Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 12
Maí 1940 Enska herliðið hefur unnið að því í dag að koma sér fyrir í bæn- um og í nágrenni hans. Aðal bæki- stöð hefir það haft í Hafnarhúsinu (ekki í Mjólkurfélagshúsinu eins og sagt var í aukaútgáfu blaðsins í morgun), og húsnæði hefir ver- ið tekið á leigu hjá Eimskipafélagi Íslands, og er þar geymdur farang- ur herliðsins, sem er æði mikill og margvíslegur. Bifreiðar hafa stöðugt verið á ferð um bæinn og út úr bænum með farangur. Helstu hús, sem hér hafa verið tekin til afnota, önnur en þau , sem talin voru í morgun, eru þau er hér greinir: Franski spítal- inn, Iðnskólahúsið, Austurbæjar- skólinn, K.R.-húsið, Í.R.-húsið, en foringjarnir hafa aðsetur að Hótel Borg. Mikill liðsflutningur hefir farið fram út úr bænum, og er auðsætt að herliðið mun hafa aðalbækistöðvar utan bæjarins, og er getið til að það muni hafa aðsetur í nánd við Sand- skeið og í Hvalfirði, en það skal sér- staklega tekið fram að slíkt eru get- gátur einar, en engin vissa. ...fyrir 70 árum Mánudaginn 20. desember 201012 V Í S I R árið 1940 Janúar 1940 Í dag kl. 2 hófst minningarathöfn, sem haldin var fyrir at- beina ríkisstjórnar Íslands yfir líkbörum Einars skálds Bene- diktssonar, en líkið verður flutt austur á Þingvöll á morgun og jarðsett þar í hinum nýja grafreit, sem ætlaður er úrvalsmönn- um hinnar íslensku þjóðar. Athöfninni í dag var háttað í meginatriðum svo sem hér segir: Kl. 1.50 síðd. lék Lúðrasveit Reykjavíkur sorgarmars á Austurvelli, en kl. 2 var gengið í kirkju og lék Páll Ísólfs- son á kirkjuorgelið. Þá voru sungin 6 erindi úr útfararsálmin- um „Allt eins og blómstrið eina“. Því næst talaði síra Ólafur Magnússon í Arnarbæli, en hann var sambekkingur skálds- ins og góðvinur. Þá var sunginn gullfallegur sálmur eftir Ein- ar heitinn Benediktsson er hefst á orðunum: „Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum“. Að því loknu lék Björn Ólafs- son fiðluleikari lag eftir Bach og herra biskupinn yfir Íslandi, Sigurgeir Sigurðsson flutti ræðu. Að lokum söng dómkirkju- kórinn: Ó, guð vors lands. Er kistan var borin úr kirkju lék Lúðrasveitin: „Rís þú Íslands unga merki“. Í kirkjunni stóðu háskólastúdentar heiðursvörð. Í fyrramálið verður lík þjóðskáldsins flutt til Þingvalla og jarðsett þar. Útför Einars Benediktssonar skálds. Minningarathöfnin í dag. A albækistö var Bretahers í ná- grenni Reykjavíkur? Ymsar rá stafanir, sem ger ar hafa veri eftir landgönguna. Tillaga: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir eftirfarandi: 1. Flokkurinn hefir ávallt haft og hefir enn efst á stefnuskrá sinni fullkomið sjálfstæði lands og þjóðar. 2. Flokkurinn er algerlega samþykkur ályktunum Alþing- is 1928 og 1937 í sjálfstæðismálinu, sem sé að íslenska þjóðin eigi óhikað að neyta uppsagnarákvæðis sambands- laganna undir eins og lögin heimila, og taka alla meðferð málefna sinna í eigin hendur. 3. Flokkurinn er einráðinn í því að vinna að lausn þessa máls á nefndum grundvelli, bæði inn á við og út á við. a) Með því að efla meðvitund þjóðarinnar sjálfrar um hið mikla hlutverk, er hennar bíður, og getu hennar og dug til þess í hvívetna að standa sem mest og best á eigin fótum efnalega og menningarlega, og b) Með því að undirbúa utanríkismál og aðrar fullveld- isframkvæmdir Íslendinga, heima og erlendis, með öll- um þeim ráðum, sem framast er kostur á. Sjálfstæðismálið. Helgríma Einars skálds Benediktssonar Á verði við olíustöð BP á KIöpp. Létt hríðskotabyssa rétt hjá Landssímastöðinni. Skipað upp úr b.v. Sindra. Beitiskipið „Berwick" á ytri höfninni. September 1940 Yfirmaður upplýsingadeildar breska setuliðsins, Captain Wise, gaf í morgun blaðamönnum skýrslu í stutt- bylgjustöðvamálinu sem verið hefir á döfinni að undanförnu. Er rannsókn málsins lokið af hendi Breta og Íslend- ingarnir tveir hafa verið sendir áleið- is til Bretlands, þar sem þeir verða í haldi, þar til stríðinu er lokið. Mál þetta hófst á því að bresk hlustunarstöð, sem hér starfar heyrði sendingar, sem fram fóru milli þýskr- ar stöðvar og íslenskrar. Var það þýska stöðin sem kallaði íslensku stöðina upp og notaði kallmerki það, sem skráð er á nafn Sigurðar Finn- bogasonar. Byrjaði þýska stöðin á því að spyrja, hvort héðan væri nokkrar fréttir af stríðinu og svaraði íslenska stöðin. Kvaðst sendandinn vona, að geta bráðlega sett sig aftur í sam- band við Þýskaland. Bretar myndu líklega flytja bráðlega og þá myndi hann setja sig í samband við þýsku stöðina. Að lokum óskaði hann Þýskalandi heilla í styrjöldinni við Bretland. Stuttbylgjustöðvamálið: Íslendingarnir verða í varðhaldi í Bretlandi til stríðsloka. Þeir eru ekki stríðsfangar, en verða hafðir undir eftirliti. Maí 1940 Frá því hefir verið skýrt hér í blaðinu, að Nuffield lávarður, hinn heimskunni breski bifreiðafram- leiðandi (Morris) hefði gefið stáll- unga hingað til lands. Hefir einnig hér í blaðinu birst mynd af stáll- unga, sem amerískur auðkýfingur lifir í. Án þessa tækis getur hann ekki lifað. Nú er stállunga það, er Nuf- field lávarður gaf, komið hing- að til lands. Það er geymt suður á Landspítala, þar sem það verð- ur framvegis undir umsjá Ófeigs Ófeigssonar læknis. Bauð hann blaðamönnum í gær að skoða undragrip þennan. Skýrði læknir- inn helstu notkunarreglur og frá tildrögum þess að þetta tæki er komið hingað til lands. Stállungað Merkilegt tilboð frá ensk- um háskólakennara. Hjúkrunarkona á Landspítalanum í stállunganu. Febrúar 1940

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.