Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 29
Umræða | 29Helgarblað 15.–17. apríl 2011 Sæt hefnd Valur varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í handknattleik annað árið í röð eftir þriðja sigurinn á Fram í jafn- mörgum úrslitaleikjum liðanna. Guðný Jenný Ásmundsdóttir markmaður Vals varði víti í vítakast- keppni sem leiddi til sigurs. Hver er konan? „Guðný Jenný Ásmundsdóttir.“ Hvernig var að sjá síðasta boltann syngja í netinu og Íslandsmeistaratitill- inn var tryggður? „Það var bara alveg magnað. Þetta var stórkostleg tilfinning. Þetta var geðshrær- ing á hæsta stigi.“ Varstu stressuð fyrir vítakastkeppnina? „Ég var rosalega stressuð og þvílíkur léttir sem það var að takast þetta.“ Hefur tekið þátt í einni slíkri áður? „Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég tek þátt í vítakastkeppni, þetta er pressa.“ Ertu sátt við þína frammistöðu í úr- slitarimmunni? „Já, ég er það, svona í heildina.“ Var þetta líka sæt hefnd fyrir bikarúr- slitaleikinn þar sem Fram vann ykkur? „Já, hvort hún var, því það var náttúrulega rosalega súrt að tapa þeim leik og maður sótti sér hvatninguna úr þeim vonbrigðum. Við ætluðum ekki að láta þetta henda aftur. Það var á hreinu.“ Leikurinn var hraður og dróst á langinn, voruð þið ekkert þreyttar í lokin? Jú, við vorum auðvitað þreyttar en maður útilokar þreytuna og heldur einbeitingu. Þetta var vissulega hraður leikur og spenn- andi.“ Gerðuð þið ykkur dagamun eftir leikinn? „Já, við vorum dregnar út í limmósínu, farið með okkur á veitingastað, við fengum okkur pítsur og við vorum auðvitað mjög hressar. Við munum hins vegar taka mun hressilegar á því um helgina enda tilefnið gott!“ „Mér fannst full ástæða og tímabært að bera fram vantraust á þessa óhæfu ríkis- stjórn.“ Magnús Sædal Svavarsson, 65 ára byggingarfulltrúi í Reykjavík „Ég fylgist ekki með stjórnmálum, finnst þau vera í sama rugli hér og annars staðar.“ Aga, 27 ára kokkur „Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa staðið sig nógu vel undanfarið.“ Sævar Snær, 17 ára nemi „Niður með Babílon.“ Eddi Kaka, 18 ára atvinnulaus „Hún átti rétt á sér. Ríkisstjórnin er alls ekki búin að standa sig nógu vel og ég væri þess vegna til í að fá nýja.“ Viðar Björnsson, 63 ára öryrki Maður dagsins Hvað finnst þér um vantraustsyfirlýsinguna sem sett var fram á Alþingi? Peysufatadagur í hundslappadrífu Útskriftarnemar í Verzlunarskóla Íslands fylktu liði í miðborgina á fimmtudag og dönsuðu á Ingólfstorgi á svonefndum peysufatadegi. Í miðjum hátíðarhöldum tók svo að snjóa. Nemendur héldu þá til hádegisverðar í Perlunni. Mynd SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon Myndin Dómstóll götunnar V iðburðarík vika er að baki. Eins og við erum orðin vön. Ríkisstjórnin varð fyrir tveim- ur þungum höggum. Sem bætast við fyrri barsmðíðar. Áföllin í vikunni voru ekki af minni gerð- inni. Fyrst hafnaði þjóðin Icesave- samningnum. Enn einu sinni. Og svo missti ríkisstjórnin mann fyrir borð í vantraustsatkvæðagreiðslunni. Sagt er að Ásmundur Einar Daðason hafi skundað beint til þeirra Atla Gísla- sonar og Lilju Mósesdóttur og hróp- að sigurslagorð eftir að hann hafði komið óvæntu undirhandarhöggi á félaga sína í VG. Þrátt fyrir að vera fyrir löngu orðin sundurbarðasta rík- isstjórn í manna minnum hangir hún þó enn uppi. – Kannski að hún hangi aðeins uppi á höggunum. óvæntur stuðningur Í vikunni skolaði gömlum fjandvini úr gróðærinu á land en nú var hann með allt önnur skilaboð á vör en þá. Lars Christiansen, yfirmaður grein- ingardeildar Danske Bank, spáði fyrir hruninu á fyrri hluta árs 2006 en nú segir hann bjart fram undan í íslensku efnahagslífi. Stuðningur- inn við efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar kom því úr óvæntustu átt. Sjá mátti brún stjórnarliða lyftast um stund. Þó var eins og margir trúðu ekki Danske Bank nú fremur en þá. Virtust alveg jafn stúmm. Eins og að menn kunni ekki lengur að taka við góðum fréttum. Feigðarskýrsla Danske Bank í mars 2006 (Geyser Crisis) kom í kjöl- far álíka niðurstöðu Fitch Ratings mánuðinn fyrr og sagði að íslenska efnahagsundrið, sem svo var í stæri- læti kallað, stæði á brauðfótum. Að fjármálakerfið riðaði til falls. Ráða- menn jafnt sem fjármálafurstar réð- ust umsvifalaust á þessa boðbera válegra tíðinda og útmáluðu útlend- ingana sem nánast fávísa og öfund- sjúka bullukolla sem tæpast hefðu burði til að skilja sérkenni íslensks efnahagslífs. Forsætisráðherra sagði það ekkert nýtt að aðrir væru frem- ur vantrúaðir á getu lítillar þjóðar, en að lykilatriðið væri að „sækja fram af skynsemi og hafa trú á hlutunum.“ Viðskiptaráðherrann sagði að gagn- rýnin ætti „rætur að rekja til öfund- ar nágrannaþjóða vegna þeirrar vel- megunar og krafts sem einkenni íslenskt samfélag.“ Hún velti því fyrir sér „hvort sjálfsmynd Dana hafi eitt- hvað rispast eftir að Íslendingar fóru að fjárfesta í stórum stíl í Danmörku.“ Sendiherra okkar í Kaupmanna- höfn sagði harkalegan tón í skýrslu Danske Bank vera vegna þess að þeir „sæju stöðu sinni hugsanlega ógnað.“ Greiningardeild Glitnis gaf í skyn að Danirnir stjórnuðust af annarlegum hvötum. Morgunblaðið sagði „for- vitnilegt að fylgjast með fjaðrafokinu í Danmörku þar sem dregin er upp sú mynd af Íslendingum að þeir hafi óhreint mjöl í pokahorninu í kjölfar útrásar íslenskra fyrirtækja. Svo virð- ist sem Danir hafi kunnað betur við Íslendinga í gamla daga – með mygl- að mjöl í dönskum pokum.“ Nokkru síðar kallaði Ólöf Nor- dal það „róg“ þegar breska dag- blaðið Sunday Times varaði fólk við að leggja peninga inn á netreikn- inga Landsbankans og Kaupþings og menntamálaráðherrann, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðlagði ein- um gagnrýnandanum að leita sér endurmenntunar. Hjarðeðlið Svona virkaði hjarðeðlið í gróðærinu. En nú er þetta semsé allt á hinn veg- inn. Nú vilja menn ekki trúa bjart- sýnum spám Danske Bank sem segir að krónan muni styrkjast um fjórð- ung og að kaupmáttur batni verulega á næstu misserum. En þá, loksins þegar nokkuð virðist loksins rofa til, keppast allir við að lýsa vantrausti og tala íslenskan efnahag ofan í svaðið. Mykjufen Rannsóknarskýrsla Alþingis varð ársgömul í vikunni. Skýrslan setti bráðnauðsynlegan grundvöll undir umræðuna um hrunið, orsök þess og aðdraganda. Fram að því var eins og við værum öll með bundið fyr- ir augun. Við megum þó ekki falla í þá gryfju að líta á hana sem heil- agt plagg eða einhvern stóradóm. Á henni eru ýmsir gallar eins og á öðr- um mannanna verkum. Við þurfum að ræða hana og gagnrýna. Skýrslan vakti umræðu en meinið er að enn hefur okkur ekki auðnast að rökræða almennilega hvernig við ætlum að betrumbæta stjórnkerfið og samfé- lagið. Mikill tími hefur farið í arga- þras um aukaatriði. Á meðan spólum við föst í sömu hjólförum og áður. Stjórnmálamenningin hefur ekk- ert batnað eins og sannaðist við umræðuna um vantrauststillöguna á Alþingi. Enginn kom ósár frá því brambolti – sem hitti stjórnarand- stöðuna ekki síður fyrir. Umræðan er fyrir vikið enn rætnari en nokkru sinni og alþingismenn eru komn- ir dýpra ofan í mykjufenið en menn vissu að væri einu sinni hægt. Hangir uppi á höggunum Kjallari dr. Eiríkur Bergmann„Skýrslan vakti umræðu en mein- ið er að enn hefur okkur ekki auðnast að rökræða almennilega hvernig við ætlum að betrumbæta stjórnkerfið og samfé- lagið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.