Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 10
10 I. Í lögum um dómstóla nr. 15/1998 er að finna þær kröfur sem löggjafinn hefur ákveðið að gera til þeirra sem fara með dómsvaldið í landinu, héraðsdómara og hæstaréttardómara. Að því er varðar nauðsynlega starfsreynslu gilda mis- munandi reglur eftir því hvort um er að ræða umsækjendur í stöðu hæstaréttar- dómara eða héraðsdómara. Um hæstaréttardómarana gildir sú regla að þeir þurfa að hafa: „…starfað í minnst þrjú ár sem hér- aðsdómari, hæstaréttarlögmaður, pró- fessor í lögum, lögreglustjóri, sýslumaður, ríkis- saksóknari, vararíkissaksóknari, saksóknari, ráðu- neytisstjóri, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyt- inu eða umboðsmaður Alþingis …” Til þess að skipa megi mann sem héraðsdómara þarf jafnframt tiltekin starfsreynsla að vera til staðar „…minnst þrjú ár verið alþingismaður eða stundað málflutningsstörf að staðaldri eða gegnt lögfræðistörfum að aðalstarfi hjá ríkinu eða sveit- arfélagi…” Ekki er annað að sjá af lagatextanum en að hin tilgreindu störf og reynsla af því að inna þau af hendi séu lögð að jöfnu að því er varðar hæfi til dómaraembætta. Reynsla af lögmannsstörfum er metin jafngild og önnur þau lögfræðistörf sem lagaákvæðin tilgreina. II. Veiting dómaraembætta er ekki auðvelt verkefni, sér- staklega ef völ er á mörgum hæfum umsækjendum. Jafn- vel hlutlægir þættir eins og starfsreynsla, prófeinkunnir framhaldsmenntun, fræði- störf o.þ.h. eru vandasamir í samanburði. Til dæmis þarf löng starfsreynsla ekki endi- lega að þýða að viðkomandi hafi verið farsæll í starfi, ekki fara alltaf saman magn og gæði í fræðistörfum o.s.frv. Stjórn LMFÍ hefur nokkrum sinnum séð ástæðu til að lýsa viðhorfi sínu til veitingar dómaraembætta og undirbúnings slíkra veitinga. Árið 1996 var héraðsdómaraembætti aug- lýst laust til umsóknar. Sóttu þá 17 lögfræðingar um embættið. Einn umsækjenda hafði ekki reynslu af dómstörfum en alllangan og farsælan starfsferil sem málflytjandi. Sérstök lögskipuð dómnefnd sem fjallaði um hæfni umsækjendanna sagði í umsögn sinni til dómsmálaráðherra um þennan umsækjanda: ,,Þegar litið er til góðrar frammistöðu … sem málflytjandi …er ekki ástæða til að draga í efa, að … geti orðið vel hæfur héraðsdómari. Þó má telja víst, að hún ætti á brattann að sækja í því starfi fyrstu árin”. Í bréfi til dómsmálaráðherra mótmælti stjórn LMFÍ þessari athugasemd í dómnefndarálitinu þar sem ekki væri annað séð en að dómnefndin legði ekki málflutningsstörf að jöfnu við önnur þau störf sem áskilin voru í lögum. Í svarbréfi dóms- málaráðherra til LMFÍ kom fram að hann væri ekki sammála þessum hluta af áliti nefndarinnar. Þegar Hjörtur Torfason lét af starfi hæstaréttar- dómara árið 2001 sendi stjórn LMFÍ bréf til dóms- málaráðherra þar sem vakin var athygli á því að aðeins einn skipaðra dómara réttarins hefði reynslu sem sjálfstætt starfandi lögmaður. Var þeirri skoðun lýst að mik- ilvægt væri að í Hæstarétti væru dómarar sem byggju yfir víðtækri og fjölbreyttri reynslu sem m.a. væri aflað með því að starfa sem lög- menn. Í það sinn var héraðs- dómari skipaður dómari við réttinn og í framhaldinu lýsti stjórn LMFÍ yfir trausti á hinn nýja dómara en ítrekaði jafnframt fyrri sjónarmið. 3 / 2 0 0 3 Lögmenn og dómaraembættin Jóhannes Karl Sveinsson, hrl., varaformaður LMFÍ Hins vegar hlýtur það að vera krafa lög- manna sem stéttar að starf þeirra sé metið að verðleikum og jafn- ræðis gætt þegar kemur að því að veita dómaraembætti.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.