Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 12. apríl 2010 FRÉTTIR Í stað þess að fjölga golfbrautum í Grafar- vogi væri hægt að nýta 230 milljónir, sem áætlaðar eru til að bæta við 9 brautum, í önnur verkefni í Reykjavíkurborg. Hér koma hugmyndir DV að nokkrum brýnum verkefnum fyrir börnin í borginni. Á sama tíma og borgarstjórn Reykja- víkur hefur samþykkt að veita Golf- klúbbi Reykjavíkur, GR, 230 milljóna króna styrk á næstu fjórum árum búa grunn- og leikskólabörn í borginni við niðurskurð og skerðingu á þjón- ustu. Milljónirnar eru eyrnamerkt- ar stækkun golfvallar félagsins við Korpúlfsstaði og á að bæta þar níu holum við völlinn. Styrkveitingin er reyndar í upp- námi eftir að í ljós kom að GR hefur á síðustu þremur árum fengið rúm- ar 200 milljónir frá borginni til ný- framkvæmda án þess að féð hafi skil- að sér þá leið sem til var ætlast. Innri endurskoðun borgarinnar fer nú yfir málið. Minnihluti borgarstjórnar hef- ur harðlega mótmælt fyrirhugaðri styrkveitingu og sagt hana undar- lega forgangsröðun á meðan grunn- og leikskólabörn búi við niðurskurð. DV veltir hér upp hugmyndum að brýnum verkefnum sem hægt væri að setja milljónirnar í, með áherslu á börnin í borginni. GOLFPENINGAR GETA NÝST VEL TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Tveir nýir leikskólar Hægt væri að byggja tvo nýja leikskóla í Reykjavíkurborg, 750 fermetra hvorn miðað við byggingavísitölu, og fækka um leið á biðlistum borgarinnar. Þó að biðlistarnir hafi styst í kreppunni, þar sem auðveldara hefur reynst að manna stöður í leikskólunum, er enn biðlista að finna í sumum hverfum. Með því að fjölga leikskólunum væri hægt að fækka á biðlistunum. Áætlaður kostnaður: 230 milljónir. Frítt í sund Í stað þess að fjölga holunum á golfvelli GR væri hægt að gefa börnum frítt í sund næstu fjögur ár og líka á bókasöfn Reykjavíkurborgar. Tæplega 500 þúsund börn fara í laugarnar á hverju ári. Í stað þess að láta börnin borga fyrir að fara í laugarnar væri hægt að nota fjármunina til að fella niður barnagjaldið og hvetja börnin í borginni enn frekar til að hreyfa sig meira. Áætlaður kostnaður: 180 milljónir. Klára skóla Fyrir upphæðina sem golfklúbburinn á að fá væri hægt að klára framkvæmdir við tvo grunnskóla borgarinnar, annars vegar Norðlingaskóla í Norðlingaholti og hins vegar Sæmundarskóla í Grafarholti. Hvorugur þeirra er fullkláraður og DV veltir fyrir sér hvort ekki sé brýnna að klára byggingu skól- anna áður en golfholum er bætt við völlinn við Korpúlfsstaði. Áætlaður kostnaður: 230 milljónir. Fyrr í leikskólaUpphæðin sem renna á til GR er sú sama og skorin er niður á leikskólasviði vegna sumarstarfa. Flest börn komast nú inn á leikskóla um átján mánaða aldur. Ef 230 milljónir yrðu settar í sumarstörf hjá leikskólunum þýddi það að börn kæmust fyrr inn í leikskólana. Áætlaður kostnaður: 230 milljónir. Efla skóla Þessum 230 milljónum mætti deila niður á grunn- skólana í Reykjavík sem hafa þurft að skera talsvert niður í kennslu, vettvangsferðum og félagsstarfi. Reykjavíkurborg rekur 39 grunnskóla sem þýðir að hver skóli fengi tæpar 6 milljónir í sinn sjóð, eða nærri 1,5 milljónir á ári hver skóli næstu fjögur ár. Í grunnskólunum stunda tæplega 15 þúsund börn nám sem myndu njóta góðs af þessum milljónum. Áætlaður kostnaður: 230 milljónir. Stórbæta Grafarholt Á sama tíma og verið er að hugsa um að fjölga golfholum í Grafarvogi búa börn og ungmenni í Grafar- holti við slæman kost þegar kemur að íþróttaaðstöðu í hverfinu. Með þessari fjárhæð væri hægt að stórbæta þá aðstöðu, til að mynda með því að fullklára íþróttahúsið í hverfinu, koma upp gervigrasvelli og minni sparksvæðum. Áætlaður kostnaður: 200 milljónir. n Opna Tjarnarbíó Það vantar 20 milljónir til að taka Tjarnarbíó í notkun. Það hefur verið lokað frá því snemma árs 2008 og á meðan er ekkert hægt að nýta það undir gróskumikið starf listafólks þjóðarinnar. Áætlaður kostnaður: 20 milljónir. n Efla samgöngur Það væri hægt að efla almenningssamgöng- ur í höfuðborginni og leggja féð til fjárfest- inga fyrir Strætó bs. Upphæðin myndi duga fyrirtækinu til að kaupa 10 nýja strætisvagna sem aftur gagnast fyrirtækinu næstu 10 ár. Áætlaður kostnaður: 230 milljónir. n Hjálpa fátækum Hægt er að leggja milljónirnar inn í velferð- arkerfið og gera betur við þá sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda í kreppunni. Áætlaður kostnaður: Óljós. Önnur brýn verkefni: Birtir til hjá golfiðkendum Formaður GR segir brýnt að koma atvinnulausum meðlimum klúbbsins til aðstoðar með nýjum golfbrautum. Slíkt segir hann myndu veita birtu inn í framtíðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.