Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 34

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 34
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201534 GRUNN- OG LEIKSKÓLASTJÓRAR Á ÍSLANDI – KULNUN Í STARFI ? starfsins. Anna Þóra Baldursdóttir (2002, 2003) sýndi fram á að greina mætti starfs- tengda kulnun hjá íslenskum grunnskólakennurum og rakti hana til aðstæðna í starfinu. Fleiri faghópar hafa verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til kulnunar í starfi. Þar má nefna rannsóknir meðal tannlækna (Óskar Marinó Sigurðsson, 2012), hjúkrunar- fræðinga (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, 2002), framhaldsskólakennara (Brynhildur Magnúsdóttir, 2012), félagsráðgjafa (Una Björk Kristófersdóttir, 2012), starfsmanna nokkurra stórra fyrirtækja og stofnana (Kristín Björg Jónsdóttir og Ragna B. Garðars- dóttir, 2012) og starfsmanna hjá upplýsinga- og tæknisviði Íslandsbanka (Ásta Sigríður Skúladóttir, 2011). Hjá öllum þessum starfshópum greindist kulnun í starfi. Skólastjórar gegna ýmsum ábyrgðarhlutverkum. Til að mynda bera þeir ábyrgð á fjárlagagerð, þróunarstarfi og samráði við kennara og foreldra (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir, 2008) ásamt því að tryggja öruggt og skilvirkt námsumhverfi fyrir nemendur. Í rannsókn Hólmfríðar Gylfadóttur kom fram að grunnskólastjórar þyrftu að sinna fleiri og flóknari verkefnum en áður var, þá skorti tíma til að sinna þeim og að þeir fengju takmarkaðan stuðning og úrræði frá skólayfirvöldum. Þeim fannst oft ofgnótt verkefna bíða þeirra og að vinnutími væri of langur (Hólmfríður Gylfadóttir, 2012). Við slíkar aðstæður getur myndast togstreita á milli faglegs forystuhlutverks og almennra stjórnunarstarfa (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir, 1994, 1997, 2008). Þær kröfur sem gerð- ar eru til skólastjóra geta því verið tilfinningalega krefjandi og streituvaldandi. Ýmsar mótsagnir geta falist í starfi skólastjórans þegar ábyrgð og sjálfstæði aukast; til að mynda að hann þurfi að geta tekið að sér viðbótarverkefni en fái ekki meiri tíma til að sinna þeim. Því getur dregið úr frelsi skólastjórans til athafna en hann ber áfram ábyrgðina á skólastarfinu og honum ber að vinna eftir settum reglugerðum (Börkur Hansen o.fl., 2008). Því mætti ætla að skólastjórar gætu átt við innri togstreitu að stríða af og til og þyrftu að gæta vel að tilfinningalegu jafnvægi. Þar sem starf skólastjóra getur verið mjög krefjandi getur það orðið til þess að hann upplifi töluverða streitu, og ef hún verður langvarandi geta afleiðingar hennar orðið kulnun í starfi (Yong og Yue, 2007). Rannsókn á tíðni kulnunar meðal leik- og grunnskólastjóra hér á landi er því mikilvæg viðbót við þekkingu á störfum þeirra og líðan. FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR Rannsóknir á fyrirbærinu kulnun sem atvinnutengdu sjúkdómseinkenni eiga sér ekki langa sögu. Skilgreining þess er enn í mótun og fræðimenn eru sífellt að finna nýja fleti á einkennum og afleiðingum kulnunar. Hakanen og Schaufeli (2012) benda á að fyrstur til að nota hugtakið í vísindalegu samhengi hafi verið geðlæknirinn Freuden- berger í grein sinni Staff burn-out árið 1974. Þar lýsir hann kulnun sem neikvæðu, starfstengdu, sálfræðilegu ástandi sem birtist í einkennum eins og líkamlegri þreytu, tilfinningalegri örmögnun og skorti á hvata. Freudenberger (1974) dró þá ályktun að einstaklingar sem vinna of mikið, of lengi, af ákefð eða hafi mikla þörf fyrir að gefa af sér eigi kulnun á hættu. Einnig að lítt krefjandi og fábreytt verkefni geti leitt til kulnun- ar. Um svipað leyti var félagssálfræðingurinn Maslach að rannsaka tilfinningar fólks á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.