Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2012, Page 20
20 Fréttir 27.–29. júlí 2012 Helgarblað Pútín herðir tökin V ladimír Pútín, forseti Rússlands, er töffari og hörkutól. Hann er fimm- tugur og er hinn sterki leiðtogi Rússlands. Hann vill að öllum líkindum einnig láta hugsa um sig á þessum nótum. Hann er júdókappi og veiðimað- ur, en myndir af honum, berum að ofan við laxveiðar, vöktu mikla athygli á sínum tíma. Kominn í hásætið Enda þurftu Rússar algjörlega að snúa við blaðinu frá hinum vodka- marinerða Boris Jéltsín, sem var forseti Rússlands á árunum 1991– 1999. Hann var að niðurlotum kominn í lok ársins 1999, þegar hann öllum að óvörum útnefndi KGB-manninn Vladimír Pútín sem æskilegan eftirmann sinn. Í for- setakosningum sem fylgdu fékk Pútín um 53 prósent atkvæða. Há- sætið í Kreml var hans. Rússland hafði þá gengið í gegnum næstum áratug af harka- legum efnahagsaðgerðum, sem nauðsynlegt var að grípa til eftir fall Sovétríkjanna, árið 1991. Rúss- ar stóðu einnig í grimmilegu stríð í Tsjetsjeníu, Suður-Rússlandi, sem vildi kljúfa sig frá ríkinu, frá 1994– 1996 og svo aftur frá 1999–2000. Frá 2001–2009 stóð síðan yfir í Tsjetsjeníu svokölluð „and-hryðju- verka-aðgerð“ þar sem Rússar og samverkamenn þeirra beittu sér af mikilli hörku við „upphreinsun“ og höfðu sigur. Hrikaleg mann- réttindabrot voru framin í þess- um átökum; launmorð, mannrán, nauðganir og þess háttar. Stjórnarskrá löguð fyrir Pútín En það var eitt vandamál: Stjórnar- skrá Rússlands hentaði ekki Pútín, sem mátti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil, frá 2000–2008. Því var fundinn millileikur. Vinur hans frá heimaborginni Sankti Péturs- borg, Dimitrí Medvedev, gerð- ist forseti frá 2008–2012, en Pútín varð forsætisráðherra. Pútín bauð sig aftur fram á þessu ári og sigr- aði í forsetakosningum. Og nú var búið að breyta stjórnarskránni á þann veg sem passar Pútín bet- ur; hann getur nú setið tvö sex ára kjörtímabil og því verið forseti Rússlands frá 2012–2024. Hásætið er því aftur hans, en Medvedev er nú forsætisráðherra. Þetta má kalla stólaskipti með stæl. Fjöldi blaðamanna myrtur Í kjölfar forsetakosninganna, sem haldnar voru í byrjun mars og Pútín vann með 63 prósent- um atkvæða, kom til mikilla mót- mæla í Rússlandi, en háværar raddir um kosningasvindl heyrð- ust. Til að mynda sagði fulltrúi frá Öryggis- og samvinnustofn- un Evrópu að það hefði í raun ekki verið nein samkeppni í kosn- ingunum, enda hefði Pútín stjórn á nánast allri fjölmiðlaumfjöllun. Rússneska ríkið rekur Rás eitt og Rússland 1. Orkurisinn Gazprom, sem er stjórnað af ríkinu, stjórn- ar svo sjónvarpsstöðinni NTV. Sá sem stjórnar í Kreml stjórnar því í raun helstu fjölmiðlum Rúss- lands. Fjölmiðlafrelsi í landinu hefur verið mjög ábótavant og er blaðamennska hættulegt starf þar í landi; síðan 1993 hafa 165 blaða- menn verið myrtir í Rússlandi. Það gerir um átta blaðamenn að með- altali ári. Samtök skilgreind sem „erlendir útsendarar“ Frá því að Pútín sór embættis- eiðinn í maí síðastliðnum hef- ur hann ekki setið auðum hönd- um. Fyrirrennari hans, Medvedev, stóð fyrir ýmsum umbótum á sviði mannréttindamála, en að undanförnu hefur Pútín bakk- að með þessar tilslakanir. Fyr- ir skömmu samþykkti rússneska þingið, Dúman, lög sem kveða á um að ýmis samtök (e. NGO, Non- govermental organi sation), sem þiggja fé frá öðrum löndum til starfseminnar þurfi að skrá sig sem „erlenda útsendara“. Þá voru kröf- ur um bókhald og endurskoðun gagnvart samtökunum hertar verulega og harðar refsingar eru boðaðar, fylgi samtökin ekki þess- um nýju reglum. Einnig hefur Dúman hert lög um fundafrelsi og meiðyrði og eru dæmi um að sektir sem snúa að þessu hafi verið 300-faldað- ar. Fréttaskýrendur telja að þess- ar aðgerðir séu meðal annars við- brögð rússneskra stjórnvalda við miklum mótmælum sem urðu eft- ir þingkosningar sem haldnar voru í desember, þar sem andstæðingar Pútíns sögðu að kosningasvindl hefði farið fram. Flokkur Pútíns, Sameinað Rússland, fékk um 50 prósent atkvæða í kosningunum. Pönkkvendi