Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2014, Blaðsíða 23
Vikublað 12.–14. ágúst 2014 Fréttir Stjórnmál 23 L ekamálið hófst í nóvember í fyrra þegar upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos var lekið úr innanríkisráðu­ neytinu. Málið hófst með frétta­ flutningi DV af yfirvofandi brott­ vísun hælisleitandans Tonys sem átti von á barni með Evelyn Glory Joseph. Boðað var til mótmæla vegna brottvísunarinnar og lak um það leyti minnisblað úr innanríkisráðu­ neytinu, sem hefur mál hælisleit­ enda á sinni könnu, til Mbl.is og Fréttablaðsins. Upplýst hefur verið að Gísli Freyr átti samtal við blaða­ mann Morgunblaðsins stuttu áður en frétt miðilsins birtist. Lekinn var kærður til lögreglu og hefur hann verið til rannsóknar síðustu mánuði. Í þeirri rannsókn hafa aðstoðarmenn Hönnu Birnu haft réttarstöðu grunaðs. Það var svo í lok júlí sem DV greindi frá því að Hanna Birna hefði átt fundi með lögreglustjóranum á höfuðborgar­ svæðinu þar sem hún ræddi um rannsóknina. Í kjölfar þess sendi umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til hennar og krafðist svara. Á vef DV er hægt að skoða mun ítarlegri umfjöllun um atburða­ rásina í málinu allt frá upphafi til ágústbyrjunar 2014. n Gagnvirk tímalína fyrir lekamálið Kynntu þér lekamálið á DV.is Hundruð vilja af- sala sjálfstæðinu n Fylkisflokkurinn stofnaður í haust n Á fjórða hundrað hafa þegar skráð sig N okkur hundruð manns hafa þegar skráð sig í nýjan stjórnmálaflokk sem berst fyrir inngöngu Íslands í Noreg. Fjölmiðlamaður­ inn Gunnar Smári Egilsson hafði forgöngu um stofnun flokksins en hann byrjaði á Facebook. Vefsíða hefur verið opnuð sem tekur við skráningum í flokkinn og eru þeir sem skrá sig fyrir haustið stofnfé­ lagar hans. Á vefsíðunni segir að Fylkisflokkurinn verði formlega stofnaður í haust en ekki hefur verið gefin út nánari tímasetning á því. Umræður hafa verið virkar á Facebook­síðu flokksins en þar eru bæði stuðningsmenn og and­ stæðingar hugmyndarinnar sam­ ankomnir. Yrðum fimmta stærsta fylkið Noregur samanstendur af nítján fylkjum sem eru misstór og ­fjöl­ menn. Ef Ísland yrði eitt af fylkjun­ um yrði það fimmta stærsta fylkið, miðað við íbúafjölda. Stærsta fylk­ ið, Ósló, telur 640 þúsund manns en það minnsta, Finnmörk, aðeins um 75 þúsund. Íslendingar voru 326 þúsund um síðustu áramót. Ekki eru allir jafn hrifnir af inn­ göngu Íslands í Noreg og forsvars­ menn hins nýja flokks. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Fram­ sóknaflokksins, er einn þeirra sem hefur lýst furðu á áhuganum. Á Facebook­síðu Fylkisflokksins segir hann að Ísland sé eitt besta land í heimi. „Noregur auðvitað fínn líka, en ég sé nú ekki að það sé mikið tilefni fyrir Íslendinga að gefast upp á sjálfstæðinu og gerast útkjálki í Noregi,“ skrifaði hann á síðuna á sunnudagskvöld. Hvaða breytinga má vænta? Gunnar Smári lagði til um helgina hugmynd að kosningaloforðum Fylkisflokksins. Í þeim segir hann að með sameiningu við Noreg verði íslenska krónan lögð niður og „nothæfur gjaldmiðill tekinn upp“, að launataxtar flestra starf­ stétta muni hækka, verðtrygging lána verði aflögð, vinnuvikan verði stytt í 37,5 klukkustundir og að af­ borganir af húsnæðislánum lækki og eignamyndum almennings við húsnæðiskaup verði tryggð. Tíunda og síðasta kosningalof­ orðið er líklega það athygliverð­ asta en það snýr að íslenskum stjórnmálamönnum. „Íslensku stjórnmálaflokkarnir munu ekki geta eyðilagt grunnkerfi samfé­ lagsins sem líf og öryggi venjulegs fólks byggir á. Völd gömlu flokk­ anna takmarkast við ákvarðan­ ir á fylkis­ og sveitarstjórnarstigi (meðan einhver kýs þá),“ segir hann og heldur áfram: „Mögulegt er að flokkarnir þroskist af tengsl­ um sínum við þroskaðri umræðu­ og ákvarðanahefð í Noregi.