Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Side 47
Borðaðu eins og ólympíufari Lífsstíll 47Helgarblað 29. júní–1. júlí 2012 n Sjáðu hvað sex tyrkneskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2012 borða á dag H ei m il d : R eu te R s Merve Aydin Aldur: 22 Íþróttagrein: 800 metra hlaup Kann sér hóf Aydin tekur í fyrsta skipti þátt á ólympíuleikum, nú í ágúst. Daglega neytir hún fæðis sem inniheldur 3.000 hitaein- ingar. Hún segist fylgja stífri æfingaáætlun en kunna sér þó hóf. „Það er mikilvægt fyrir mig að vera meðvituð um möguleika mína en líka takmarkanir. Ég ætla að gera mitt besta. Ég legg hart að mér og fylgist mjög náið með mataræðinu,“ segir hún. Fatih Avan Aldur: 23 Íþróttagrein: Spjótkast margborgar sig að borða rétt Avan á annað lengsta kast ársins í spjótkasti en í hans huga skipa ólympíuleikarnir sérstak- an sess. „Það getur vel verið að ég hafi skipað mér í fremstu röð íþróttamanna en frábærir íþróttamenn eru aðeins þeir sem vinna medalíu á ólympíuleikum,“ segir hann. Avan neytir 3.500 hitaein- inga á dag og æfir afar stíft. Hann byggir mataræði sitt upp á próteinríkri fæðu, að eigin sögn. „Gott mataræði skiptir öllu máli þegar kemur að kraftinum. Það hefur margborgað sig fyrir mig að borða rétt.“ Mete Binay Aldur: 27 Íþróttagrein: Kraftlyftingar eftirréttur á hverjum degi Binay er heimsmeistari í kraftlyftingum og neytir um 3.500 hitaeininga á dag. Hann drekkur tvö glös af mjólk á hverju kvöldi en eins og sjá má borðar hann mikið af rauðu próteinríku kjöti. Hann gætir þess að fara aldrei á mis við góðan morgunverð en hann leyfir sér líka að neyta sætra eftirrétta á hverjum degi. Hann borðar þó fyrst og fremst lífrænan mat en tekur fæðubótarefni í aðdraganda hverrar keppni, til að fá þau vítamín og steinefni sem hann kann að vanta. Ofvernd eykur þunglyndi Ofvernd og undanlátssemi eykur líkur á þunglyndi barna ef marka má niðurstöður nýrrar rannsókn- ar. Vísindamenn segja kröfu nú- tímans um endalausa hamingju hafa öfug áhrif. Unga kynslóðin sé vön að fá það sem hún vill og því geti hindranir haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér. „Foreldr- ar sem vilja verja börn sín gegn hörðum raunveruleikanum skilja þau eftir berskjölduð,“ segir pró- fessor Lucy Bailey sem stóð að rannsókninni. „Börn sem svipta sig óvænt lífi koma oft frá góð- um fjölskyldum þar sem nóg er af stuðningi og ást. Þegar þau loksins mæta mótstöðu, hvort sem það er í ástarsambandi, námi eða í sam- skiptum við fjölskylduna, kunna þau ekki að takast á við hana. Ertu hætt að girnast makann? Átta skref til að endurvekja ástríðuna 1 Áhyggjur af kyn-löngun Ef þú hefur áhyggjur af kynlöngun þinni skaltu byrja á því að tala við lækni. Kannski leggur hann til að þú skiptir um getnaðarvörn. 2 Ert ekki ein Mundu að þú ert ekki ein í heiminum með þessar vangaveltur. Flestir ganga einhvern tímann í gegnum skeið þar sem þeir efast um hrifningu sína á maka sínum. 3 Barnauppeldi og þreyta Barnauppeldi og þreyta gerir ekkert fyrir kynlöngunina. Það er svo auðvelt að detta í „vinnu- félaga-gírinn“ frekar en að vera par. 4 Rómantík Reyndu að gera eitthvað rómantískt með makanum. Stingdu upp á stefnu- móta kvöldi einu sinni í viku. Græjaðu barnapössun. 5 Allt tekur sinn tíma Ef þið eigið í erfiðleikum með kynlífið skaltu ekki búast við að þið hoppið beint upp í rúm eftir að þið hafið rætt vandamálið. Það er líklegt að það taki tíma. Einbeittu þér að því sem laðaði þig að honum í upphafi. 6 Sami maðurinn Þótt hann hafi bætt á sig er hann ennþá sami maðurinn og þú giftist. Sestu niður og spjallaðu við hann. 7 Ekki áhugi Ekki segja: „Ég hef ekki áhuga á þér lengur.“ Það er bara til þess að særa tilfinningar hans. Útskýrðu frekar fyrir honum að þú sért undir álagi sem hafi áhrif á kynlöngun þína. 8 Áhyggjur Ekki hafa of miklar áhyggjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.