru Fannar Ingi, Valdimar og Guðrún. Sambýlis- kona Fannars er Adda Steina Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Dagur og Agla Ýrr. Sambýlis- kona Valdimars er Sóley Valdi- marsdóttir. 3) Gunnar, f. 17.8. 1958, giftur Mizuho Watanabe. Fyrri kona var Sigríður Karls- dóttir. Börn þeirra eru Særún María, Jón Trausti, Daníel Leo og Gunnar Fanndal. Sambýlismaður Særúnar er Snorri Þórðarson. Dóttir þeirra er Sif. Sambýlis- kona Jóns Trausta er Kristín Thelma Hermannsdóttir. Sonur Jóns Trausta frá fyrra sambandi er Róbert Freyr og synir Jóns Trausta og Kristínar eru Her- mann Hafþór og Sigurður Tómas. Sambýliskona Daníels Leo er Hulda Rögnvaldsdóttir. 4) Guð- rún Helga f. 31.1. 1960. Sambýlis- Ástkær tengdamóðir mín hún Munda hefur nú kvatt fjölskyldu sína. Eftirsjáin er mikil enda er sárt að sjá á eftir góðum og gegn- heilum einstaklingi eins og Mundu. Hún var afskaplega vel gerð manneskja, heilsteypt og glaðlynd, og var betri tengdamóð- ur ekki hægt að hugsa sér. Heið- arleiki, traust og hógværð voru meðal mannkosta hennar, en slíka kosti metur maður meira og meira í fari fólks eftir því sem árin líða. Munda reyndist börnum okkar Ingu frábær amma og mikil fyr- irmynd. Þau elskuðu hana og dáðu líkt og önnur barnabörn hennar og eru minningar þeirra um ömmu sína fallegar og góðar. Heimili Mundu og Stjána var sannkallaður sælureitur og þar var ætíð tekið vel á móti manni með opnum örmum og hlýju. Fáir fóru svangir heim eftir heimsókn því alltaf var boðið upp á eitthvað gott með kaffinu. Munda naut sín nefnilega vel við bakstur og eru flestar uppskriftir fjölskyldunnar komnar frá henni. Góður húmor og sönn lífsgleði var í hávegum höfð hjá Mundu og fyrir vikið naut hún mikillar virð- ingar allra sem fengu tækifæri til að kynnast henni á lífsleiðinni. Hennar félagsskapur var því að sönnu eftirsóknarverður, ekki síst vegna þess að fáum var betur treystandi en Mundu. Það er bjart yfir minningunum um Mundu á kveðjustund. Birta þeirra mun skína skært um ókomna tíð. Ég vil þakka Mundu fyrir allt sem hún hefur verið mér og minni fjölskyldu. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Ólafsson. Það er komið að því að kveðja stórkostlega konu eftir ótalmarg- ar samverustundir og góðar minn- ingar. Það er erfitt að finna nógu mörg orð yfir allt það sem hún Munda hefur gefið okkur í lífinu, en fyrst og síðast kemur upp í hugann sú innilega gleði sem ávallt var til staðar í öllu sem hún gerði. Hún var ljúf og hlý, en oft skemmtilega ófyrirsjáanleg með glettin tilsvör sem komu á óvart. Það var nefnilega svo heillandi við Mundu, hversu litríkur persónu- leiki hún var. Hún var fín frú en á sama tíma alls engin pjattrófa. Hún sinnti öllum sínum hlutverk- um af mikilli list, og var á sama tíma góð tengdamamma og ynd- isleg vinkona. Ég veit, elsku Munda, að nú verður tekið til hendinni, eins mik- ill dugnaðarforkur og þú varst í lífinu. Knúsaðu afa frá okkur. Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Hún minnti á kvæði og kossa og kvöldin björt og löng og hvíta, fleyga fugla og fjaðraþyt og söng. