Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 24
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik á ágætan möguleika á sæti í HM: Ísland mætir Úkraínu í umspili Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta mætir liði Úkraínu í umspils- leikjum um laust sæti á HM í hand- bolta. Mótið fer fram í Brasilíu á næsta ári. Dregið var fyrir úrslitaleik Svíþjóðar og Noregs á Evrópumót- inu sem fram fór í gær. Ísland var í neðri styrkleikaflokki þegar dreg- ið var í gær en í þeim efri voru lið- in sem enduðu í 4.–12. sæti á Evr- ópumótinu, nema Rússland sem er ríkjandi heimsmeistari og nú þegar búið að tryggja sér þátttökurétt á HM í Brasilíu. Möguleikar Íslands á að komast á HM eru ágætir en Úkraína end- aði í tólfta sæti á Evrópumótinu sem lauk í Noregi og Danmörku í gær. Ís- land endaði í fimmtánda sæti á sínu fyrsta móti en Úkraína er með mikla og ríka hefð í kvennahandbolta. Hef- ur Úkraína tekið þátt í nánast öllum stórmótum síðastliðin sextán ár. Fyrri leikur liðanna verður leik- inn hér heima annað hvort 4. eða 5. júní á næsta ári en liðin mætast svo aftur viku síðar í Úkraínu. Noregur og Svíþjóð hafa nú þegar tryggt sér sæti á HM í Brasilíu með því að leika til úrslita á EM. 24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 20. desember 2010 Mánudagur Shearer vill ekki taka við Blackburn n Markahæsti leikmaður ensku úr- valsdeildarinnar frá upphafi, Alan Shearer, ætlar sér ekki að gerast næsti knatt- spyrnustjóri Blackburn en sá kvittur kom upp í Englandi fyrir helgi. „Sparið peningana ykkar. Ég ætla ekki að taka við Blackburn,“ svaraði hann aðspurður um orðróminn. Leitin heldur áfram en Steve Kean hefur stýrt liðinu í millitíðinni og var við stjórnvölinn þegar Blackburn gerði 1–1 jafntefli gegn West Ham í einum af þeim tveimur leikjum helgarinnar sem fóru fram. Khan vill þroskast n Breski hnefaleikakappinn Amir Khan segir að hann muni berjast gegn Floyd Mayweather eftir eitt ár en sjálfur ætlar hann að hætta eftir fjögur ár. Talið var að Khan myndi berjast fljótlega við Mayweather en Bretinn ætlar að bíða aðeins með það. „Það er klárlega möguleiki fyrir mig að berjast við Floyd. Það verður samt líklega ekki minn næsti bardagi. Frekar eftir um eitt ár. Það gefur mér meiri tíma til að þroskast og öðlast meiri reynslu,“ segir Amir Khan. Hrós frá Zidane n Breska ríkissjónvarpið veitti David Beckham í gær sérstök heið- ursverðlaun fyrir framlag hans til bresks íþrótta- lífs. Fyrrverandi samherji hans og einn albesti knattspyrnu- maður sögunn- ar, Zinedine Zidane, nýtti tilefnið og hrós- aði vini sínum. „Hjá Real Madrid var Beckham til fyrirmyndar innan vallar sem utan . Hann mætti á æfingu klukkutíma á undan öllum og fór klukkutíma seinna en allir. Baráttuandinn hans var endalaus enda alinn upp í enska boltanum. Ég eyddi fjórum árum með honum hjá Real Madrid og þar tók ég eftir að hann var fyrst og fremst frábær persóna sem og frábær knattspyrnumaður,“ segir Zidane. Hamilton mesti töffarinn n Lewis Hamilton, ökumaður McLaren í Formúlu 1, er mesti töffarinn í Formúlunni ef marka má könnun sem Hilton Racing gerði á meðal aðdáenda íþróttarinnar. Hamilton kom vel út úr þeirri könnun en hann hlaut verðlaunin fyrir að vera mesti töffarinn, best klæddi ökuþórinn og bestur í framúrakstri. Kærastan hans, söngkonan Nicole Scherzinger, var kjörin heitasta konan í kringum Formúluna. Molar Bætti fjögur Íslandsmet Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í gærmorgun Íslandsmetið í 200 metra bringusundi kvenna á HM í 25 metra laug sem fram fer í Dúbaí. Hrafnhildur kom í mark á 2:24,15 mínútum og bætti tveggja ára gamalt met Erlu Daggar Haraldsdóttur um meira en tvær og hálfa sekúndu. Tíminn dugði henni til tólfta sætis en þar sem engin undanúrslit eru í lengri sundgreinum komst hún ekki í úrslitasundið. Hrafnhildur hefur því lokið keppni á HM en á mótinu bætti hún alls fjögur Íslandsmet og var ávallt á meðal sextán bestu í öllum þremur bringusundsgreinunum. Langþráður sigur hjá Aroni Aron Kristjáns- son og hans menn í þýska handknattleiksliðinu Hannover-Burg- dorf unnu um helgina langþráðan deildarsigur á Lübbecke, 29–26, en Hannover er í mikilli fallbaráttu. Ásgeir Örn Hall- grímsson skoraði fimm mörk fyrir Burgdorf og var markahæstur íslensku leikmannanna þriggja hjá liðinu. Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk og Hannes Jón Jónsson fyrirliði skoraði tvö mörk. Þórir Ólafsson skoraði ekki fyrir Lübbecke. Lübbecke er í 11. sæti með 12 stig. n Tékkland – Svartfjallaland n Holland – Tyrkland n Spánn – Makedónía n Frakkland – Slóvenía n Króatía – Serbía n Ísland – Úkraína n Þýskaland – Ungverjaland n Pólland – Danmörk eða Rúmenía Leikirnir í umspilinu: Rakel Dögg Bragadóttir Fyrirliði kvennalandsliðsins. MynD SigTRygguR ARi n gylfi Þór Sigurðsson skoraði um helgina og er á leið í fyrsta jólafríið í fimm ár n Markahæstur í Hoffenheim með helmingi styttri spiltíma n Líður vel í Þýskalandi og þýskan er að koma n Væri heiður að vera á lista yfir íþróttamann ársins „Þýski boltinn mun stærri en ég hélt“ Sex mörk á 642 mínútum Gylfa Þór hefur gengið frábær- lega í Þýskalandi. MynDiR ReuTeRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.