Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 4. september 2009 fréttir ar hraðatakmarkanir í efnahagslífinu. Kom það ekki einmitt á daginn að slík- ar takmarkanir skorti og kerfið ofhitn- aði og hrundi?“ Sjálfur segir Stiglitz orðrétt í um- ræddri skýrslu frá 2001: „Hagkerf- ið hefur á undanförnum árum verið að ganga í gegnum mikla uppsveiflu. Hagvöxtur hefur verið mikill og at- vinnuleysi hefur nánast horfið. Þetta er í sjálfu sér jákvætt. Það sem veldur áhyggjum er hins vegar hugsanleg of- hitnun hagkerfisins og hættan á því að ójafnvægið sem myndast við slíka of- hitnun leiði til kreppu. Í hnotskurn er vandinn sem lítil og opin hagkerfi standa frammi fyrir fólginn í áhættustjórn. Hvernig er best að bregðast við miklu inn- og útflæði erlends fjármagns, stórum sveiflum í gengi gjaldmiðilsins og gengi annarra gjaldmiðla? Ábati af aukinni alþjóða- væðingu er svo mikill að ekkert land vill einangra sig. En ábatanum fylgir mikil áhætta. Frjálst flæði fjármagns, fljótandi gengi, er ekki takmark í sjálfu sér og jafnvel ekki verðstöðugleiki heldur. Takmark efnahagsstefnunnar er aukin velferð. Mikilvægt er að rugla ekki saman leiðum að takmarki og takmarkinu sjálfu.“ Hættur samfara fjármagnsfrelsinu Varnaðarorð Stiglitz úr skýrslunni um Ísland árið 2001 eru í raun sláandi í ljósi bankahrunsins fyrir 11 mán- uðum. Hann staldraði sérstaklega við aukið frelsi í fjármagnsflutning- um milli landa: „Ríkisafskipti af flæði fjármagns eru réttlætanleg vegna ytri áhrifa slíks flæðis. Með ytri áhrifum er átt við að sviptingar í flæði fjár- magns valdi ekki aðeins markaðsað- ilum kostnaði, heldur einnig flestum öðrum í þjóðfélaginu. Mikill áróður hefur jafnan verið rekinn fyrir fullu frelsi í fjármagnsflutningum. Því hef- ur lengi verið haldið fram að slíkt frelsi auki hagvöxt. Litlar sem engar rann- sóknir liggja að baki þessum fullyrð- ingum. Raunar benda rannsóknir til þess að ekkert samband sé milli frelsis í fjármagnsflutningum og hagvaxtar. Hins vegar er ljóst að aukið frelsi í fjár- magnsflutningum eykur þá áhættu sem lönd búa við.“ Hann orðar enn fremur mögulega veikleika bankakerfisins: „Meiriháttar kreppur, sem hafa langvarandi áhrif á hagkerfið, eru sérstaklega tengdar veikleikum í bankakerfinu. Þetta er ein af helstu orsökum þess að stjórnvöld hafa mikilvægu hlutverki að gegna varðandi eftirlit með bankakerfinu. Afkoma banka getur breyst afskaplega hratt þegar kreppa ríður yfir þar sem veð, sem áður þóttu fullnægjandi, verða verðlaus í kreppunni.“ Hlustuðu stjórnvöld ekki? Hvað áttu stjórnvöld að gera árið 2001 að mati Stiglitz? Menn áttu með- al annars að herða eftirlit með þeim sem söfnuðu skuldum í erlendri mynt og beita átti hraðatakmörkunum: „Takmörk á hraða útlánaaukning- ar einstakra banka eru ef til vill einn- ig heppileg, sérstaklega í ljósi þess að hraður vöxtur útlána virðist oft hafa verið ein af meginorsökum fjármála- kreppu á síðari árum og að öryggis- net fjármálakerfisins hvetur banka til að taka áhættu að hluta til á kostnað almennings. Slíkar hraðatakmark- anir gætu verið í formi reglna og/eða skatta. Til greina koma hærri eiginfjár- kröfur, hærri innborganir í innláns- tryggingarkerfi eða meira eftirlit hjá þeim stofnunum sem þenjast út hrað- ar en tiltekin mörk leyfa.“ Spyrja má hvort eitthvað af þessum úrræðum hafi komið til álita af hálfu stjórnvalda, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans á þessum tíma. Á það er að líta að einkavæðing bankanna var ekki lokið í byrjun aldarinnar og útlánavöxtur í krafti erlendrar skulda- söfnunar hafði ekki náð þeim hæðum sem síðar varð. Þorvaldur Gylfason hagfræðipróf- essor telur bækur Josephs Stiglitz um efnahagsmál bæði fróðlegar og læsilegar. Ýmis sjónarmið hans séu þó umdeild, einkum gagnrýni hans á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. „Ég lít Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og framlag hans