Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2010, Blaðsíða 16
Mesta áfall sem Pólland hefur upplif- að síðan í síðari heimsstyrjöldinni reið yfir að morgni laugardags þegar Lech Kaczynski, forseti landsins, og fjöldi annarra háttsettra einstaklinga fórust í flugslysi við Smolensk í Rússlandi. Orsakir slyssins eru raktar til mistaka flugstjóra vélarinnar, en hann hafði að engu tilmæli um að reyna ekki lend- ingu í Smolensk vegna mikillar þoku. Eiginkona Lechs Kaczynski, María, og níutíu og fimm aðrir fórust í slysinu, en tilgangur ferðarinnar var minningarathöfn vegna fjöldamorða Sovétmanna, sem kennd eru við Kat- yn-skóg, á um 22.000 pólskum föng- um árið 1940. Fljótlega í kjölfar slyss- ins var sagt að Jaroslaw, tvíburabróðir Lechs, hefði einnig farist með vélinni en þau tíðindi voru ekki á rökum reist. Í stað þess að hætta við lendingu, eins og flugstjóranum var ráðlagt, reyndi hann að lenda og mistókst í það minnsta einu sinni áður en hann flaug á trjátoppa, með þeim afleið- ingum að vélin steyptist niður í skóg- lendi. Á viðkvæmum tímamótum Flugslysið hefði ekki getað átt sér stað á viðkvæmari tímamótum í samskipt- um Rússlands og Póllands. Í fyrri viku var Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, viðstaddur athöfn sem haldin var til að minnast Katyn-fjölda- morðanna ásamt Donald Tusk, for- sætisráðherra Póllands, og var litið á nærveru Pútíns sem athöfn sátta af hálfu ráðamanna í Kreml. Hvað sem nærveru Pútíns leið voru Pólverjar ekki á eitt sáttir við að hann talaði um fjöldamorðin sem „glæp,“ og síðar sagði hann að um hefði ver- ið að ræða refsingu vegna þess að um 30.000 sovéskir fangar dóu í fanga- búðum Pólverja árið 1920. Til að bæta gráu ofan á svart vakti furðu á meðal ættingja fórnarlamba Katyn-fjöldamorðanna að Rússar skyldu neita að láta af hendi skjöl um fjöldamorðin, sem fyrirfinnast í skjala- safni frá tíma Sovétríkjanna. „Vona að ég fái vegabréfsáritun“ Lech Kaczynski átti það til að ögra ráðamönnum í Kreml og engin trygging var fyrir því að hann fengi hlýlega móttökur í Smolensk. Hann var þó staðráðinn í að vera við- staddur athöfnina, ekki til að „ögra samskiptum við Rússland“, eins og hann orðaði það, heldur til að sýna 400 ættingjum fórnarlamba Kat- yn-fjöldamorðanna, sem vænst var að yrðu við athöfnina, stuðning. „Ég vona að ég fái vegabréfsáritun,“ hafði hann sagt í gríni. Haft er eftir pólskum eftirlits- 16 MÁNUDAGUR 12. apríl 2010 FRÉTTIR Þjóðarsorg ríkir í Póllandi vegna flugslyssins í Smolensk í Rússlandi á laugardagsmorg- un. Í flugslysinu fórust forsetahjón Póllands, Lech Kaczynski og María, og fjöldi hátt settra forystumanna pólsku þjóðarinnar. Forsetinn og föruneyti hans voru á leið til Smolensk vegna minningarathafnar um Katyn-fjöldamorðin. Slysið er rakið til mistaka flugstjóra vélarinnar. ÞJÓÐARHARMUR Í PÓLLANDI KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Þetta er án efa hörmulegasta atvik í Póllandi eftir- stríðsáranna. Lech Kaczynski, forseti Póllands, var umdeild- ur leiðtogi. Hann var ávallt óhræddur við að spila á almennigsálitið og sem borgarstjóri í Varsjá bannaði hann í tvígang skrúðgöngur samkynhneigðra og mælti með því að dauða- refsingar yrðu teknar upp að nýju. Kaczynski var kjörinn forseti Póllands árið 2005 og á meðan á kosningabaráttunni stóð sagði hann að Pólverjar þyrftu forseta sem berðist fyrir hagsmunum þeirra. Hann sagði að Pólland, úr viðjum kommúnisma, oft kallað „Þriðja lýðveldið“, þyrfti róttækar breytingar til að verða „Fjórða lýðveldið“ og byggja á félags- legu réttlæti og styrk. Flokkur Kaczynskis, Lög og réttur, leggur áherslu á hefðbundin gildi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og var stofnaður af Lech Kaczynski og tvíburabróður hans, Jaroslaw, árið 2001. Bræðurnir höfðu þó fyrir leikið stórt hlut- verk í að móta ímynd Póllands þegar tími kommúnismans í landinu var liðinn. Í forseta- kosningunum árið 1990 voru þeir lykilmenn í að tryggja Lech Walesa, leiðtoga Einingar, sigur. Slær í brýnu Um 1990 kastaðist í kekki á milli Kaczynski- bræðranna og Walesa og náði ósætti þeirra hámarki árið 2009 þegar Walesa kærði Lech Kascynski fyrir að fullyrða að hann hefði í reynd njósnað fyrir leynilögreglu kommún- istastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir kosningarnar árið 2005 héldu tví- burabræðurnir um stjórnartauma, Lech sem forseti og, frá 2006, Jaroslaw sem for- sætisráðherra, en árið 2007 þurfti Lech að fara í samstarf með Donald Tusk forsætis- ráðherra sem hafði tapað fyrir Lech tveimur árum fyrr. Samkvæmt stjórnarskrá Póllands hefur forsetinn minna vald en forsætisráðherrann, en er engu að síður áhrifamikill með tilliti til utanríkisstefnu landsins. Ekki var talið útilokað að Lech Kaczynski myndi lúta í lægra haldi fyrir Bronislaw Komorowski í október, en Komorowski hefur nú tekið við embætti forseta Póllands. Lech Kaczynski (1949-2010) Lech Kaczynski var sannarlega málsvari þjóðar sinnar, hann elskaði land sitt og var óumdeilanlega Evrópubúi. n Katyn-fjöldamorðin eru kennd við skipulegar aftökur Sovétmanna á um 22.000 Pólverjum árið 1940. Þrátt fyrir að fjöldamorðin séu kennd við Katyn-skóginn voru þær framkvæmdar víðar, til dæmis í höfuðstöðvun leynilögreglu Sovétríkjanna, NKVD, í Smolensk, í sláturhúsi í Smolensk og í fangelsum í Kalinin, Kharkov, Moskvu og fleiri borgum Sovétríkjanna. Flestir hinna myrtu voru tengdir stjórnmál- um, hernum eða menningargeiranum. Þjóðverjar fundu fjöldagrafirnar í Katyn- skógi árið 1943 en Sovétríkin neituðu ábyrgð á fjöldamorðunum allt til ársins 1990 þegar þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbatsjoff, viðurkenndi ábyrgð Sovétmanna. Katyn-fjöldamorðin Lech og María Kaczynski Lech Kaczynski varð forseti Póllands árið 2005. Af slysstað Flugstjóri vélarinnar hundsaði tilmæli. Katyn-fjöldamorðin Um 22.000 pólskir fangar voru myrtir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.