í gæsluvarðhald fram á næsta ár En það mál sem vakið hefur hvað mesta athygli að undanförnu er mál pönksveitarinnar „Pussy Riot“ sem er skipuð þremur kon- um. Þær frömdu mótmælagjörn- ing, eins konar pönkbæn, gegn Pútín í kirkju einni í Moskvu fyrir skömmu. Atriðið fór fram á svæði sem er eingöngu ætlað presti kirkj- unnar. Þetta var meira en yfir- völd þoldu og var sveitarmeðlim- ir handteknir, en tvær kvennanna eru mæður. Nú er útlit fyrir að þær þurfi að dúsa í varðhaldi í hálft ár í viðbót. Fjöldi leikara og ýmsir þekktir einstaklingar hafa skorað á stjórnvöld að sleppa konunum. Líkindi við Kodorkovskí-málið Málið þykir sláandi líkt með- ferðinni á auðmanninum Mikhaíl Kodorkovskí, sem á sínum tíma gerðist svo kræfur að ögra Pútín og völdum hans. Eftir stórfurðu- leg réttarhöld var Kodorkovskí dæmdur í níu ára fangelsi árið 2005. Hann var svo kærður aftur og var dómurinn lengdur um þrjú ár. Kodorkovskí, sem eitt sinn var einn af ríkustu mönnum heims í krafti Yukos-olíufélagsins, verð- ur því á bak við lás og slá til ársins 2017. Hans glæpur var í raun að draga völd og áhrif Pútíns í efa. Yu- kos var síðan þvingað í gjaldþrot og leyst upp. Tvöföld krísa í Rússlandi – mjúk harðstjórn Doktor Kristian Gerner er pró- fessor í sagnfræði við háskólann í Lundi og hefur ritað fjölda dag- blaðagreina og skrifað bækur um Austur-Evrópu og Rússland. Í sam- tali við DV segir hann að ástandið í Rússlandi sé í raun tvöföld krísa: „Það er um að ræða efnahagslega krísu og lögmætis-krísu. Pútín hef- ur tapað trúverðugleika hjá stór- um hópi fólks, sem telst til milli- stéttarinnar. Þetta veldur meðal annars því að ungt fólk flýr nú frá Rússlandi. Fjármagnið flýr einnig Rússland og það er alvarlegt.“ Aukin pressa Gerner segir að það sé aukin pressa um allt rússneska samfélagið og að það ríki stöðnun í framleiðslukerf- inu, ekki ólíkt því sem var uppi á teningnum árin fyrir fall Sovétríkj- anna. ,,Það þarf menn með nýjar hugmyndir í Rússlandi, en því mið- ur er Pútín ekki sá maður,“ segir Gerner. „Pútín reynir að koma því að hjá Rússum að Rússland eigi sér fjandmenn og það er mjög dæmig- erð hegðun fyrir hann,“ segir Gern- er. Hér vísar hann meðal annars til þeirra laga sem skilgreina hjálp- ar- og mannúðarsamtök sem „er- lenda útsendara“, eins og sagt er frá í greininni. „Þetta er veikleika- merki á stjórninni að mínu mati og þýðir að kerfið er hugmyndafræði- lega staðnað.“ „Mjúk“ harðstjórn Hann telur að það sem sé í gangi nú megi flokkast sem „mjúk harð- stjórn“ og dregur upp samlíkingu við þá tíma þegar andstæðingar stjórnarinnar voru læstir inni á geðveikrahælum eða neyddust til að flýja land. Þetta einkenndi með- al annars stjórnartíð Yuri Andro- pov (fyrrverandi yfirmaður KGB!) á árunum 1982–1984. „En það er líka greinileg almenn stöðnun í gangi, sem einnig einkenndi tímann fyr- ir Andropov, Brésnev-tímabilið frá 1964–1982. Það er í raun mjög greinilegt,“ segir Gerner. Hann telur að þrátt fyrir það sem sé nú að gerast í Rússlandi sé von fyrir lýðræðið: „Ég á góða vinkonu í Moskvu og við spjöllum saman á Facebook. Hún segir að það sé margt í gangi, fólk sé að mót- mæla og að margir séu óhrædd- ir við að segja skoðanir sínar. En hún segir jafnframt að ástandið sé mjög óstöðugt og að það sé líklegt að það verði þannig áfram,“ sagði Kristian Gerner, sagnfræðiprófess- or, að lokum við DV. n n Rússland komið með ,,mjúka harðstjórn“, segir sérfræðingur Maðurinn með völdin Aðgerðir Vladimírs Pútín að undanförnu benda til þess að hann sé að herða tökin á rúss- nesku samfélagi, á kostnað lýðræðis og mannréttinda. Mynd: ReuTeRS „Mjúk harðstjórn“ Kristian Gerner, doktor í sagnfræði við háskólann í Lundi og sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir að nú ríki hugmyndafræðileg stöðnun í Rússlandi. Mynd: CLAeS HedbeRg „Þetta er veikleika- merki á stjórninni að mínu mati og þýðir að kerfið er hugmynda- fræðilega staðnað Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Fréttaskýring

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.