öðrum augum en Stiglitz. Ég tel, að aðkoma sjóðsins að Íslandi hafi verið óhjákvæmileg og hafi hingað til verið hjálpleg. Ís- lensk stjórnvöld reyndust ófær um að leysa þann efnahagsvanda, sem þau höfðu kallað yfir landið, upp á eigin spýtur og þess vegna þurftu þau á hjálp að utan að halda, bæði ráð- gjöf og lánsfé. Efnahagsáætlun stjórnvalda með fulltingi sjóðsins er eftir atvik- um vænleg til árangurs, en það hef- ur veikt stöðu Íslands, að stjórnvöld hafa ekki fylgt áætluninni að fullu. Tafir af hálfu stjórnvalda valda mestu um, að endurskoðun áætlunarinnar, sem átti að fara fram í febrúar, hefur ekki enn farið fram. Sjóðurinn sýndi Íslandi óvenjulega þolinmæði með því að fallast á frestun á gagngerri stefnubreytingu í ríkisfjármálum í eitt ár og stjórnvöld virðast hafa misskilið frestinn þannig, að þau hefðu að því skapi meiri tíma til umhugsunar.” Gólf en ekki þak „Efnahagsáætlun stjórnvalda með stuðningi sjóðsins er ekki þak, held- ur gólf,” segir Þorvaldur. „Hún lýsir lágmarksráðstöfunum, sem nauð- synlegar eru til að koma efnahags- lífinu á réttan kjöl á sem skemmst- um tíma. Stjórnvöld þurfa sjálf að fylla ýmsar eyður með því til dæmis að láta af gömlum vitleysum eins og innflutningsbanni gegn matvælum. Nú ættu menn að sjá, að Ísland hafði ekki á efni á slíku, og landið hefur sannarlega ekki efni á því nú. Sjóður- inn skiptir sér ekki af þessu tiltekna máli, en ríkisstjórnin ætti að taka það upp ótilkvödd og mörg önnur mál af sama toga í stað þess að draga á eft- ir sér lappirnar og reyna að skjóta sér undan að fylgja samkomulaginu við sjóðinn.” AGS gerði eina slæma villu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði eina slæma villu, að mati Þorvald- ar. „Hann hefði átt að taka kröftug- lega undir viðvaranir mínar og ann- arra um skuldasöfnun bankanna og ónógan gjaldeyrisforða Seðlabank- ans á sínum tíma, en það gerði hann ekki fyrr en undir það síðasta og þá mjóum rómi. Hann verður þó varla dreginn til ábyrgðar á hruninu fyrir það eitt að hafa ekki tekið tímanlega undir viðvaranir annarra. Sjóðurinn hefur ekkert boðvald á Íslandi. Ríkisstjórninni er í sjálfsvald sett hvort hún þiggur aðstoð sjóðsins eða ekki. Nú er hann hér í boði stjórn- valda að hjálpa til við endurreisn- ina.” Fíflagangur „Erfiðleikarnir hér nú eru afleiðing ábyrgðarlausrar hagstjórnar og fífla- gangs langt aftur í tímann og sjóður- inn ber enga ábyrgð á afleiðingun- um, enda hefur hann reynt að þoka stjórnvöldum í rétta átt með því til dæmis að mæla með veiðigjaldi í stað ókeypis kvótaúthlutunar, sem reynd- ist vera mannréttindabrot samkvæmt úrskurði mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna 2007. Mannrétt- indabrotin halda áfram í boði rík- isstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Joseph Stiglitz mælti með veiðigjaldi í viðtölum við blaðamenn í fyrri heim- sókn til Íslands,“ segir Þorvaldur. Ábyrgðarlaus hagstjórn Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segir að efnahagsáætl- un stjórnvalda með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé gólf en ekki þak. Aðkoma sjóðsins að ábyrgðarlausri hagstjórn hafi verið óhjákvæmileg. Ein villa AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði átt að taka undir viðvaranir mínar og annarra um skuldasöfnun bankanna. Þeir gerðu það of seint, að mati Þorvaldar Gylfasonar. