Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2010, Blaðsíða 26
26 | Fólkið 20. desember 2010 Mánudagur Bók Helga Jean Claessen um Jón Hilmar Hall- grímsson, Jón stóra, selst vel og eru þeir félagar sáttir við viðtökurnar, segir Helgi. „Það gengur alveg þokkalega,“ segir hann. „Viðbrögðin við bókinni hafa almennt verið mjög góð. Hún fer kannski ekkert vel í alla eins og er bara eðlilegt með svona umdeildar bækur, eða umdeilda menn.“ segir hann. Félagarnir ráðgera að árita bókina á næstu dögum. „Ég held að hann áriti hana svona einu sinni fyrir jólin,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann hafi verið stressaður yfir mögulegum viðtökum bókarinnar þegar að hann var að skrifa hana svarar Helgi: „Jújú, alveg þannig. Maður er að fást þarna við dá- lítið tabú en ég gætti mín bara við meðhöndl- unina á efninu þannig ég væri ekki að hefja eitthvað upp eða þannig. Að umfjöllunin yrði í jafnvægi.“ Hann segir samstarfið hafa gengið vel og það hafi komið sér á óvart hvað Jón var opinskár. „Það kom mér eiginlega bara á óvart hvað hann var tilbúinn að opna sig um heim- inn sem hann lifir í. Hvað hann var opinskár um neysluna og hvaða áhrif hún hefur haft á hann.“ Bókin um Jón stóra, Jóns saga stóra, er tví- skip og skiptist hún í skáldsögu byggða á ævi Jóns og svo viðtal við Jón þar sem hann opnar sig um skuggahliðar lífs síns og hvernig það er að lifa á gráu svæði samfélagsins. adalsteinn@dv.is Bókin um Jón stóra fær góðar viðtökur: Áritar bókina fyrir jól Höfundurinn Helgi Jean var örlítið stressaður yfir því hvernig viðtökur bókin fengi. Fjölmiðladrottningin Þorbjörg Agnes Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, ætlar ekki að eyða jólunum með kærastanum sínum, Karli Sigurðssyni tónlistarmanni í hljómsveitinni Baggalúti og borgar- fulltrúa Besta flokksins. Tobba segir í samtali við bleikt.is að hún ætli að eyða jólunum heima hjá foreldrum sínum líkt og hún er vön. „Þetta eru fyrstu jólin okkar Kalla saman og við ákváðum að vera í sitthvoru lagi en saman á gamlárskvöld.“ Ekki saman á jólunum Veikur Eiríkur Þ að hefur alltaf verið draumur að eiga sjáv- arlóð,“ segir Linda Pét- ursdóttir alheimsfegurð- ardrottning sem fékk langþráðan draum uppfylltan núna í desem- ber þegar að hún flutti í einbýlis- hús sem stendur úti við sjó á Álfta- nesinu. Linda á og rekur Baðhúsið, heilsurækt fyrir konur, og hefur í nógu að snúast núna í kringum jól- in. Þegar DV náði tali af henni var hún þó í rólegheitum á nýja heim- ilinu að skreyta fyrir jólin ásamt Ísabellu dóttur sinni. Í sjöunda himni „Þrátt fyrir miklar annir er ég í sjö- unda himni. Sólarhringurinn hef- ur eiginlega verið of stuttur, það er mikil aðsókn í Baðhúsið og karl- arnir hafa verið að kaupa eðalgjöf og dekurdaga fyrir konurnar.“ Hún segir að brjálað sé að gera hjá sér í vinnunni og að allt sé að fyllast í Baðhúsinu. „Þetta er jólagjöfin fyr- ir konuna í ár og er að slá í gegn.“ Linda hefur rekið Baðhúsið frá ár- inu 1994 og hefur það fest sig í sessi sem heilsurækt fyrir konur. Engar skuldaáhyggjur Linda flutti úr Garðabænum og yfir á Álftanesið en hún segir að það sé yndislegt að vera út á Álftanesi með útsýni yfir hafið. „Hér er rólegt og gott að ala upp börn. Þá skemm- ir ekki fyrir að útsýnið er himn- eskt,“ segir Linda sem býr í húsinu ásamt dóttur sinni. „Ég hef engar áhyggjur af skuldum bæjarins, við hljótum að komast út úr þessu með sameiginlegu átaki,“ segir hún að- spurð um hvort hún hafi áhyggjur af slæmri skuldastöðu Álftaness sem hefur þurft að leita á náðir rík- isins. Eiríkur Jónsson, stjörnublaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt, lá heima með flensu í vikunni og rifjaði upp heilbrigðari tíma. „Ligg í flensu eins og fífl og rifja upp heilbrigðari stundir eins og ég lýsti í Bakþönkum Fréttablaðsins fyrir nokkrum árum,“ sagði hann á bloggsíðu sinni fyrir helgi. Í umræddum Bakþönkum lýsir hann upplifun sinni af líkamsræktarherbergi í einni af sundlaugarbyggingum borgarinnar sem hann segir „eiginlega sérhannað fyrir einfara“. n Linda Pétursdóttir flytur á Álftanes n Setur upp jólaskraut með dóttur sinni n „Hér er rólegt og gott að ala upp börn“ n Er á kafi í vinnunni fyrir jólin Alsæl með út- sýni yfir sjóinn Hamingjusöm Draumur Lindu um að búa við sjóinn hefur loksins ræst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.