Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 15
FRAMKVÆMDIR OG FYRIRGANGUR SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is NEYTENDUR 12. apríl 2010 MÁNUDAGUR 15 MEINHOLLAR PAPRIKUR Grænmeti er allra meina bót. Þar er paprikan engin undantekning. C-vítamín í einni papriku jafnast á við fjórar appelsínur auk þess sem hún er algjörlega fitusnauð og inniheldur lítið sem ekkert af kaloríum. Paprikur geymast best við 15 til 18 gráðu hita. Þeir sem eiga í vandræð- um með að velja paprikurnar úti í búð ættu að hafa í huga að þær eiga að vera þéttar og fastar í sér. Þær eru enn fremur til- valdar til innkaupa ef liturinn er stekur og fallegur. MISSTI BÍLINN EN FÆR EKKERT UPP Í SKULDINA alls ekki nýr,“ segir Runólfur og bendir á að meðalaldur bifreiða á Íslandi sé um tíu ár. „Nýr bíll er ekki það sama og tólf ára hlutur, það vita allir sem hafa keypt sér notaðan bíl. Það á ekki að miða matið við nýjan bíl,“ segir hann. Málunum hefur fækkað Runólfur segir að félagið hafi gagnrýnt harðlega og sent erindi til opinberra aðila út af því hvernig fjár- mögnunarfyrirtækin framkvæma kostnaðarmat í tengslum við uppgjör vegna bílsasamninga. „Það hefur allt of oft verið mjög í óhag neytendum og þvert á þær viðmiðanir sem eru á markaði,“ segir Runólfur. Hann seg- ist hafa orðið var við áherslubreyt- ingar hjá fyrirtækjunum eftir þetta. „Við fáum eitt og eitt mál en þeim hefur fækkað mjög. Sum fyrirtækin eru betri en önnur þegar kemur að þessu,“ segir Runólfur og bætir við að lögum samkvæmt megi eignaleigu- fyrirtækin ekki beita neytendur af- arkostum og þeim beri að gæta jafn- ræðis. „Það hefur nokkuð borið á því að þetta sé einhliða uppgjör þar sem viðkomandi einstaklingar hafa vart getað borið hönd fyrir höfuð sér,“ seg- ir hann. Kostnaðarfrek vörslusvipting Spurður hvaða ferli fari í gang þegar fólk hætt- ir að geta borgað af bílasamningum segir Magnús að eftir 45 daga fái fólk sent riftunar- bréf. Hann hvet- ur alla viðskipta- vini sem eiga í greiðsluvanda að tala við Av- ant, frekar en að stinga hausn- um í sandinn og hætta að borga. „Oftar en ekki þarf vörslusviptinga- fyrirtækið, sem við erum með samn- ing við, að eltast við bílana hjá fólki. Það getur tekið langan tíma og getur verið kostnaðarfrekt,“ segir Magnús. Hann segir að þegar bifreiðin sé fund- in sé hún flutt á löggilt skoðunarverk- stæði sem fari yfir alla þætti sem varði ástand bifreiðarinnar. Í framhaldi er viðskiptavinum sent uppgjör, sem hann hafi tíu daga til að andmæla. Þegar ástandsskoðun er lokið segir Magnús að metið sé hverju sinni hvort ákveðið sé að gera við bílinn og setja á bílasölu eða hvort hann sé settur á uppboð. „Við reynum að koma þeim í þokkalegt ástand en bílarnir eru oft í skelfilegu ástandi. Við reynum alltaf að fá sem mest fyrir bílana, hvort sem það er á uppboði eða á bílasölu,“ segir Magnús. Hann segir aðspurður að heimt- urnar frá þeim sem sviptir hafa verið bifreiðum sínum séu sjaldnast góð- ar. „Þú getur rétt ímyndað þér hvort líklegt sé að ég fái eitthvað frá þess- um einstaklingi. Í þessu dæmi sem þú lýsir virðast ekki miklir möguleik- ar á góðum endurheimtum, þó fólk sé auðvitað eins misjafnt og það er margt. Það er dýrast fyrir alla að gera ekki neitt og ég hvet fólk eindregið til að ræða við okk- ur,“ segir hann að lokum. Reyna að leysa öll vandamál Framkvæmdastjóri Avant hvetur alla viðskiptavini sem eiga í greiðsluerfiðleik- um til að ræða við fyrirtækið í stað þess að stinga höfðinu í sandinn. Ósátt við uppgjörið Kristín María segir að Toyota-bíllinn hafi verið í fínu ásigkomulagi, miðað við aldur. MYND RÓBERT REYNISSON Eigendur í fjöleignarhúsum þurfa allir einhvern tíman að ráðast í við- hald, breytingar og endurbætur á íbúðum sínum. Það er gömul saga og ný. Eigendur hafa verulegt svig- rúm í því efni gagnvart sameigend- um þótt slíkar framkvæmdir valdi einatt sambýlisfólkinu ónæði. Stundum er þetta „Sagan enda- lausa“ og framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er oft fylgifiskur. Eru dæmi um illvíg- ar deilur vegna þessa og að íbúð- areigendur hafi jafnvel flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta. Þegar framkvæmdagleð- in gengur af göflunum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráð- anleg og illkynja í þokkabót. Sátt- fýsi, sanngirni, málamiðlun, tillits- semi, skilningur og umburðarlyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin. Hús hins himneska friðar Í fjölbýli er fín línan milli athafna- frelsis og hagnýtingar eins og frið- ar annars. Jafnvægið er hárfínt og viðkvæmt. Þar gildir hið gullna meðalhóf sem mörgum