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur gagnrýnir stefnu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins gagnvart Íslandi í mörgum liðum. Sjóðurinn fylgi mark- aðslausnum í orði kveðnu en fari með margvíslegum hætti gegn slíkri stefnu, meðal annars með harðsnúnu gjaldeyrishaftakerfi. Undrast hafta- stefnu AGS „Ég hef leyft mér að gagnrýna gjald- eyrishöftin sem sett eru að undirlagi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og að ekki sé hægt að slaka á þeim fyrr en búið er að herða á þeim fyrst,“ segir Ólaf- ur Ísleifsson hagfræðingur og kennari hjá Háskóla Reykjavíkur. Ólafur hefur, líkt og Þorvaldur Gylfason, starfað hjá AGS. Hann hef- ur eitt og annað við stefnu sjóðsins hér á landi að athuga. „Sjóður sem leggur áherslu í orði kveðnu á mark- aðslausnir stendur fyrir áætlun hér á landi sem felur í sér stórfellda trufl- un á starfsemi markaða. Annars veg- ar með því að halda uppi harðsnúnu haftakerfi á gjaldeyrismarkaði. Hins vegar með því að gera kröfu um hærri seðlabankavexti en tíðkast á byggðu bóli. Þetta verður til þess að bankarn- ir fyllast af peningum. Aðilar sem ráða yfir fjármagni, eins og lífeyrissjóðir, hafa í engin önnur hús að venda en að kaupa ríkisskuldabréf og leggja fé sitt inn á banka. Frá þeim streymir með öðrum orðum fé inn á bankareikn- inga en ekki út í atvinnulífið vegna hávaxta.“ Út með peninga í atvinnulífið Þó svo að báglega gangi að auka stöð- ugleika krónunnar njóta ýmsar grein- ar góðs af lágu gengi. „Neikvæða hliðin er sú hvernig gengið setur efnahags- reikninga heimila og fyrirtækja á hlið- ina hjá þeim sem hafa gengisbundin lán. Þess vegna hefur það verið rætt víða hvort til séu leiðir til að aftengja þessar skuldbindingar við gengið. Það mundi líka gagnast bönkunum vegna þess að þeir eru með mikið af sínum eignum tengdar gengi og á er- lendum vöxtum. Þarna myndast mik- ið misræmi eigna og skulda bank- anna. Það væri hagur þeirra að meira af lánum bankanna væru krónutengt en ekki gjaldeyristengt.“ Ólafur mælir með því að þessi kostur verði skoðaður rækilega. Þá er kannski spurning um að una genginu eins og það er ef það gegnir því hlut- verki að skapa hér afgang í viðskipt- unum við útlönd.“ Þetta gengur ekki! Ólafur gagnrýnir einnig stefnu AGS varðandi ríkisfjármálin. Áætlunin sem lögð var fram í júní og kynnt á Alþingi kveður á um þetta. Jafnvægi á að ná árið 2013. „Þessi áætlun er ör- ugglega samin í samráði við AGS og er í samræmi við samningsbundnar skuldbindingar. Gert er ráð fyrir gíf- urlegum samdrætti og skattahækk- unum. Um markmiðið er ekki deilt. En þetta gengur ekki. Skattstofnarn- ir hafa rýrnað verulega. Æðstu menn innan AGS halda því fram að gamlar og góðar kenningar Keynes gildi um endurreisn, en hér er gengið mjög á svig við slíkar yfirlýsingar. Maður spyr sig hvers vegna rökin eigi ekki við hér. Það getur ekkert vegið á móti þessu en almennur uppgangur í atvinnulíf- inu. Það tekur tíma. Gætum að því að nú er næstum ár liðið frá bankahrun- inu og atvinnulífið hefur verið án eðli- legrar bankafyrirgreiðslu og búið við háa vexti og gjaldeyrishöft að und- irlagi AGS. Ofan í kaupið fæst ekkert lánsfé erlendis til vaxtar í atvinnulíf- inu.“ Rukkar fyrir aðra? Ólafur furðar sig á því að AGS virðist notaður sem handrukkari fyrir vold- ug ríki innan sjóðsins. „Þetta hlýt- ur að vera forráðamönnum sjóðsins áhyggjuefni. Setjum sem svo að Bret- ar og Hollendingar geri athugasemd- ir við samþykktir Alþingis um Icesave og ríkisábyrgð. Ætlar sjóðurinn þá að draga endurskoðun áætlana enn? Al- þingi taldi nauðsyn á að verja efna- hagslegt sjálfstæði og réttarfarslegt öryggi með fyrirvörum sem það setti. Og hvað með Norðurlöndin? Telja þau ekki nóg að gert með ríkisábyrgð á Icesave-samningnum þótt gerðir séu fyrirvarar til að tryggja efnahags- lega og lagalega stöðu þjóðarinnar og sjálft fullveldi hennar?“ Ósáttur við AGS Ólafur Ísleifsson telur AGS fara rangt að hér á landi með margvíslegu móti. Hann gagnrýnir gjaldeyrishöftin og skamman frest sem gefinn er til að ná jafnvægi á ríkissjóði. Landstjórinn Margir telja að Franek Rozwadowski (t.v.) fastafulltrúi AGS hér á landi sé í raun eins konar landstjóri. Skammt er síðan rætt var um að AGS kynni að gera athugasemdir við möguleg kaup ríkisins á hlutum í HS-Orku til að tryggja meiri- hlutayfirráð Íslendinga yfir orkuvinnslu fyrirtækisins. Með Franek á myndinni er Mark Flanagan frá AGS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.