Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 20
Fram til þessa hefur aðkoma lögmanna að málum útlendinga, sem rekin eru í stjórnsýslunni, nær einvörðungu snúið að meðferð umsókna um hæli hér á landi. Lögmenn hafa þó yfirleitt ekki komið að málum fyrr en á kærustigi. Í tíð eldri löggjafar um útlendinga var einvörð- ungu beitt ákvæðum Flóttamannasamningsins frá 1951, þegar ákvarðað var hvort veita ætti útlend- ingi hæli á Íslandi. Venja hafði skapast um að í sérstökum málum var veitt dvalarleyfi af mannúð- arástæðum án þess að fyrir lægi skýr heimild til þess. Með lögum nr. 96/2002 var tekið af skarið og ákvæði Flóttamannasamningsins um skilyrði til veitingar hælis lögfest ásamt því sem lögfest voru ákvæði um veitingu dvalarleyfis af mannúð- arástæðum. Með lögunum var einnig skerpt á því hvaða málsmeðferðarreglur eiga að gilda, bæði hvað varðar meðferðina sjálfa og hvaða rannsókn- arúrræði stjórnvald hefur. Í tíð eldri laga var stuðst við almenn ákvæði stjórnsýslulaga, laga um með- ferð opinberra mála og ákvæði ýmissa sérlaga. Ákvæði útlendingalaga og reglugerðarinnar er snúa að hælisleitendum, skýra einnig hvernig aðbúnaði þeirra skuli háttað meðan á meðferð stendur, hver réttindi umsækjenda eru á því tíma- bili og hvaða réttindi og skyldur viðkomandi öðl- ist fái hann samþykki beiðnar sinnar. Að sama skapi kveða lögin á um hvaða réttaráhrif synjun slíkrar beiðni hefur. Sá málaflokkur er varðar hæl- isleitendur, hefur til skamms tíma verið umfangs- lítill, en undanfarin 3 ár hefur hópur þeirra sem sækja um hæli hérlendis aukist um 100% milli ára. Á síðasta ári sóttu 117 útlendingar um hæli og er áætlað að yfir 200 einstaklingar muni sækja um hæli á árinu 2003. Fjölgun hælisleitenda kallar á skýrar reglur um aðbúnað og málsmeðferð og er lögunum ætlað að taka á því. Útlendingastofnun fjallar um mjög mikilvæg og viðkvæm persónuréttindi og má í því sam- bandi, auk meðferðar hælismála, nefna brottvís- anir og þau ríku réttaráhrif er þeim tengjast. Með- ferð umsókna um vegabréfsáritanir og dvalarleyfi eru stundum flókin úrlausnarefni er geta varðað viðkomandi umsækjendur miklu. Í þeim tilfellum þar sem útlendingar njóta aðstoðar eru það oftast ólöglærðir ráðgjafar, þó stundum löglærðir, en ekki lögmenn og er aðstoðin oft á tíðum ákaflega vafasöm. Að sjálfsögðu þarf að greiða fyrir þjónustu lög- manna. Þóknun réttargæslumanns eða talsmanns skv. 1. og 2. mgr. 34. gr. útl. greiðist úr ríkissjóði enda gilda ákvæði VI. kafla laga um meðferð opinberra mála, eftir því sem við á, um réttarað- stoð skv. 34. gr. Hafi útlendingur hins vegar sjálfur ráð á réttaraðstoð skal krefja hann um end- urgreiðslu kostnaðar við réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti. Það hlýtur að vera eðlileg þróun að lögmenn láti sig þetta réttarsvið varða. Ef svo fer, sem er óskandi, er þeim fyllilega treystandi til að ráða fram úr því hjá hverjum þeir eiga að fá greitt. 20 1 / 2 0 0 3

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.