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson.) Þín tengdadóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir. Jæja amma mín. Þú fékkst þá að fara. Ég veit þú varst komin á síðasta jæjað þótt þú hafir ekki farið Djúpið áður en þú yfirgafst þetta líf. Það hafði líklega eitthvað að gera með að geta ekki boðið upp á kaffi og kleinur á eigin heimili og annast uppihald á Kall- inum undir Klöppinni. Ég hugsa að botninn hafi svo dottið endan- lega úr tunnunni þegar þú varst komin í jogginggallann. Guð- munda Daníela tískumógúll í jogginggalla. Það var þá aldeilis. Ég grínast bara amma mín, af því það var þinn stíll. Þótt ég efist raunar um að þú sitjir og lesir Moggann, hvar sem þú ert í þess- ari veröld eða einhverri annarri. Ég hugsa að sögur okkar barnanna sem vorum svo lánsöm eiga þig sem ömmu verði keim- líkar. Þær eru fullar af pönnsum og prúddum, týndum gleraugum sem voru samt á höfðinu þínu, gervitönnum sem einstaka sinn- um voru teknar út að gamni og merinni sem skeit í ljána. Það var nefnilega svoleiðis að þú komst eins yndislega fram við okkur öll og hafðir svo merkilega mikið að gefa okkur. Ég velti því oft fyrir mér hver uppsprettan að allri þessari umhyggju og hlýju væri, og hvort hún væri eins endalaus og hún virtist alltaf vera. Ég held hún hafi verið það, og þú þar af leiðandi einhvers konar ísfirskt náttúruundur. Þér fyndist það lík- lega dramatískt, heimskulegt jafnvel. En það var alltaf skemmtilegast þegar þú fussaðir og sveiaðir svo mér finnst það allt í lagi. Það hryggir mig að náttúru- undur skuli eldast og deyja eins og við hin, og ég viðurkenni það fús- lega að mér finnst ósanngjarnt að þú skyldir ekki geta lifað að eilífu. Ég vorkenni sjálfri mér töluvert fyrir að þurfa að vera án þín í þessu lífi. Því það er grátt, tómlegt og ekki eins fyndið eftir að þú fórst. Ég veit þó að minning þín er heiðruð best með því að hlæja, brosa og njóta, svo við sem eftir sitjum munum kúldra okkur sam- an og gera gott úr þessu öllu sam- an. Það var jú það sem þú kenndir okkur best. Það og annan hlutinn til. Þitt barnabarn, Guðrún Veturliðadóttir. Alla tíð hefur hún elsku Munda móðursystir mín átt stóran sess í hjarta mínu og ég finn fyrir sökn- uði núna þegar hún nú hefur kvatt okkar jarðvist. Ég trúi því að nú líði henni vel á nýjum stað í góðum félagsskap allra ástvinanna sem áður hafa kvatt. Munda frænka var mér sem önnur móðir alla tíð og ég var allt- af stelpan hennar. Allar skemmti- legu samverustundirnar með henni og Stjána, hvort sem það var á Miðhrauni, í Borgarnesi, í Garðabænum og síðast á Hrafn- istu í Hafnarfirði eru fjársjóður minninga. Fyrstu minningarnar tengjast því þegar Munda frænka mín dvaldi á Kirkjuhvoli eftir barns- burð. Þá bjuggu foreldrar mínir í kjallaranum hjá afa og ömmu, séra Jóni M. Guðjónssyni og frú Lilju. Þá var gaman að fara upp og hitta Mundu með nýfædda barnið og fara fyrir hana í sendiferðir út í búð. Svo kom að því að ég fékk að fara að Miðhrauni og dvelja þar í einhvern tíma að sumri. Hvort sem það var að hjálpa Mundu í eldhúsinu við að baka brauð, strauja skyrtur eða vaska upp, fara með henni í fjósið, fara með nesti út á engi, raka hey, fara í kalda lækinn og ná í mjólk eða bara vera til í sveitinni var eitt það skemmtilegasta sem ég upplifði sem barn. Sumarið sem ég var 16 ára var síðasta sumardvölin mín að Miðhrauni. Þá fengum við Dói frændi minn