Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 64
n Moggabloggarinn Heiða B. Heið- ars mætti á áhorfendapallana í Ráðhúsinu til að fylgjast með um- ræðunni um sölu hlutar Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Um þetta bloggar Heiða og athygli vekur að á meðan á umræðunni stóð var borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson nánast stanslaust á samskiptasíðunni Facebook. Skrifar Heiða að hann hafi verið í óða- önn að velja og hafna vinum, skrifa ummæli og lesa veggi vina sinna. Gísli Marteinn var ekki sá eini því Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir lék sér líka mikið á Facebook að sögn Heiðu. Heiðu blöskr- aði þetta og bað borgarfulltrúa um að loka Facebook. Eftir það skráðu borgarfulltrúarnir sig út af síðunni og hlustuðu á rest- ina af umræð- unni. Viltu vera vinur minn? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Laun Ásgerðar Halldórsdóttur, bæjar- stjóra Seltjarnarnesbæjar, hafa ver- ið lækkuð um 100 þúsund krónur að kröfu hennar sjálfrar. Ásgerði fannst hún þurfa að axla sína ábyrgð í því erf- iða efnahagsárferði sem nú ríkir. Seltjarnarnesbær lætur bæjarstjór- anum í té bifreið til afnota og fékk Ás- gerður Pajero-jeppa sem forveri henn- ar, Jónmundur Guðmarsson, ók á. Hún hefur óskað eftir að bílnum verði skipt út fyrir ódýrari bíl. Bæjarfélagið er hins vegar með bílinn í rekstrarleigu hjá Heklu og er samningsbundið næsta hálfa árið. Ásgerður þarf því að aka um á Pajero-jeppanum þar til í febrúar. Ásgerður tók við starfinu í sum- ar eftir að Jónmundur Guðmarsson var ráðinn framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Jónmundur einn launahæsti bæjarstjóri landsins, með 1,6 milljónir á mánuði. Ásgerður hafði verið bæjarfulltrúi á Seltjarnar- nesi í sjö ár og gegnt embætti forseta bæjarstjórnar áður en hún varð bæjar- stjóri. Þá starfaði hún einnig sem for- stöðumaður fjárhagsdeildar Íslands- banka. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs var Ásgerður með 1,1 milljón á mán- uði á síðasta ári. Ásgerður vildi sem minnst úr mál- inu gera þegar DV hafði samband við hana og vildi ekki tjá sig. Á bæjarskrif- stofu Seltjarnarnesbæjar var farið fram á formlega upplýsingabeiðni þegar spurt var um hver laun Ásgerðar væru nú. erla@dv.is Á Facebook í RÁðhúsinu Nemakortin eru til sölu á strætó.is ÍS L E N S K A S IA .I S S T R 4 65 46 0 8. 20 09 Ef X = 15000/2x5x30x8 þá er X bestu kaupin í strætó!* *Ef þú notar vetrarkort tvisvar sinnum á dag, fimm sinnum í viku, þá borgar þú aðeins 37 kr. fyrir ferðina. Vetrarkort: 15.000 kr. Haustkort: 8.000 kr. www.strætó.is Auðveldasta leiðin til að kaupa far með strætó strætó.is Ásgerður Halldórsdóttir bað um að laun sín yrðu lækkuð um 100 þúsund krónur: bæjaRstjóRi lækkaði laun sín n Leikarinn Magnús Guðmunds- son eignaðist hraustan og falleg- an dreng á dögunum með kærustu sinni, Gullý. Drengurinn var fjór- tán merkur og 48,5 sentímetrar og heilsast litlu fjölskyldunni afar vel. Parið hefur verið saman um nokkurt skeið og fyrir á Gullý lítinn dreng. Magnús hefur komið víða við í leik- listarlífinu eftir að hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007 og bregst leiklistarþyrstum áhorfend- um aldrei. Hann sló í gegn í Fool for Love, dillaði mjöðmunum í Fólkinu í blokkinni og nú geta leiklistarunnendur séð hann í leikritinu Rándýr í Leikhús- Batteríinu. Magn- ús er ekki við eina fjölina felldur þar sem hann er einnig menntaður hár- greiðslumaður og hefur getið sér gott orð á hársnyrti- stofunni Ónix. DRenguR FæDDuR n Stórleikarinn Stefán Karl Stef- ánsson færir út kvíarnar í tengsla- neti sínu á alheimsvefnum, enda hörð samkeppni í kvikmynda- bransanum vestan hafs. Stefán Karl er virkur á samskiptasíðunni Facebook og hefur nú byrjað að örblogga, eða tvíta, á Twitter. Á síð- unni er hægt að fylgjast með blogg- um fólks og áhugasamir geta að sama skapi fylgst með þínu bloggi og kallast þeir þá áhangendur. Stef- án Karl var ekki lengi að safna sér áhangendum og eftir að- eins nokkra klukkutíma voru nítján byrjaðir að fylgjast með bloggi Stefáns. Leikarinn hef- ur svo gerst áhangandi hjá ansi mörgum stórstjörnum, þar á meðal Idol- stjörnunni Adam Lambert og klám- kónginum Hugh Hefner. FæRiR út kvíaRnaR Sparsöm ásgerði finnst óþarfi að aka um á Pajero-jeppa og vill fá ódýrari bíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.