“ n Stefna flokksins Samkvæmt heimasíðu hans Fylkisflokkurinn vinnur að endursamein- ingu Íslands og Noregs með því að Ísland verði 20. fylki Noregs; íslenska verði eitt af ríkismálum Noregs; norska ríkinu beri samkvæmt stjórnarskrá að vernda og efla íslenska menningu og tungu; og að Íslendingar njóti allra réttinda norskra borgara. Stærð fylkja Noregs Ísland yrði í fimmta sæti Fylki Höfuðstaður Mannfjöldi* Oslo Oslo 634 463 Akershus Oslo 575 757 Hordaland Bergen 505 246 Rogaland Stavanger 459 625 Ísland Reykjavík 325 671 Sør-Trøndelag Trondheim 306 197 Østfold Sarpsborg 284 962 Buskerud Drammen 272 228 Møre og Romsdal Molde 261 530 Nordland Bodø 240 877 Vestfold Tønsberg 240 860 Hedmark Hamar 194 433 Oppland Lillehammer 187 820 Vest-Agder Kristiansand 178 478 Telemark Skien 171 469 Troms Tromsø 162 050 Nord-Trøndelag Steinkjer 135 142 Aust-Agder Arendal 113 747 Sogn og Fjordane Leikanger 108 965 Finnmark Vadsø 75 207 *Mannfjöldi 1. janúar 2014. Heimild Hagstofa Íslands og Statistisk sentralbyrå Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Leiðtogi Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður er leiðtogi hins nýja stjórnmálaflokks. Óvíst er hvort hann verði formaður hans. Formlega verður gengið frá stofnun Fylkisflokksins í haust. MYnd SigtRYgguR ARi Formaðurinn vinsæll á Facebook Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála­ ráðherra, er ekki vinsæll í öllum kreðsum. Hann á þó sína dyggu stuðningsmenn sem endur­ speglast meðal annars í vinsæld­ um hans á samskiptasíðunni Facebook. Bjarni fær að jafnaði ekki færri en tvöhundruð „like“ á stöðuuppfærslur sínar á síð­ unni en í sumar hefur hann einu sinni rofið „þúsundlækamúrinn“. Það var færsla hans um fyrsta lax sumarsins, sem hann veiddi í Norðurá. Hann var líka ansi nálægt því að komast í þúsund „like“ þegar hann skrifaði um göngu sína frá Hesteyri yfir í Að­ alvík og upp á Straumnesfjall. Vill tómatana Í kjölfar þess að Sóley Tómas dóttir, forseti borgarstjórnar, var gerð að sérstökum beikonsendiherra á dögunum hefur kollegi hennar úr pólitíkinni stigið fram og óskað eftir sendiherrastöðu. Katrín Júl­ íusdóttir, varaformaður Samfylk­ ingarinnar, tilkynnti á Facebook­ síðu sinni að hún myndi gjarnan vilja verða sendiherra íslenska tómatsins. „Það upplýsist hér með að ég er mjög til í að verða sendiherra íslenska tómatsins. Hef þekkingu og reynslu til þess enda mært gæði hans í ræðu og riti bæði hérlendis og erlendis um nokkurt skeið,“ skrifar ráðherrann fyrrverandi. Ekki liggur fyrir hvort hún hafi nælt sér í embættið þegar þetta er skrifað. Pólitíkusar Hanna Birna innanríkisráðherra ásamt að- stoðarmönnum sínum tveimur, Gísla Frey og Þóreyju. Halldór svarar Víkverja Halldór Auðar Svansson, Pírati í Reykjavík, gagnrýndi skrif Vík­ verja Morgunblaðsins á Face­ book­síðu sinni í gær, en Víkverji gerði vímuefnaumræðu sem er í deiglunni hér á landi að um­ ræðuefni sínu. „Það er umhugs­ unarvert þegar fólk, sem vill láta taka sig alvarlega, leggur til að þeir þröskuldar sem neyslu, sölu og vörslu fíkniefna eru settir verði lækkaðir,“ segir Víkverji um Pírata. Þá segir hann sorgleg sjón­ armið fólks sem gagnrýnt hefur aðgerðir lögreglu á tónlistarhá­ tíðum í sumar. Halldór segir að betra sé að reyna að skilja fólk og ástæður þess að það fer út í neysl­ una og taka á þeim ástæðum. „Byrgja brunninn í stað þess að skammast í barninu fyrir að detta ofan í hann,“ segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.