Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 28. Október 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Krepputal fyrir börn Foreldrafélag Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hvetur foreldra til þess að setjast niður og ræða við börnin sín um kreppuna sam- kvæmt frétt sem birtist nýega í Fjarðarpóstinum. Þar kemur fram að meðal víðtækra áhrifa kreppunnar sé umfjöllun fjöl- miðla sem getur valdið börnum talsverðum áhyggjum. Foreldra- félagið telur brýnt að foreldrar setjist niður með börnum sínum og útskýri fyrir þeim að þau séu örugg þrátt fyrir það óvissu- ástand sem ríkir í samfélaginu þessa dagana. Sex unglingar vor færðir á slysa- deild þegar gassprenging varð í litlu húsi í Grundargerði í Reykjavík á ní- unda tímanum í gærkvöldi. Slökkvi- liðið á höfuðborgarsvæðinu telur að á bilinu 12 til 14 unglingar hafi að auki verið fyrir utan húsið þeg- ar sprengingin varð. Ekki var vitað nákvæmlega hversu margir voru fyrir utan húsið og því voru með- limir Flugbjörgunarsveitarinnar kallaðir út til að hefja mikla leit að fólki sem kann að hafa verið nálægt brunanum. Slökkviliðið veit ekki með vissu hversu margir voru við húsið og fannst til að mynda ungl- ingspiltur í Skeifunni með alvarleg brunasár. Slökkviliðið segir piltinn hafa í skelfingu sinni hlaupið alla leið þangað. Allir unglingarnir voru fluttir með hraði á sjúkrahús en ekki er vitað hversu alvarlega slas- aðir unglingarnir eru. Húsið þar sem sprengingin varð er gjörónýtt og segir slökkviliðið að heill gafl úr húsinu hafi brotnað af húsinu í sprengingunni. Ömurleg aðkoma Halla Arnar, íbúi í Melgerði, var með þeim fyrstu sem komu á vett- vang. „Aðkoman var mjög ljót. Ég fór strax að hlúa að tveimur stúlk- um á meðan maðurinn minn hljóp heim að ná í bala. Hendur og and- lit stúlknanna voru brunnin. Ég hélt utan um aðra þeirra og hún sagði mér að rétt áðan hefði hún ekki fundið fyrir höndunum en nú væri henni svo illt að hún gæti ekki kom- ið við þær,“ segir Halla. Hún segir sjúkrabíl hafa verið níu mínútur á vettvang frá því til- kynning barst. „Mér fannst það vera sem 20 mínútur en maður fær samt einhvern styrk. Aðkoman var hrika- leg. Við heyrðum hvell sem var svo hár að það var eins og það væri stór jarðskjálfti að ganga yfir. Þegar ég kom út vildi ég ekki trúa því sem ég sá,“ segir hún. Bústaðakirkja opnuð Að sögn slökkviliðsins gekk greiðlega að ráða niðurlögum elds- ins, en gríðarlega mikill viðbúnað- ur var á staðnum. Á vettvangi voru meðal annars sjúkrabílar, lögreglu- bílar ásamt fjölda liðs frá Flugbjörg- unarsveitinni. Ljóst er að slysið er mjög alvarlegt og er talið að spreng- ingin hafi orðið þegar kveikt var í kveikjara inni í húsinu. Þegar ljóst varð í gærkvöldi hversu alvarlegt slysið var, ákvað slökkviliðið ásamt séra Pálma Matthíassyni að opna dyr Bústaða- kirkju þar sem aðstandendur og vitni að sprengingunni komu sam- an. „ég hélt utan um aðra þeirra og hún sagði mér að rétt áðan hefði hún ekki fundið fyrir höndunum en nú væri henni svo illt að hún gæti ekki komið við þær.“ AÐKOMAN HRIKALEG Fullt var út úr dyrum á opnum borgarafundi í Iðnó sem fram fór í gærkvöldi. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson flutti framsöguræðu kvöldsins og fór mikinn í ræðu sinni. Hann gagnrýndi harðlega hvern- ig íslenskt samfélag væri, að enginn þyrfti að sæta ábyrgð á þeim hörm- ungum sem dynja nú yfir íslenskt efnahagslíf. Hann sagði alla geta flækst í vafasaman félagsskap og nefndi sem dæmi íslensk stjórnvöld sem hefðu tekið sér hlutverk kynningarfulltrúa íslensku bankanna. Einar sagði það speki frjálshyggjumannanna sem hafa verið við stjórn undanfarin ár að gera ekki neitt. Nema kannski að stofna sérsveit ríkislögreglustjóra. Björg Eva Erlendsdóttir blaða- maður var næst á mælendaskrá þar sem hún hvatti til aukinnar þátttöku kvenna í stjórnmálum. Hún fór hörð- um orðum um ofurlaunastefnu síð- ustu ára og fékk mikla hylli. Vilhjálmur Bjarnason sagðist hingað til hafa talið sig vera kapítal- ista, auðhyggjumann. Hann hafi vilj- að vera öðrum óháður og að þegar hann hafi átt afgangsfé hafi hann lagt það fyrir. „Þessi hlutabréfamarkað- ur hefur gjörsamlega brugðist mér.“ Vilhjálmur sagðist hafa spurt margra spurninga til að fá upplýsingar um stöðu og starfsemi fyrirtækja en engin svör fengið. valgeir@dv.is Einn faglegan seðlabankastjóra Einn seðlabankastjóri sem hefur víðtæka þekkingu á fjár- málum og efnahagsmálum ætti að stjórna Seðlabankanum. Þetta er vilji þingmanna Frjálslynda flokksins sem leggja fram frum- varp þessa efnis á Alþingi í dag. Samkvæmt frumvarpinu á seðla- bankastjóri að bera ábyrgð á ákvörðunum um afgreiðslu mála. Frjálslyndir vilja að nýr seðla- bankastjóri verði skipaður við gildistöku laganna, fáist þau sam- þykkt sem gerist þó sjaldan með frumvörp stjórnarandstöðunnar, og nýtt bankaráð sömuleiðis. Fjölmenni var á opnum borgarafundi um bankakreppuna: Enginn látinn bera ábyrgð Eldhnöttur á Suðurlandi Svokallaður eldhnöttur sást yfir vestanverðu Suður- landsundirlendinu síðastliðið laugardagskvöld. Hnötturinn birtist í nokkrar sekúndur, myndaði rák á himininn og í kjölfarið fylgdu drunur. Um var að ræða loftstein utan úr geimnum sem mynd- aði rauðan loga þegar hann braust inn í andrúmsloftið á ógnarhraða. Yfirleitt er talað um „stjörnuhrap“ þegar loft- steinn sést á himni, en þau eiga fremur við um loftsteina sem hafa svipað birtustig og stjörnur á himninum, og eru bláleitir á lit. Þrumað yfir fundarmönnum Margir lögðu leið sína á fundinn, svo margir að ekki komust allir fyrir innandyra. mynd RóBeRt Sex unglingar brenndust mikið þegar gassprenging varð í litlu húsi í Grundargerði i Reykjavík á níunda tímanum í gærkvöldi. Íbúi í hverfinu segir aðkomuna hafa verið skelfilega. Aðstandendur söfnuðust saman í Bústaðakirkju og hóf Flugbjörgunarsveit- in mikla leit að fólki sem kann að hafa verið nálægt húsinu þegar sprengingin varð. valGeIR ÖRn RaGnaRSSOn blaðamaður skrifar: valur@dv.is Halla arnar „Þegar ég kom út vildi ég ekki trúa því sem ég sá.“ Öflug sprenging gafl tættist af húsinu í sprengingunni. mynd RóBeRt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.