gengur svo tregt að feta. Mörkin milli athafna- frelsis eins og næðisréttar annars eru hárfín og þarf lítið til að raska því. Smæstu mál geta á augabragði blossað upp í skaðræðis ófriðarbál. Hús hins himneska friðar getur á örskotsstundu orðið vítishús. Tillitssemi Eigendum er skylt að haga hag- nýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmilegt er og venjulegt. Eiganda ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til sambýlisfólks síns og fara eftir lögum og reglum og samþykktum húsfélagsins í því efni. Í flestum tilvikum er sambýlið til allrar hamingju með ágætum án þess að menn séu að velta fyrir sér reglum og fari meðvitað eftir þeim. Meðalhóf Í fjölbýlishúsum er hver inn á gafli hjá öðrum. Venjulegt fjölskyldu- brambolt verða menn að umlíða granna sínum þótt því fylgi eitt- hvert ónæði. Það er almennur mælikvarði sem gildir. Eigandi á ekki kröfu á því að tekið sé sérstakt tillit til viðkvæmni hans. Það er meðalhófið sem ræður. Menn hafa sanngjarnt svigrúm til að fegra, breyta og bæta heimili sín í takt við tímann og þarfir hverju sinni þótt því fylgi rask, umrót og ónæði. Heimilisfriður annarra eigenda er sömuleiðis varinn í lögum. Menn eiga rétt á hvíld og næði á heimil- um sinum til að hlaða batteríin fyr- ir lífsbaráttuna. Takmörk Eigendum fjöleignarhúsa eru sem sagt takmörk sett við hagnýtingu eigna sinna og þeir hafa fráleitt frítt spil og mega ekki fara sínu fram á sínum forsendum eingöngu og kæra sig kollótta um hagsmuni og rétt sameigenda sinna Á hinn bóg- inn verða íbúar í fjöleignarhúsum að sætta sig við og þola að vissu marki ónæði og óþægindi sem ekki verða umflúin. Menn verða að sætta sig við það að þeir eru á sama báti, undir sama þaki, og fleira fólk sem lifir sínu lífi og á sér líka til- verurétt. Draga úr ónæði Þeir sem búa í fjölbýli verða að sætta sig við ýmis „óþægindi“ vegna hins nána sambýlis en þeim er hins vegar óskylt að búa við við- varandi verulegt ónæði. Ýmiss konar brölt og fyrirgangur er eðli- legur þáttur í viðhaldi og eðlilegum endurbótum og umhirðu eignar, t.d hamarshögg og boranir. Öðru máli gegnir hins vegar um múr- brot og annan „djöfulgang“ en telja verður að aðrir eigendur þurfi ekki að þola slíkt nema á daginn. Rík skylda hvílir á eiganda sem stend- ur í framkvæmdum að hann geri allt sem í hans valdi stendur til að sambýlisfólk hans verði fyrir sem minnstu ónæði og óþægindum vegna þeirra. Í himnalagi eða andskotinn laus Ef fólk færi almennt eftir hinni góðu bók um að gera öðrum ekki neitt sem það vill ekki að aðrir gjöri því væri allt í himnalagi. En við erum því miður upp til hópa þrjóskir, yfirgangssamir, ráðríkir, heimaríkir frekjuhundar sem eiga bágt með að setja sig í spor annarra og beita málamiðlun. Í stað þess að fara eftir boði Nýja testament- isins virðist okkur mikið tamara að fara eftir grimmum og hefnigjörn- um boðum í Gamla testamentinu um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Og þá er vísast andskotinn laus. Brotið og bramlað Í lögum um fjöleignarhús eru eng- in bein ákvæði um það hversu lengi og á hvaða tímum megi smíða, brjóta og bramla en þar er hins vegar almennt boðið að íbú- ar skuli gæta þess að valda sam- býlisfólki sínu ekki óþarfa ama og óþægindum. Jafnframt er mælt fyrir um að húsreglur skuli geyma nánari fyrirmæli um hagnýtingu eigna og samskipti eigenda í því efni. Skal í þeim m.a. koma fram bann við röskun á svefnfriði a.m.k frá miðnætti til klukkan sjö. Frá þessari reglu má þó alls ekki gagn- álykta á þá lund að láta megi ill- um látum á öðrum tímum. Menn eiga alltaf að stíga varlega til jarðar eða gólfs og sýna hver öðrum til- litssemi ávallt og á öllum tímum. Húsfélag getur sett reglur til höf- uðs ónæðissömum framkvæmd- um og sett þeim eðlilegar og sann- gjarnar hömlur. Verktími og samráð Almennt má segja að viðhald og endurbætur í fjöleignarhúsum eigi að framkvæma á eins skömmum tíma og framast er unnt og með sem allra minnstu ónæði og rösk- un fyrir aðra íbúa hússins. Þó verð- ur að játa framkvæmdaglöðum eig- anda ákveðið sanngjarnt svigrúm í tíma og framkvæmdatilhögun. Brýnt er að hann kosti kapps um að hafa samráð við aðra eigendur fyr- irfram og upplýsi þá um framgang og stöðu verksins og reyni eins og kostur er að taka tillit til eðlilegra sanngjarnra óska og sjónarmiða annarra eigenda við framkvæmd- ina. Framkvæmdir sem hefjast eins og þruma eða loftárás úr heiðskíru lofti valda mikið frekar deilum og leiðindum en þær sem tilkynnt er um fyrir fram og ráðist er í með til- litssemi og nágrannakærleika að leiðarljósi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.