Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Skráðu niður minningar Salka hefur sent frá sér bókina Memories from Iceland – My Travel Journal en bókin byggir á hugmynd Lárusar Guðmunds- sonar, fyrrverandi atvinnumanns í fótbolta. Um er að ræða minn- ingabók fyrir erlenda ferðamenn þar sem hægt er að safna saman á einn stað myndum, frásögnum, athugasemdum og persónulegri upplifun. Lárus lék bæði með íslenska landsliðinu og liðum í Belgíu og Þýskalandi á áttunda áratugnum. Meðan á atvinnu- mennsku hans stóð ferðaðist hann víða en þegar lengra leið frá upplifuninni dofnuðu minn- ingar hans frá ferðalögunum. Það kveikti hugmyndina að bókinni. Jarðfræði í Viðey Hreggviður Norðdahl jarð- fræðingur sér um þriðjudags- gönguna í Viðey í dag, þriðju- daginn 12. ágúst. Þar mun Hreggviður fara yfir hvern- ig náttúruöflin, eldur, ís og sjór hafa mótað Viðey. Hreggviður er doktor í jökla- og ísaldarfræð- um en hann hefur leitt göngur í Viðey um árabil. Í Viðey er elsta berg borg arlands ins að finna og víða á eynni sjást stór brotnar bergmynd anir, meðal ann ars stuðlaberg. Viðey var áður fyrr virk eldstöð og bera jarðlögin þess merki. Ferjan til Viðeyjar fer auka ferð á þriðju dags kvöldum frá Skarfabakka klukkan 18.15 og 19.15. Siglt er heim á leið klukk- an 22.00. Kristín í Flóru Sýning Kristínar Gunnlaugs- dóttur í Fóru á Akureyri er að renna sitt skeið. Sýningunni lýk- ur sunnudaginn 17. ágúst en hún var opnuð þann 14. júní. Kristín er Ak- ureyringur og stundaði nám við Mynd- listaskólann á Akureyri, MHÍ í Reykjavík og Accadem- ia delle Belle Arti í Flórens á Ítal- íu. Kristín er handhafi Menn- ingarverðlauna DV en hún vakti mikla athygli fyrir sýningu sína í Listasafni Íslands í fyrra. Í bók- inni Sköpunarverk sem kom út í tilefni sýningarinnar í Listasafni Íslands skrifar Halldór Björn Runólfsson: „Styrkur Kristínar sem myndlistarmanns er endur- nýjunarkrafturinn, hversu ræki- lega hún er tilbúin að taka sjálfa sig í gegn og koma þannig sér og öðrum á óvart án þess að slá af þeirri kröfu að nota sama efni- viðinn og sömu aðferðirnar og áður.“ Sækir innblástur til Havana n Gefur út sína 23. plötu n Leikur Salsa fyrir dansþyrsta á Menningarnótt n Toppurinn að dvelja í Havana Þ etta er safn af lögum frá öll- um ferlinum,“ segir tón- listarmaðurinn Tómas R. Einarsson sem var að senda frá sér plötuna Mannabörn. Um er að ræða 23. breiðskífuna sem Tómas sendir frá sér en sú fyrsta, Þessi ófétis jazz, kom út árið 1985. Sigríður Thorlacius og Sönghópur- inn við Tjörnina syngja lögin á plöt- unni sem mörg hver eru við ljóð og texta eftir þekktustu skáld þjóðar- innar. Fjölbreyttur ferill „Það eru liðin ein tvö ár síðan Gunnar Gunnarsson djasspíanisti, organisti og kórstjóri í Fríkirkjunni útsetti lögin fyrir 12 manna kór sem syngur meðal annars þar. Síð- an fór ég að hyggja að útgáfu síðasta haust og þá datt mér í hug að það gæti aukið fjölbreytnina að fá sóló- söngvara í hópinn,“ og kom þá Sig- ríður inn í verkefnið en hún er einna þekktust sem söngkona Hjaltalín. „Síðan spilar Sigtryggur Baldurs- son á kongatrommur í sex lögum,“ en Gunnar leikur á píanó á plöt- unni og Tómas er svo á sínum stað á kontrabassanum. Ferill Tómasar hefur ekki einungis verið afkastamikill heldur fjölbreyttur. Lögin sem er að finna á plötunni eru sönglög en Tómas segir að gróflega megi skipta tón- list hans niður í þrjá flokka. „Það eru sönglögin, síðan hef ég gert tölu- vert af latíntónlist sem hefur aðal- lega verið ósungin og í þriðja lagi ósunginn djass, sérstaklega á fyrri hluta ferilsins.