Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 18
18 Fréttir Erlent Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Lifði af kjarn- orkusprengju n Áhrifarík saga manns sem missti allt, nema vasaúr föður síns, 6. ágúst 1945 S hinji Mikamo missti allt þegar kjarnorkusprengju var varpað á Hiroshima, að undanskildu vasaúri föður hans. Sem barn, þegar fjöl- skyldan var vön að baða sig saman að japönskum sið, spurði dóttir hans, Akiko, föður sinn aldrei um eyrað sem vantaði á hann eða örin á líkömum foreldra hans. „Ég hugsaði ekki um það,“ segir hún í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. „Fyrir mér var það eðlilegt.“ Móðir hennar talaði aldrei um sprengjuna. Líkt og japanskri konu sæmdi „lærði hún að leiða sársauk- ann hjá sér til þess að verða öðrum ekki byrði.“ En Akiko ólst upp við það að hlusta á sögur föður síns frá þessum örlagaríka degi, sem hún hefur nú safnað saman og gefið út í bók. Faðir hennar kenndi henni, öðru fremur, að það væri rangt að hata. „Bandaríkjamenn eiga ekki sök á þessu, stríðið er ekki neinum að kenna. Tregða fólks til þess að skilja þá sem hafa gildi sem eru ólík manns eigin – þar liggur sökin,“ sagði Shinji. Fékk frí frá vinnu Sumrin í Hiroshima voru yfirþyrm- andi og morgunninn 6. ágúst 1945 var ekki undanskilinn. Það var heitt og rakt. Shinji vann sem rafvirkjanemi í hernum en hafði beðið um frí frá vinnu þann dag til þess að hjálpa föð- ur sínum að rýma húsið hans, því það átti að rífa það. Loftárásir sem höfðu staðið yfir mánuðum saman höfðu orsakað mikla elda í borgum í Jap- an og hafði ríkisstjórnin ákveðið að grípa til aðgerða til þess að hindra útbreiðslu. Gefin var út fyrirskipun um að jafna ætti hús Mikamo-fjöl- skyldunnar við jörðu. Fukuichi, faðir Shinjis, var ósáttur en gat ekkert gert til þess að snúa þeirri ákvörðun við. Nami, móðir Shinji, glímdi við veikindi á þessum tíma og hafði flúið upp í sveit. Eldri bróðir Shinji, Taka- ji, barðist á Filippseyjum. Hinn 19 ára Shinji og faðir hans voru því einir síns liðs í borginni. Innan tíðar var hann sjálfur á leið í herinn. Blindandi ljós Feðgarnir tóku sér hlé frá vinnu til þess að nærast og héldu síðan áfram störfum. Fukuichi leit á vasaúr sitt, sem hann bar með sér hvert sem hann fór. Það var silfurlitað og af áferð þess að dæma sást að hann hafði átt það lengi. Klukkan var korter í átta. Shinji klifraði upp á þak hússins til þess að eiga við leirflísar. Það var ekki ský á himni. Þar sem hann var uppi á þakinu leit hann yfir bjarta borgina. Niðri í garðinum var Fukuichi, sem kallaði til sonar síns að vera ekki að eyða tíma í dagdrauma. Shinji dreif sig áfram. Klukkan var að verða kort- er yfir átta þegar hann minnist þess að hafa lyft hægri handlegg sínum upp til þess að þurrka svita af enn- inu, þegar skyndilega hann sá ekkert nema blindandi, leiftrandi ljós. Tíu sinnum bjartari en sólin „Skyndilega horfði ég á risavaxna eld- kúlu. Hún var í það minnsta fimm sinnum stærri og tíu sinnum bjartari en sólin. Hún geystist í áttina að mér. Logarnir voru ógnvekjandi og liturinn var merkilega ljósgulur, nánast hvítur,“ segir Shinji í ótrúlegri lýsingu á atvik- um. „Ærandi hávaðinn kom næstur. Ég var umkringdur hæstu drunum sem ég hafði nokkurn tímann heyrt. Það hljómaði eins og heimurinn væri að springa. Á þessu augnabliki, fann ég nístandi sársauka fara í gegnum allan líkama minn. Það var eins og fötu af sjóðandi vatni hefði verið hellt yfir líkama minn og það hefði smogið inn í húð mína,“ segir hann. Bjargað af föður sínum Shinji hentist niður af þakinu og fyrir augum hans var myrkur, hann grófst undir húsinu. Hann varð var við að rödd föður hans nálgaðist. Þrátt fyr- ir að vera orðinn 63 ára gamall var Fukuichi sterkur. Hann bjargaði syni sínum undan grjótmulningi og slökkti eld sem logaði á líkama hans. Á bringu Shinji og hægri hlið líkama hans voru alvarleg brunasár. „Húð mín hékk á líkamanum í bútum eins og fatalarfar,“ segir hann. Holdið þar undir var undarlega gult á litinn, eins og yfirborð sætrar köku sem móðir hans var vön að baka. „Þeir hafa rutt niður öll húsin fyrir okkur“ „Faðir minn og ég litum hvor á annan, steinrunnir,“ segir Shinji. Borgin í kringum þá var horfin, eftir var aska og rústir. Shinji skildi ekki hvað hafði gerst. Hafði sólin sprungið? Faðir hans gat hins vegar strax giskað á raunveru- lega orsök. „Þeir hafa rutt niður öll húsin fyrir okkur,“ sagði hann og bætti við, glettinn, að það liti út fyrir að þeir hefðu sparað þeim talsverða vinnu. „Myrkvaskrímsli“ Það var enginn tími til þess að standa og skrafa. Eldar loguðu víð í gjöreyði- lagðri