Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 19
19 kveða á um slíka réttaraðstoð útlendinga í lögum enda er þörfin fyrir hana mjög rík. Íslenskt samfé- lag er oft á tíðum afar frábrugðið því er tíðkast í heimalandi útlendings og því getur það reynst við- komandi afar erfitt að átta sig á íslensku réttar- kerfi. Þar við bætast hugsanlegir tungumálaörðug- leikar útlendingsins en hætt er við að þeir veiki stöðu hans enn frekar. Greina má á milli ákvæða 34. gr. laganna um réttaraðstoð útlendinga eftir því hvort um skyldu til að skipa útlendingi talsmann er að ræða eða hvort útlendingi er tryggður réttur til að fá skip- aðan talsmann. Meginregla 1. mgr. 34. gr. laganna felur í sér að dómari skal skipa útlendingi tals- mann úr hópi lögmanna þegar krafist er gæslu skv. 6. mgr. 29. gr. eða 5. mgr. 33. gr. laganna. Það þýðir að þegar nauðsyn ber til að handtaka útlend- ing og úrskurða hann í gæsluvarðhald fyrir að sinna ekki fyrirmælum lögreglu ber dómara að skipa honum talsmann. Að sama skapi ber dómara að skipa útlendingi talsmann þegar hann er úrskurðaður í gæsluvarðhald eða til að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að útlendingur skuli yfirgefa landið. Tekur skyldan þá ennfremur til þeirra tilvika þegar útlendingur er úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að framkvæma ekki nauðsyn- legar ráðstafanir til að afla sér ferðaskilríkja í því skyni að geta yfirgefið landið. Tilgangurinn með handtökunni þarf þá að vera sá að færa útlending- inn fyrir fulltrúa viðeigandi lands til að fá útgefin ferðaskilríki, sbr. 5. mgr. 33. gr. Í fleiri tilvikum en hér hafa verið nefnd, er lögð skylda á dómara að skipa útlendingi talsmann og er þá dómara falið að meta þörfina hverju sinni. Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laganna felur þetta í sér að þegar kraf- ist er úrræða skv. 3. og 4. mgr. 33. gr. laganna ber dómara einnig að skipa útlendingi talsmann nema það hafi í för með sér sérstakt óhagræði, töf eða dómari telur ekki varhugavert að láta hjá líða að skipa talsmann. Hér er dómara falið ákveðið svig- rúm til að viðhafa mat sem getur leitt til þess að talsmaður verði ekki skipaður þrátt fyrir skylduna. Því má segja að skyldan sé ekki fortakslaus í þessum tilvikum. Úrræðin sem vísað er til í ákvæðinu fjalla um ráðstafanir sem beitt er til að koma í veg fyrir að útlendingur komi sér undan framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. Þær ráðstafanir geta verið þrenns konar, þ.e. að lögregla leggi fyrir útlending að tilkynna sig, að honum verði gert að afhenda vegabréf, annað kennivottorð eða að lögregla leggi fyrir hann að halda sig innan ákveðinna landfræðilegra tak- marka. Til þessara úrræða má þó aðeins grípa ef sérstök ástæða er til að ætla að útlendingur muni víkja sér undan framkvæmd ákvörðunar. Um rétt útlendings til að fá skipaðan talsmann er kveðið á um í 2. mgr. 34. gr. laganna. Hér er það stjórnvald sem skipar útlendingi talsmann en á þessu stigi eru ekki gerðar kröfur um að tals- maðurinn sé löglærður. Rétturinn tekur einungis til tiltekinna mála hjá stjórnvöldum en rétt er þó að geta þess að útlendingur hefur ávallt fulla heimild til að leita sér aðstoðar lögmanns eða ann- ars fulltrúa á eigin kostnað. Ákvæði 2. mgr. 34. gr. útl á sérstaklega við þegar ákvarðanir sem eru sér- lega íþyngjandi fyrir útlending eru kærðar er varða frávísun, brottvísun og afturköllun leyfis. Samkvæmt 2. mgr. 34. gr. útl. gilda þó ákveðnar undanþágur frá réttaraðstoð þar sem ekki þykja efni til að veita útlendingi slíka aðstoð. Þannig á útlendingur ekki rétt á að honum verði skipaður talsmaður í málum þar sem honum hefur verið brottvísað fyrir að hafa afplánað refsingu erlendis á síðustu fimm árum, hann hefur verið dæmdur þar til refsingar1, hann hefur verið dæmdur hér- lendis til refsingar, sætir öryggisráðstöfunum2 eða hann hefur oftar en einu sinni verið dæmdur á síð- ustu þremur árum til fangelsisrefsingar. Að lokum á útlendingur sem hefur sótt um pólitískt hæli en fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum, rétt á að honum verði skipaður talsmaður þegar hann kærir þá ákvörðun. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð 1 Háttsemin þarf að varða fangelsi lengur en þrjá mánuði að íslenskum lögum. Samsvarandi gildir um þá útlendinga sem hafa búsetuleyfi en þá er gerð krafa um að háttsemin að geta varðað þriggja ára fangelsi eða meira, sbr. b-liður 2. mgr. 21. gr. útl. Um EES borgara sem hér hafa dvalarleyfi væri litið til 2. mgr. 43. gr. útl. 2 Fyrir háttsemi sem getur varðað fangelsi lengur en þrjá mánuði.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.