Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 29
Bullock út í geim með Clooney Sviðsljós | 29Mánudagur 20. desember 2010 Árlegt jólahádegisboð Elísabetar drottningar: Kate Middleton og unnusti hennar, Vilhjálmur Breta-prins, snæddu snemmbúinn jólahádegisverð með ömmu Vil- hjálms, Elísabetu Bretadrottningu, á fimmtudag. Kate og Vilhjálmi var ekið frá St. James-höllinni að Buckinghamhöll svo þau gætu tekið þátt í þessum árlega hádeg- isverði sem fer ætíð fram áður en drottningin fer í sitt árlega jólafrí. Nýtrúlofaðs parsins var vand- lega gætt, en ekið var með það á eftir Karli Bretaprinsi og Camillu, eiginkonu hans, að höllinni. Þegar inn í höllina var komið spjallaði Kate við aðra gesti í há- degisverðarboðinu, sem voru öll börn drottningarinnar auk flestra barnabarna hennar. Þrátt fyrir að Kate hafi verið viðstödd giftingu elsta barnabarns drottningarinnar, Peters Phillips, er þetta talið vera í fyrsta skipti sem Kate hittir alla fjölskyldu Vil- hjálms í einu. „Þetta hefur verið eftirminni- legur dagur fyrir hana,“ segir Judy Wade, rithöfundur sem hefur fylgst með konungsfjölskyldunni í gegn- um tíðina, í viðtali í tíamaritinu People. „Hún hlýtur að hafa hitt að minnsta kosti fjörutíu meðlimi konungsfjölskyldunnar og það hlýtur að hafa verið álag fyrir hana að hitta allt þetta fólk.“ Kate í hádegismat með drottningunni www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Kate og Vilhjálmur Snæddu snemmbúinn jólahádegisverð með ömmu Vilhjálms, Elísabetu Bretadrottningu, á fimmtudag. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað Þegar Ryan Reynolds og Scarlett Johansson áttuðu sig fyrst á því að hjónaband þeirra væri komið í öngstræti trúðu þau að hægt væri að laga sambandið á milli þeirra, segir heimildarmaður People-tíma- ritsins í Bandaríkjunum. Heim- ildarmaðurinn segir að Scarlett hafi fundið fyrir álagi og streitu og að Ryan hafi reynt að bæta sambandið. „Í fyrstu var þetta svona ... lögum þetta bara,“ segir heimild- armaðurinn. „Og svo var þetta komið á það stig þar sem þetta var bara, ef þetta virkar ekki, þá bara virkar það ekki. Hann er fullorð- inn, og hann sagði loksins bara að stopp.“ Heimildarmaðurinn segist halda að parið hafi „tiltölulega nýlega“ ákveðið að skilja, og það hafi verið gert til að koma í veg fyrir að vandamálin yrðu stærri og fleiri. „Þau gera þetta svona því þá er ekkert „drama“, það hélt enginn framhjá, það er ekkert svoleiðis. Þetta eru bara tvær manneskjur sem elska hvor aðra en ætla ekki að vera saman lengur.“ Scarlett og Ryan ætluðu að laga hjónabandið: Elska ennþá hvort annað Ást Heimildarmaður People segir Scarlett og Ryan ennþá elska hvort annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.