Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2011, Qupperneq 16
„Þetta er mikill léttir, hann er bú- inn að vera á lyfjum og vera veikur frá fæðingu. Hann er með auka raf- braut í hjartanu eða Wolff-Parkin- son-White-heilkenni. Þannig að hjartað fer í svona hraðtakt og hjart- slátturinn verður óstjórnlega mikill,“ segir Gerður Ósk Hjaltadóttir, móð- ir Kristjáns Más Árnasonar, tveggja og hálfs árs drengs með hjartagalla. Fjölskyldan fékk það nýlega staðfest hann muni fara til Boston í hjartaað- gerð í sumar. „Það þurfti að bíða eftir því að hann næði ákveðnum kílóa- fjölda svo hann gæti farið í aðgerð- ina. Þetta er í raun hjartaþræðing þar sem er brennt fyrir rafbrautina. Ef allt heppnast þá á þetta bara að vera búið.“ Frænkur hans Kristjáns litla, þær Soffía og Hulda Frímannsdætur, hafa sett af stað söfnun á Facebook til styrktar frænda sínum, til að standa straum af þeim kostnaði sem fjöl- skyldan þarf bera vegna ferðalagsins til Boston. Gerður segir fjölskylduna vera mjög þakkláta fyrir framtakið, en tekur fram að hún hafi alls ekki beðið um þetta. Finnst þetta mjög vont Kristján sefur mjög illa vegna sjúk- dómsins og nær lítilli slökun þar sem hjartað á honum hrekkur úr og í hraðtakt. Hann er mjög orkulaus og oft þreyttur. „Við höfum, frá fæðingu, haldið á honum og þurfum alltaf að svæfa hann í fanginu á okkur. Stund- um er það þannig þegar maður legg- ur hann út af þá hrekkur hann í hrað- takt,“ segir Gerður. „Svo náttúrulega vaknar hann mikið upp á nóttunni og þá öskrar hann oft. Hann er farinn að þekkja þetta og ef hann rembist þá getur hann hrokkið úr þessu. Þannig að hann reynir oft að lemja eitthvað út í loftið Honum finnst þetta mjög vont og maður sér það sérstaklega eftir að hann fór að eldast að hann er greinilega farinn að fatta þetta.“ Erfitt ef hann veikist Gerður segir það sérstaklega erfitt fyrir Kristján ef hann veikist að öðru leyti, fær kvef, flensu eða gubbupest. Þá minnkar mótstaðan og hraðtakt- urinn eykst. „Eins og þegar hann var með gubbupest um daginn þá gubb- aði hann sig í og úr hraðtakti. Það var því ennþá meira álag á hann en önnur börn. Hann er í leikskóla og það var í fyrsta skipti þegar hann var með gubbupestina sem leikskóla- kennararnir áttuðu sig á því að hann væri ekki alveg eins og önnur börn. Hann var svo lengi að ná sér. Hann var alveg stjarfur og öll orkan fór. En annars er hann rosalega hraustur og þetta sést ekkert á honum. Hann er náttúrulega á sterkum hjartalyfjum og maður þekkir eiginlega ekkert annað.“ Var í hraðtakti í tvo sólarhringa Gerður segir sjúkdóminn geta ver- ið hættulegan sé hann ekki með- höndlaður. Lyf virka yfirleitt strax á þau börn sem fæðast með sjúkdóm- inn, en svo var ekki í tilfelli Kristjáns og hann þurfti að dvelja á spítala fyrstu þrjá mánuðina eftir að hann fæddist. „Hann virðist vera rosalega næmur, eins og þegar hann var ný- fæddur og engin lyf virkuðu á hann, þá var hann stanslaust í hraðtakti í hátt í tvo sólarhringa án þess að fá hvíld. Þá var þetta orðið hættulegt,“ segir Gerður og bendir á að talað sé um að ungbörn geti lifað í hraðtakti í tvo til þrjá sólarhringa áður en hjart- að gefst upp vegna hjartabilunar. Greindist fyrir tilviljun Wolff-Parkinson-White-heilkenni greinist ekki endilega strax við fæð- ingu, en hjá Kristjáni kom þetta í ljós í fyrstu skoðun eftir fæðingu þegar hann var hlustaður og tekinn púls, þá var hann var hálfs sólarhrings gamall. „Maður þakkar guði fyrir að hann hafi akkúrati verið í hraðtakti þegar hann var í skoðuninni. Hann fór í og úr og hefur líklega verið að ropa eða hiksta og nýbúinn að drekka, því annars hefði maður eflaust bara verið sendur heim,“ segir Gerður. Hún ítrekar þó að sonur hennar sé ekki í lífshættu í dag, en nauðsynlegt er að hann fari í að- gerð til að geta lifað eðlilegu lífi. 16 | Fréttir 6.–8. maí 2011 Helgarblað Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Styrktarreikningur Bankareikningur: 1135-05-412169  Kennitala: 050578-5779  Facebook-síða: „Kristján Már 2 1/2 árs  til Boston“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Honum finnst þetta mjög vont og maður sér það sér- staklega eftir að hann fór að eldast að hann er greinilega farinn að fatta þetta . n Kristján Már er á leið til Boston í aðgerð n Hjarta hans fer í hraðtakt og hjartslátturinn verður óstjórnlega hraður n Alltaf orkulaus og þreyttur n Frænkur hans standa fyrir söfnun á Facebook Tveggja ára glímir við erfið veikindi Á leið til Boston Gerður Ósk ásamt  Kristjáni Má, syni sínum. Hann fæddist  með hjartagalla sem veldur því að hjarta  hans fer í hraðtakt og hjartslátturinn  verður óstjórnlega mikill.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.