Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 8
8 afmarkað og vel skilgreint og ekki verulega íþyn- gjandi fyrir ríki eða þegna. Ennfremur að fram- salið verði að vera byggt á samningi sem kveði á um gagnkvæm réttindi og skyldur og mæli fyrir um samsvarandi framsal ríkisvalds annarra samn- ingsríkja. Hinar alþjóðlegu stofnanir, sem vald er framselt til, verða að byggja á lýðræðislegum grundvelli og viðurkenna almennar meginreglur um réttláta málsmeðferð og stjórnsýslu. Framsalið verður að leiða af þjóðréttarsamningi sem stefnir að lögmætum markmiðum í þágu friðar og menn- ingarlegra, félagslegra eða efnahagslegra fram- fara. Þannig verður framsalið að vera afturkræft og ekki leiða til lakari réttarstöðu einstaklinga en þeir njóta í stjórnarskrá. Davíð Þór taldi að treysta mætti fullveldið í sessi með því að setja framsalsheimild í stjórnar- skrána. Slík heimild myndi vera yfirlýsing um vilja til að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja á grundvelli þjóðaréttar og myndi tryggja svigrúm á hverjum tíma til að gæta pólitískra og efnahagslegra hagsmuna ríkisins. Í lokin kom Davíð Þór með tillögu að breytingu á 21. grein stjórnarskrárinnar: „Heimilt er á grundvelli þjóðréttarsamninga og með lögum að fela alþjóðlegum stofnunum sem Ísland á aðild að, meðferð tiltekinna valdheimilda ríkisins á sviði löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvalds. Frumvarp sem mælir fyrir um framsal vald- heimilda ríkisins samkvæmt málsgreininni hér á undan telst samþykkt hafi það hlotið a.m.k. 3/5 hluta atkvæða þingmanna. Um framlagningu þess og meðferð að öðru leyti gilda almennar reglur.“ Nokkrar umræður urðu um tillögu Davíðs Þórs sem vakti töluverða athygli. Kristrún Heimisdóttir fjallaði um þýðingu full- veldis í opnu stjórnarskrárríki og stöðu Íslands. Hún fjallaði einnig um óljósa stöðu EES réttar sem réttarheimildar, um áhrif þessarar óljósu stöðu á íslenskt réttarkerfi og kvaðst vilja gera til- raun til að greina hvert eðli, umfang og afleiðingar framsals ríkisvalds vegna EES væri. Hún taldi íslensk stjórnvöld glíma við stjórnlagavanda þar sem einstaklingar og fyrirtæki gyldu fyrir réttar- óvissu. Kristrún fjallaði um fullveldi Íslands í sögulegu samhengi og einkennum ríkisvaldsins samkvæmt stjórnarskránni. Sjálfdæmi ríkis væri ekki lengur gefið þar sem lagasetningarvald yfir- þjóðlegra stofnana og stjórnarskrárskorður ríkis- ins veguðust á. Kristrún taldi að svokallaður lýðræðishalli væri tvöfaldur þar sem Ísland væri ekki aðili að ESB, sem væri stofnunin með lög- gjafarvaldið, og ekki væri sjálfdæmi til löggjafar og stefnumótunar á EES sviði. Þessi staða, sem Ísland væri í gagnvart ESB, gæti valdið skaðlegri réttaróvissu fyrir þegnana. Kristrún sagði að stjórnarskrá Íslands gerði alls ekki ráð fyrir framsali ríkisvalds heldur mælti fyrir um sjálfdæmi, einingu ríkisvalds og tilteknar valdheimildir. Skilyrði um verðleika laga byggð- um á EES gerðum væri því í raun ekki uppfyllt og réttaróvissa kerfislæg. Æskilegt væri því að gerð yrði stjórnlagabreyting þar sem opnunarákvæði væri að evrópskri fyrirmynd með lýðræðisskil- yrðum og afmörkun framsals. Þá þyrfti og að huga að ákvæði um tengsl landsréttar og þjóðaréttar, 3 / 2 0 0 3 Ræðumenn að svara fyrirspurnum fundargesta. F.v. Kristrún Heimis- dóttir, Þór Vilhjálms- son og Davíð Þór Björgvinsson

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.