Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Síða 64
n Moggabloggarinn Heiða B. Heið- ars mætti á áhorfendapallana í Ráðhúsinu til að fylgjast með um- ræðunni um sölu hlutar Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Um þetta bloggar Heiða og athygli vekur að á meðan á umræðunni stóð var borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson nánast stanslaust á samskiptasíðunni Facebook. Skrifar Heiða að hann hafi verið í óða- önn að velja og hafna vinum, skrifa ummæli og lesa veggi vina sinna. Gísli Marteinn var ekki sá eini því Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir lék sér líka mikið á Facebook að sögn Heiðu. Heiðu blöskr- aði þetta og bað borgarfulltrúa um að loka Facebook. Eftir það skráðu borgarfulltrúarnir sig út af síðunni og hlustuðu á rest- ina af umræð- unni. Viltu vera vinur minn? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. Laun Ásgerðar Halldórsdóttur, bæjar- stjóra Seltjarnarnesbæjar, hafa ver- ið lækkuð um 100 þúsund krónur að kröfu hennar sjálfrar. Ásgerði fannst hún þurfa að axla sína ábyrgð í því erf- iða efnahagsárferði sem nú ríkir. Seltjarnarnesbær lætur bæjarstjór- anum í té bifreið til afnota og fékk Ás- gerður Pajero-jeppa sem forveri henn- ar, Jónmundur Guðmarsson, ók á. Hún hefur óskað eftir að bílnum verði skipt út fyrir ódýrari bíl. Bæjarfélagið er hins vegar með bílinn í rekstrarleigu hjá Heklu og er samningsbundið næsta hálfa árið. Ásgerður þarf því að aka um á Pajero-jeppanum þar til í febrúar. Ásgerður tók við starfinu í sum- ar eftir að Jónmundur Guðmarsson var ráðinn framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Jónmundur einn launahæsti bæjarstjóri landsins, með 1,6 milljónir á mánuði. Ásgerður hafði verið bæjarfulltrúi á Seltjarnar- nesi í sjö ár og gegnt embætti forseta bæjarstjórnar áður en hún varð bæjar- stjóri. Þá starfaði hún einnig sem for- stöðumaður fjárhagsdeildar Íslands- banka. Samkvæmt tekjublaði Mannlífs var Ásgerður með 1,1 milljón á mán- uði á síðasta ári. Ásgerður vildi sem minnst úr mál- inu gera þegar DV hafði samband við hana og vildi ekki tjá sig. Á bæjarskrif- stofu Seltjarnarnesbæjar var farið fram á formlega upplýsingabeiðni þegar spurt var um hver laun Ásgerðar væru nú. erla@dv.is Á Facebook í RÁðhúsinu Nemakortin eru til sölu á strætó.is ÍS L E N S K A S IA .I S S T R 4 65 46 0 8. 20 09 Ef X = 15000/2x5x30x8 þá er X bestu kaupin í strætó!* *Ef þú notar vetrarkort tvisvar sinnum á dag, fimm sinnum í viku, þá borgar þú aðeins 37 kr. fyrir ferðina. Vetrarkort: 15.000 kr. Haustkort: 8.000 kr. www.strætó.is Auðveldasta leiðin til að kaupa far með strætó strætó.is Ásgerður Halldórsdóttir bað um að laun sín yrðu lækkuð um 100 þúsund krónur: bæjaRstjóRi lækkaði laun sín n Leikarinn Magnús Guðmunds- son eignaðist hraustan og falleg- an dreng á dögunum með kærustu sinni, Gullý. Drengurinn var fjór- tán merkur og 48,5 sentímetrar og heilsast litlu fjölskyldunni afar vel. Parið hefur verið saman um nokkurt skeið og fyrir á Gullý lítinn dreng. Magnús hefur komið víða við í leik- listarlífinu eftir að hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2007 og bregst leiklistarþyrstum áhorfend- um aldrei. Hann sló í gegn í Fool for Love, dillaði mjöðmunum í Fólkinu í blokkinni og nú geta leiklistarunnendur séð hann í leikritinu Rándýr í Leikhús- Batteríinu. Magn- ús er ekki við eina fjölina felldur þar sem hann er einnig menntaður hár- greiðslumaður og hefur getið sér gott orð á hársnyrti- stofunni Ónix. DRenguR FæDDuR n Stórleikarinn Stefán Karl Stef- ánsson færir út kvíarnar í tengsla- neti sínu á alheimsvefnum, enda hörð samkeppni í kvikmynda- bransanum vestan hafs. Stefán Karl er virkur á samskiptasíðunni Facebook og hefur nú byrjað að örblogga, eða tvíta, á Twitter. Á síð- unni er hægt að fylgjast með blogg- um fólks og áhugasamir geta að sama skapi fylgst með þínu bloggi og kallast þeir þá áhangendur. Stef- án Karl var ekki lengi að safna sér áhangendum og eftir að- eins nokkra klukkutíma voru nítján byrjaðir að fylgjast með bloggi Stefáns. Leikarinn hef- ur svo gerst áhangandi hjá ansi mörgum stórstjörnum, þar á meðal Idol- stjörnunni Adam Lambert og klám- kónginum Hugh Hefner. FæRiR út kvíaRnaR Sparsöm ásgerði finnst óþarfi að aka um á Pajero-jeppa og vill fá ódýrari bíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.