borginni og feðgarnir urðu að flýja. Þeir lögðu af stað að ánni, þar sem líkamsleifar fólks flutu með straumnum. Það sem gerðist næst var ógnvænlegt. Eldarnir í borginni höfðu myndað nokkurs konar eldstrók. „Myrkvaskrímsli,“ kallar Shinji það. Það sogaði með sér allt sem á vegi þess varð. Parta úr byggingum, húsgögn, jafnvel vatn úr ánni. Fólk ríghélt sér þar sem það gat, í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast af. Þegar skrímslið var farið hjá héldu feðgarn- ir áfram för sinni í leit að skjóli. Shinji rifjar upp sársaukann sem hann upp- lifði vegna brunasáranna og sársauk- ann sem hann upplifði við að stíga reglulega á særðan samborgara sem hann gat ekki aðstoðað sjálfur. Shinji þakkar föður sínum fyrir að hafa hvatt sig áfram þegar hann var við að gef- ast upp. Þegar þeir gátu ekki gengið vegna sársauka, þá skriðu þeir. Skilnaður feðga Af 45 sjúkrahúsum í Hiroshima voru aðeins þrjú starfandi eftir. Það var enga hjálp að fá, engin lyf eða verkjalyf. Fyr- ir einskæra heppni rákust þeir á vin Shinjis úr hernum, Teruo. Teruo gat notað sambönd sín til þess að koma Shinji undir læknishendur. Þremur dögum eftir að sprengj- unni var varpað á borgina lágu feðgarnir saman á gólfi skóla, sem þá var notaður sem skýli fyrir særða. Nokkrum dögum síðar komu her- menn til þess að flytja Shinji á sjúkrahús. Feðgarnir höfðu lifað af þessa fimm daga saman, sem liðnir voru frá 6. ágúst, en urðu nú að skilja. Endalok stríðs Þann 16. ágúst varð Shinji var við að eitthvað óvenjulegt væri á seyði. Her- mennirnir á sjúkrahúsinu sem hann dvaldi á voru ekki lengur vopnaðir sverðum. Japanir höfðu gefist upp í stríðinu, því var lokið. Shinji útskrifaðist af sjúkrahús- inu í október 1945. Mánuði áður náði hann að senda móður sinni póstkort og láta hana vita að hann væri á lífi. Hann vildi leita föður síns og fór aftur í hverfið sitt og kom að rústum heim- ilis síns. Þar fann hann hlut sem hann þekkti vel. Vasaúr föður síns. Það var ryðgað og illa farið vegna elds og sýndi að klukkan var korter yfir átta. Tíminn hafði stöðvast á því augna- bliki sem sprengjunni var varpað. Á þeirri stund sem Shinji hélt á úr- inu kveðst hann hafa fundið að hann myndi aldrei hitta föður sinn aftur. Það sem hann vissi ekki á því augna- bliki var að móðir hans hafði dáið nokkrum dögum eftir að hún fékk póstkortið frá honum og bróðir hans hafði verið drepinn í stríði á Filipps- eyjum. Þetta úr var því eina tenging hans við fjölskylduna en hann komst aldrei að því hvað hafði orðið um föð- ur hans. Endurfundir Árið 1949 þegar Hiroshima var gerð að opinberri friðarborg ákvað hann að gefa úrið til friðarminjasafns. Árið 1985 var úrið síðan sent til New York í Bandaríkjunum til þess að vera hluti af sýningu í höfuðstöðv- um Sameinuðu þjóðanna. Fjórum árum síðar komst Shinji að því að úrið hafði týnst. Það reyndist Shinji og fjölskyldu hans erfiður missir en hann var þess fullviss að það ætti eft- ir að leiða til góðs síðar meir. Fimm mánuðum síðar fengu japönsk stjórnvöld bréf frá Sameinuðu þjóðunum sem innihélt afsökunar- beiðni til fjölskyldunnar. Sagt var frá bréfinu í fréttum í Japan, sem varð til þess að fjarskyldir ættingj- ar Shinjis og gamlir vinir föður hans settu sig í samband við hann. Þau sögðu honum sögur og sendu hon- um fjölskyldumyndir frá tímanum fyrir stríð. Það var ómetanlegt fyrir Shinji að komast í samband við fjöl- skyldu sem hann taldi sig ekki eiga. Sögu Shinjis má lesa í bók Akiko, Rising from the Ashes, sem kom út í fyrra. n 210 þúsund létu lífið Um 210 þúsund manns létu lífið þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengjum á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan, hinn 6. og 9. ágúst 1945. Talið er að um 140 þúsund manns hafi látið lífið í Hiroshima og 70 þúsund manns í Nagasaki. Eftirlifandi fórnarlömb kjarnorkusprengjanna eru kölluð „hibakusha“ sem er japanska fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áhrifum sprengju, og er notað um fólk sem varð fyrir geislavirkni sprengjanna. Erla Karlsdóttir erlak@dv.is Lifði af Shinji Mikamo er 87 ára í dag. Hann lifði af kjarn- orkusprengju í Hiroshima hinn 6. ágúst 1945 en þá var hann 19 ára. Mynd riSinghiroShiMa.coM Úr með sögu Vasaúrið var illa farið þegar Shinji fann það í rústum heimilis síns. reykjarmökkur Ólgandi reykjarmökkur stígur upp frá Hiroshima eftir að kjarnorku- sprengju var varpað á borgina að morgni 6. ágúst 1945. Mynd rEuTErS ungur Shinji var aðeins 19 ára þegar hann upplifði þegar kjarnorkusprengju var varpað á Hiroshima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.