Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 2
Vikublað 12.–14. ágúst 20142 Fréttir 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods A ndinn sem ríkir á þessum böllum er alveg einstakur,“ segir Vilborg Traustadóttir, einn af skipuleggjendum Hippaballsins sem haldið verður í sjöunda skiptið á Ketilási í Fljót- um næstkomandi laugardag. Vil- borg sem hefur síðustu ár séð um skipulagningu Hippaballsins ásamt systur sinni Margréti Traustadóttur segir ballið vera orðinn fastan lið hjá mörgum íbúum svæðisins. Hinn eini sanni friðarandi frá hippatíman- um svífi yfir vötnum og ekki veiti af í heimi sem versnandi fer. „Við byrjum með friðarsöng á túninu og fikrum okkur svo inn í hús,“ segir Vilborg og bætir því við á léttari nótum að þar verði dans- að, spjallað og daðrað. Hljómsveitin Flower Power mun síðan leika fyrir dansi en eins og síðustu ár er aldurs- takmarkið 45 ár þó að þeir sem yngri séu geti komið með fullorðnum. Þá verður opinn markaður á Ketilási fyrr um daginn þar sem fjölbreytt úr- val af ýmsum vörum, mat og hippa- dóti verður til sölu á vægu verði. Vilborg er augljóslega ennþá mik- ill hippi í hjarta sínu en hún segir boðskap hippanna alltaf hafa verið einfaldan og hann snúist um það að fólk eigi að vera gott við hvert annað. „Hipparnir gerðu nefnilega merki- lega og friðsama byltingu. Þeir höfn- uðu ríkjandi gildum og stungu með táknrænum hætti blómum í byssu- kjafta í Víetnamstríðinu. Við getum rétt ímyndað okkur hvernig heimur- inn liti út í dag án hippamenningar- innar og þeirrar samstöðu sem hún boðaði.“ n „Andinn er alveg einstakur“ Gamlir hippar koma saman á Hippaballi á Ketilási „Svo miklu stærri fugl en branduglan“ n Óvenju margar tilkynningar um snæuglur á Norðausturlandi F rá því í vor hafa borist óvenju margar tilkynningar um snæ- uglur á ferð á landinu og eink- um á Norðausturlandi. Yann Kolbeinsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands og meðlimur í Flækingsfuglanefnd, segir í samtali við DV að um sé að ræða þrjú staðfest tilvik um snæ- uglu og hugsanlega hafi verið um fleiri að ræða. Yann setur fyrirvara á fjöldann. „Maður veit ekki hvort að í sumum tilfellum sé um sama fugl að ræða, sem er bara að flakka um láglendissveitir, eða hvað,“ segir Yann. Hann segir að yfirleitt séu ein- hverjar snæuglur á ferð á hálendinu en óvenjulegt sé að þær sjáist svona reglulega á láglendi á þessum tíma. Algengara er að heyra af snæuglum á haustin þegar fé er smalað uppi á fjöllum og heiðum. Sést hefur til fuglanna í Aðaldal og Mývatnssveit í Suður-Þingeyjar- sýslu og Kelduhverfi og á Melrakka- sléttu í Norður-Þingeyjarsýslu en sem fyrr segir útilokar Yann ekki að í einhverjum tilvikum hafi verið um sömu snæuglu að ræða, þar sem ekki sé langt fyrir fugl að fara á milli stað- anna. Þá segir hann erfitt að segja til um hvort heimkynni snæuglnanna sem um ræðir séu hér á landi eða hvort þær komi annars staðar frá. Staðfest varp á einum stað á tíu árum Næsti varpstaður snæuglna við Ís- land er Grænland en þær er einnig að finna á heiðum á Skandinavíu. Yann segir snæuglur þó hvergi vera algengar. Á síðastliðnum tíu árum hefur verið staðfest varp á einum stað á Íslandi og ekki hefur frést af meira en einu pari í varpi í rúm 60 ár, að sögn Yanns. Varpstaðir þeirra fara eftir fæðuframboði en fæða þeirra byggir aðallega á læmingjum. Læm- ingjar eru smá nagdýr sem eru um 8 til 22 sentímetrar að lengd og vega 20–112 grömm. Á Íslandi veiða snæ- uglur helst rjúpur og gæsarunga sér til matar. Ruglast á brand- og snæuglu Yann segir algengt að óvant fólk ruglist á snæ- og branduglu. Sum- ar branduglur verða mjög ljós- ar og ef fólk sér þær skyndilega, sér í lagi í bílljósum þegar tekur að skyggja síðla dags, er það gjarnt á að draga ályktun um að þar hafi snæ- ugla verið á ferð. Yann segir að sem betur fer komi þessar tilkynningar alltaf frá stöðum þar sem vitað er branduglur séu en að fólk eigi það til að móðgast þegar það er leiðrétt. „En þegar þú sérð snæuglu þá fer það ekkert á milli mála. Hún er svo miklu stærri fugl en branduglan,“ segir Yann. Áhugasömum er bent á síðuna Birding Iceland á Facebook en þar benda sérfróðir og áhugamenn reglulega á fugla sem hafa sést á landinu, birta myndir og ræða um hagi þeirra. n Erla Karlsdóttir erlak@dv.is Algengur misskilningur Yann segir mjög algengt að fólk ruglist á brand- og snæuglu. Með brúnum skellum Snæugla er með gul augu og hvít á lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kvenfuglinn er einnig stærri, 52 til 71 sentímetra langur, vænghaf hans er 125 til 150 sentímetrar og hann vegur 1,6 til 3 kílógrömm. Kennsluskrá íþróttabrautar við HA tilbúin Aðeins vantar samþykki menntamálaráðherra, Ill- uga Gunnarssonar, fyrir því að íþróttafræði braut verði bætt við kennarafræðadeild Háskólans á Akureyri. Þetta segir íþrótta- kennarinn Jóhannes Gunnar Bjarnason á Facebook-síðu sinni, en hann hefur barist lengi fyr- ir því að slíkt nám verði í boði hjá HA. „Kennsluskrá er tilbúin, bæjar yfirvöld eru afar jákvæð hvað varðar afnot af íþróttamann- virkjum og standa viðræður yfir,“ segir Jóhannes og hann segir jafn- framt að rektor skólans sýni þessu stuðning. „Meðal starfsaldur íþróttakennara er 5–6 ár þannig að ekki veitir af nýliðun,“ segir Jó- hannes í færslunni en hann sér fyrir sér að vetraríþróttir muni sérstaklega njóta góðs af þessu. Hækka miða- verð á landsleiki Gott gengi íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu er ástæða þess að miðaverð á leiki liðsins hefur hækkað. Næsta undankeppni hefst í september, þegar leikið verður um sæti á Evrópumótinu sem haldið verð- ur í Frakklandi árið 2016. Áður kostaði miði í dýrasta svæðið 4.000 krónur en kostar nú 5.500 krónur. Þá hafa miðar í önnur svæði hækkað um 500 krónur. Þá verður einnig í fyrsta sinn hægt að kaupa miða á alla heimaleiki í undankeppninni en þeir sem hafa þann háttinn á geta sparað sér 2.500 krónur, sama á hvaða svæði miðinn gildir. Gleði hjá gömlum hippum Oft er glatt á hjalla á Hippaballinu á Ketilási eins og sjá má á þessari mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.