Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 15
15L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Aðgangur almennings að þjónustu lögmanna er annað mikilsvert mál, sem sjálfsagt er að félagið taki frumkvæði í. Ég ímynda mér að fæstum lögmönnum finnist þjónusta sín hátt verðlögð og af því sem ég þekki til, get ég oftast verið þeim sammála. Það breytir hins vegar engu um það að fyrir venjulegt launafólk er þjónusta lögmanna dýr og hún hlýtur að vera það, þótt ekki væri fyrir annað en þann kostnað sem er því samfara að reka lögmannsstofu. Það nákvæmlega sama á við í öðrum löndum. Lög- mannafélög víða um heim láta sig málefnið því varða, enda slæmt til þess að vita að fólk glati lögvörðum réttindum sem það er sjálft ekki fært um að sækja, fyrir að ráða ekki við að leita aðstoðar lögmanns. Gjafsókn er úrræði sem er tækt vegna mála sem rekin eru fyrir dómstólum. Dómsmálaráðu- neytið hefur upplýst Lögmannafélagið um að gjafsóknarkostnaður hafi vaxið mjög undanfarin ár. Ráðuneytið hefur af því áhyggjur, sem er eðlilegt. Þeirri skoðun hefur jafnvel verið hreyft að lögmenn kunni að ráða einhverju um vaxandi kostnað. Forsvarsmenn félagsins hafa ekki talið þær vangaveltur réttmætar. Lögmenn ráða því ekki hvort skjólstæðingar þeirra sækja sér rétt fyrir dómstólum. Ákveði skjólstæðingarnir hins vegar að láta reyna á rétt sinn, hlýtur sú skylda að hvíla á lögmanni að upplýsa þá sem kunna að uppfylla skilyrði til gjafsóknar, um þann rétt. En gjafsókn er takmarkað úrræði og nær ekki til þess þegar réttur er sóttur fyrir stjórnvöldum eða handhöfum stjórnvalds. Slík mál eru þó oft fullt eins flókin og dómsmál og í raun nánast ógerlegt fyrir leikmenn að gæta réttar síns án aðstoðar lögmanns. Sú spurning hlýtur að vakna hvort eðlilegt sé að ríkið tryggi þeim sem efna- minnstir eru eða þurfa að láta reyna á grundvall- aratriði möguleika til þess að leita réttar síns fyrir dómstólum, en enginn sambærilegur réttur sé fyrir hendi vegna réttinda sem sækja þarf til stjórnvalda. Lögmannafélagið hlýtur að velta slíkum spurningum fyrir sér og bera þær upp við stjórnvöld, eigi þau ekki frumkvæði að því sjálf. Húsmæðraskólagengnir lögmenn Vinkona mín var heldur sposk á svipinn um daginn þegar við hittumst. Hún sagðist ekki vera dugleg að fara á námskeið en hefði breytt út af þeirri venju og farið í húsmæðraskóla! Ég hváði forviða, vitandi það að þessi vinkona hafði farið í lögfræðinám á meðan eldri systur hennar voru húsmæðraskólagegnar. Hún hafði oft verið að furða sig á þessu fyrirbæri sem væri húsmæðraskóli og því kom þetta mér spánskt fyrir sjónir; „Mig langaði allaf innst inni að fara í hús- mæðraskóla eins og systur mínar frekar en lög- fræði“ sagði hún og brosti furðulega. Ég var komin með undurfurðulegan svip á and- litið, eiginlega heimskulegan, þegar hún sagði; „Reyndar var ég á námskeiði í ítalskri matar- gerð með kokkum La Primavera. Það var haldið í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur svo ég hlýt að teljast húsmæðraskólagengin!“ Gróa Groa@leiti.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.