ásamt frændsystkin- um hans að fara á útihátíð að Húsafelli. Ég gleymi aldrei nest- inu sem hún elsku frænka mín útbjó handa okkur. Við Dói vorum örugglega með langbesta nestið af öllum sem á útihátíðinni voru. Svo brýndi hún fyrir syni sínum sem var reyndar jafngamall mér að passa mig vel og líta aldrei af mér. Þetta sýnir hversu annt henni var um mig, stelpuna sína. Við tóku svo árin í Borgarnesi. Þá var alltaf komið við á Dílahæð- inni þegar keyrt var í gegnum Borgarnes. Þar beið alltaf veislu- borð og alltaf var stoppað miklu lengur en áætlað hafði verið. Eftir að þau hjónin fluttu í Garðabæinn áttum við saman margar skemmtilegar samverustundir og mikið var nú hlegið þegar þær systur rifjuðu upp æskuna á Ísa- firði. Hún frænka mín sagði svo skemmtilega frá og gerði frásagn- irnar svo lifandi að unun var á að hlusta. Hún frænka mín var ein- stök, svo falleg og ljúf með ynd- islega nærveru og það var svo auðvelt að þykja vænt um hana. Enda var hún uppáhaldsfrænkan mín og ég var uppáhaldsstelpan hennar. Nú er ég rifja upp þessi minningabrot finn ég fyrir nær- veru elsku frænku minnar og ég sé hana svo ljóslifandi fyrir mér. Svo glæsilega. Ég minnist sigling- arinnar okkar með Arnarfelli til 11 Evrópuhafna og lentum við þá í fárviðri á miðju Atlantshafi, mat- arboðinu sem við Dói héldum systrunum á heimili frænku, ferð- anna í Hagkaup til að kaupa krem, símtalanna okkar og svo allra hinna samverustundanna sem ein- kenndust af hlátri og gleði. Ég kveð yndislegu frænku mína með ljóði sem móðir hennar, Guðrún Halldórsdóttir orti: Þegar húmar og hallar að degi heimur hverfur og eilífðin rís sjáumst aftur á sólfögrum ströndum þar sem sælan er ástvinum vís. Guð blessi minningu Guð- mundu Veturliðadóttur. Jóna Lilja. Í dag kveðjum við hana ömmu Mundu. Stórkostlega konu, hverr- ar minning mun án efa lifa lengi hjá komandi kynslóðum fjölskyld- unnar. Það leið ekki langur tími frá því að við Valdimar, sonarsonur Mundu, fórum að draga okkur saman þar til ég fékk að heyra sögurnar um hana ömmu Mundu og afa Stjána. Sögurnar um kon- una sem bakaði bestu brauðbollur í öllum heiminum og vinnusama manninn sem átti alltaf stund fyrir barnabörnin voru sagðar af aug- ljósri aðdáun og virðingu. Ég fékk því miður aldrei tækifæri til að kynnast Stjána en mikið óskap- lega er ég þakklát fyrir þær ómet- anlegu stundir sem ég fékk að eyða með henni Mundu. Bera þar einna hæst sögustundir í Boða- hlein. Það gilti einu þótt sögurnar færu að hljóma kunnuglega með árunum, frásagnarhæfileikarnir og gleðin sem skein úr andliti sögukonunnar Mundu fengu mann til að hrífast með. Og brauð- bollurnar sem bornar voru á borð með sögunum, þær voru svo sann- arlega þær bestu í heimi. Munda bjó yfir einstakri nær- veru og frá henni stafaði mikil gleði, rósemd og takmarkalaus hjartagæska. Allt frá okkar fyrsta fundi lét hún mér finnast ég vel- komin í fjölskylduna og við bund- umst strax sterkum böndum þar sem fjöllin okkar spiluðu stórt hlutverk. Við áttum nefnilega það sameiginlegt að geyma ávallt hluta af hjörtum okkar á Ísafirði. Okkar síðasta stund saman hefði því varla getað verið meira viðeig- andi þar sem við rauluðum saman, báðar af meiri vilja en mætti, Ísa- fjarðarkvæðið. Hvíldu í friði