“ Ótal Stolin stef Tómas segir ómögulegt að gera upp á milli platna eða laga frá ferlinum. „Maður gerir ekki upp á milli barn- anna sinna. Þetta eru svo ólíkar plötur, ólíkir upptökustaðir og mis- munandi kompaní.“ Sem fyrr sagði eru lögin á plötunni misgömul. Það elsta og sennilega það þekktasta er Stolin stef sem hefur komið út á ein- um 15 mismunandi plötum. „Það hefur komið út í ótal útgáf- um. Með mörgum kórum, en líka með færeyska bassaleikaranum Ed- vard Debess og Mugison tók það á plötunni Haglél. Þarna er líka lagið Þú ert sem hefur verið mikið spilað í útvarpi í sumar. Það var upphaflega hljóðritað fyrir 20 árum. Ég hafði samið og tekið upp lagið fyrst en las svo bókina Tabúlarasa eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann og Súmmara. Sú bók er ímyndað sam- tal hans við íslenska tungu og þar var kvæði þar sem hann ávarpar ís- lenskuna. Þetta er einstaklega frum- legur skáldskapur og smellpass- aði við laglínuna. Guðmundur Andri Thorsson söng svo lagið með bravúr. Tíu árum síðar söng svo Sig- tryggur Baldursson lagið með stór- sveit Samúels Jóns Samúelssonar á Listahátíð 2004. Í nýju útgáfunni syngja Sigríður og Sönghópurinn við Tjörnina lagið en Sigtryggur er á kongatrommunum og Guðmund- ur Andri skrifar um músíkina í bæk- linginn. Krónísk ritstífla Textar margra laganna eru eftir ansi góðan hóp skálda frá 20 öld. „Halldór Laxness er elstur og svo eru þarna Steinn Steinarr, Snorri Hjartarson og yngra fólk, Linda Vilhjálmsdóttir, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Gyrðir Elíasson. Ingibjörg Haraldsdóttir og Guðbergur Bergsson eru þarna mitt á milli. Og svo auðvitað Kristín Svava, dóttir mín,“ en yngsta lagið á plötunni heitir Náungar mínir og er við ljóð eftir dóttur Tómasar. „Svo á ég nokkra texta sjálfur. Ég yrki bara í neyðartilvikum, þegar lag er komið og mig langar að hafa það sungið og ég finn engin kvæði sem passa við. Þá sit ég sveittur við í nokkrar vikur því sem textasmiður er ég í rauninni með króníska ritstíflu!“ Útgáfa í Hörpu Tómas og teymið hans verða með útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykja- víkur þann 17. ágúst en þeir fara fram í Norðurljósasalnum í Hörpu. „Það verða allir á sínum stað nema Sigtryggur sem er erlendis. Kristófer Rodríguez Svönuson verður á kongatrommunum í hans stað.“ Tómas segist ætla að láta útgáfu- tónleikana nægja í tónleikahaldi á Jazzhátíð Reykjavíkur að þessu sinni en hann mun spila á Menningarnótt í Bíó Paradís á Hverfisgötu. „Sal- samafían mun kenna salsadans og ég er í latínbandi sem spilar und- ir. Þarna getur fólk komið og tekið sporið.“ Tómas segist ætla láta það ráðast á næstu mánuðum hvað taki við hjá honum í tónlistinni. „Það tekur alltaf tíma að sinna útgáfu sem þessari. En ég ætla, ef Guð lofar, að vera bæði á Kúbu og Spáni í vetur. Hlusta á latínmúsík og flamengó. Hausinn á manni fyllist af hug- myndum við þær aðstæður!“ Draumurinn í Havana Aðspurður hvernig dæmigerður dagur á Kúbu sé hjá Tómasi svar- ar hann tónlist og aftur tónlist. „Það er gott að tölta um hádegi eftir Calle de Obispo í gömlu Havana, Biskups- götunni. Hlusta þar á bönd á kaffi- húsum og veitingastöðum fram eftir degi. Taka síðan músíkpásu fram yfir kvöldmat og halda síð- an út á ný um níu leytið. Þræða svo Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Tómas með bassann Tómas hefur komið víða við á löngum ferli. Glæsilegur hópur Það verður fjölmennt á sviðinu í Hörpu þann 17. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.