og gleði elsku Munda mín, ég bið að heilsa fjöll- unum. Þín Sóley. Forngríski heimspekingurinn Aristóteles ku hafa sagt eitthvað á þá leið að fullkomnun felist ekki í að vinna stórbrotin afrek heldur því að sinna verkefnum hvers- dagsins stórkostlega vel. Það voru einmitt þessir litlu hversdagslegu hlutir sem gerðu hana Guðmundu Daníelu að fullkominni tengda- móður; hún hafði einstaklega góða nærveru, var styðjandi og skiln- ingsrík, góður vinur og lærimeist- ari. Sannkallaður lífskennari eins og hann Kristján Skúli orðaði það svo vel. Maður getur bara vonað að slíkir mannkostir lærist smám saman á langri ævi. Þegar leiðir okkar Guðrúnar lágu saman voru Munda og Stjáni að flytja úr sveit til borgar eftir að hafa skilað ævistarfi sem aldrei verður nógsamlega þakkað. Í Borgarnesi og síðar Boðahlein voru þau afkomendum og fjöl- skyldunni allri „afinn og amman“ sem allir þyrftu að eiga. Í Boða- hlein leið tíminn ekki bara áfram og teymdi mann á eftir sér, nauð- ugan viljugan, heldur virtist á ein- hvern hátt jafn samvinnuþýður og elskulegur og gestgjafarnir. Á gamals aldri gerðist Guð- munda heimsborgari og urðu þær nokkrar ferðirnar í heimsóknir til ættingja í fjarlægum löndum. Alltaf var viðkvæðið hið sama: „Ætli þetta verði nú ekki síðasta ferðin.“ Með engum var skemmti- legra að ferðast því spennandi æv- intýri voru aldrei langt undan. En hvort sem farangurinn endaði óvænt í Ástralíu, lent var á vitlaus- um flugvöllum eða rýma þyrfti hótel vegna eldsvoða breytti ekk- ert hinni stóísku ró og glaðværð Guðmundu á ferðalögum. Metið okkar; „besti tíminn í gegnum Heathrow á hjólastól“, verður aldrei slegið. Að eiga eingöngu góðar minn- ingar um einhvern, sem staðið hefur manni svo nærri, er ómet- anlegt. Takk Munda mín og góða ferð. Hóllinn biður að heilsa. Arnar Þorsteinsson. Guðmunda Daníela Veturliðadóttir Ástkær frænka okkar, SÓLVEIG ÞORLEIFSDÓTTIR, Austurvegi 50, Selfossi, lést laugardaginn 7. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 14. . Systkinabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGA VALFRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Snúlla frá Miðdal, húsfreyja og sjúkraliði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 6. febrúar, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 17. febrúar kl. 14. . Valgerður Sigurðardóttir, Haukur Sighvatsson, Erling Ó. Sigurðsson, Kolbrún Friðriksdóttir, Ævar Sigurðsson, Hansína Melsted, Þuríður Sigurðardóttir, Friðrik Friðriksson, Ólafur Sigurðsson, Margaret Sigurdsson, Gunnþór Sigurðsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR, Kirkjulundi 6, Garðabæ, lést á dvalarheimilinu Ísafold laugardaginn 31. janúar. Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hennar. . Elísabet Einarsdóttir, Róbert G. Einarsson, Steinunn Gunnarsdóttir, Erna Einarsdóttir, Edda J. Einarsdóttir, Jan Hansen, Pétur A. Einarsson, Vala Björg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri JÓN JÓHANNSSON frá Hólmavík, búsettur á Hömrum í Mosfellsbæ, lést sunnudaginn 8. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Fyrir hönd annarra aðstandenda, . Halldóra G. Scales, Jóhann Jónsson, Snædís Jónsdóttir og Fjóla Loftsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.